Afturhaldsstefna og nýting auðlynda landsins

Ákvörðun þáverandi umhverfisráðherra Framsóknar um að leifa Kárahnúkavirkjun þrátt fyrir einhver umhverisáhrif var rétt.
Þau jákvæðu áhrif sem Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfyrði hefur haft á líf allra austfyrðinga er gríðarlegt.
Fyrir Kárahnjúka vissu fáir nema innfæddir Austfirðingar af þessu þessu svæði, fáir komist þangað og skipti þá eflaust litlu eða engu máli fyrir utan eitthvað öfgaUmhverfisfólk.
Nú eru blikur á lofti að Suðurnesin fái loksins framkvæmdir í Helguvík af stað á fullum krafti nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við sem skilur að forsenda öflugs velferðarkerfis er öflugt atvinnulif.

Landið er fyrir Fólkið og það á að fá að nýta þær auðlyndir sem landið hefur upp á að bjóða og nýta þær til að bæta lífskjör landsmanna - við vijlum ekki fara aftur í TORFKOFANA eða tína Fjallakrös eins og virðist vera stefna stoppstefnu og afturhaldsflokksins VG.


mbl.is „Þú þuklar ekki á Mónu Lísu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Umhverfisverndarsjónarmiðin eru mest hjá þeim sem búa í 101 og vilja hafa ósnerta náttúru þessa nokkra daga sem þeir ferðast út á land á sumrin.

Hallgeir Ellýjarson, 8.6.2013 kl. 16:33

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skrýtin röksemdafærsla að jafna saman fótsporum í drullunni og fingraförum á Mónu Lísu.

Aðeins þeir sem búa þar sem öll drullan hefur verið hellulögð nota svona samanburð.

Kolbrún Hilmars, 8.6.2013 kl. 17:02

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hallgeir - þetta eru þröngýn sjónarmið sem lítill hópur hefur og mun alltaf hafa en má ekki trufla framfarir og framkvæmdir.

Óðinn Þórisson, 8.6.2013 kl. 17:10

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kolbrún - málverk borga ekki rekningana sem almenningur stendur frammi fyrir í lok hvers mán eða heimsín til heimilsæknis - það gerir vinna.

Óðinn Þórisson, 8.6.2013 kl. 17:12

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óðinn, ég var að gagnrýna leikstjórann sbr. fréttina, ekki þitt sjónarmið - sem ég er sammála, gleymdi bara að taka það fram  :)

Kolbrún Hilmars, 8.6.2013 kl. 17:20

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kolbrún - ekkert mál - gott að þú leiðréttir þennan misskilning milli okkar  og
að við séum sammála um að við nýtum þær auðlyndir sem landið hefur til að bæta okkar lífskjör.

Óðinn Þórisson, 8.6.2013 kl. 18:16

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eru ekki allir sammála mér í því að Árni Finnson sé fegursta náttúruperla sem við eigum?

Jósef Smári Ásmundsson, 8.6.2013 kl. 18:26

8 Smámynd: Tómas

Ég er algerlega ósammála þér. Kárahnjúkavirkjun var ekki áhættunnar virði. Þetta er tímabundin léleg lausn við atvinnuleysisvandamáli sem hefði verið hægt að leysa á svo margan betri hátt. Stórhættuleg náttúrunni. Stíflan verður varla langlíf ef við bætist í lónið á sama hraða og virðist vera. Stíflan er á jarðskjálftasvæði, og gæti einn jarðsjálfti á svæðinu haft mjög slæm áhrif.

Það sem ríkisstjórnin (og þú) þurfa að átta sig á er að smá- og meðalstór fyrirtæki eru líka lausnir. Ekki bara stóriðja. Að setja of mikið í stóriðju er að setja öll eggin í sömu körfuna.

Tómas, 8.6.2013 kl. 18:40

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóesf - góður

Óðinn Þórisson, 8.6.2013 kl. 18:46

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - þannig að það komi skýrt fram þá styð ekki ekki stóriðju í hvert hverfi á landinu.
Það eru mjög góð laun&störf í boði fyrir fólk í álverinu á Reyðarfirði og hefur álverið haft eins og ég segi haft veruleg jákvæð áhrif á alla þætti samfélagsins á Austurlandi.
Það er stórhættulegt lífskjörum á íslandi ef við nýtum ekki okkar auðlyndir - það er bara leið til vg-fátækar.
Það er mikilvægt að ríkisstjórn á hverjum tíma skapi ákveðin skylirði en ákveði ekki hvaða atvinnustarfsemi er ríkisstjórninni þóknanleg og hver ekki. Það var pittur sem vinstri - stjórnin lenti í eða réttar sagt vildi enda ríkisstjórn Sósíalista.

Óðinn Þórisson, 8.6.2013 kl. 18:56

11 Smámynd: Tómas

Mér sýnist það einmitt hafa verið ákveðin atvinnustarfssemi sem íhaldsstjórnin var að styðja fyrir hrun og leitast við að styðja nú þegar þeir komust aftur til valda eftir síðustu 4 ár sem vinstri stjórnin eyddi í að reyna að laga allt sem var komið í óefni..

Tómas, 8.6.2013 kl. 19:25

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn og aftur er talað um náttúruvernd og verndarnýtingu landsins sem viðleitin til að fara aftur inn í torfkofana og vera á móti rafmagni og atvinnuuppbyggingu.

Við íslendingar framleiðum þegar 4-5 sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálfir til okkar eigin heimilsnota og fyrirtækja okkar.

Hvernig getur það leitt til þess að við "förum aftur inn í torfkofana" nema við framleiðum tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum?

Nú er mikill harmagrátur á Austurlandi vegna þess að ferðamenn streymi ekki þangað eins og til annarra landshluta og vegna þess fólki hefur fækkað á Austurlandi í heild síðan 20008 á meðan fólki fjölgaði á hinu álverslausa svæði, Norðausturlandi.

Ef fylgt væri stefnunni sem lofuð er hér fyrir ofan og öll orka landsins tekin í það að hér verði sex risaálver munu samt aðeins um 2% af vinnuafli landsmanna fá vinnu í þessum álverum.

Og jafnvel þótt "tengd störf" væru tekin með yrðu þetta ekki meira en 5% af vinnuaflinu.

Fara þá ekki hin 95 prósentin inn í torfkofana?

Ómar Ragnarsson, 8.6.2013 kl. 20:02

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - ef við skoðum niðurstöðu alþingskosninga í suðurkjördæmi þá fengu x-d og x-b 8 af 10 þingmönnum kjördæmisins - greynilegt að fólk þar ekki sátt við atvinnustefnu fyrrv. ríkisstjórnar í kjördæminu.
Vil bara benda þér á það að ísland lenti í alþjóðlega fjármálahruninu 2008.
Fyrrv. stjórnarflokkar töpuðu 28 % - það getur vart verið litið á það sem merki um það þjóðin hafi verið ánægð með skatta og atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar.

Óðinn Þórisson, 8.6.2013 kl. 22:17

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ómar - þín viðhorf til náttúru og umhverfismála eru vel þekkt og því kemur þessi ath.semd þín mér ekki á óvart - fjarri því.
Tölum um rammaátælun, vinstri - stjórnin breytti henni á síðustu metrunum, 10 ára vinnu sem hefði 
kostað um milljarð sturtað niður vegna þröngra pólitískra hugsjóna - þetta átti aldrei að gerast og hvorki x-d né x-b samþykktu rammaátælun vinstri - manna.

Rammaátælun var leið til að sætta virkjunar og umhverfissina EN vinstri - menn gátu ekki sleppt því að setja puttana í þetta og eyðileggja alla sátt.

Og nú vælið þið um að og hópist niður við stjórnarráð nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin tekur við og gagnrýnið ríkisstjórin fyrir að ætla að setja málið aftur í faglegt ferli.

Gríðarlegum fjármunum ríkissins hefur verið dælt í atvinnuleysisbætur - ferkar en að efla atvinnulífið og reyna að gefa fólki tækifæri til að bjarga sér sjáflt.

ÉG vil að fólkið í landinu fái að njóta þeirra auðlynda sem landið hefur - þar virðumst við einfaldlega vera ósammála.

Óðinn Þórisson, 8.6.2013 kl. 22:30

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ómar,þó við framleiðum nóg rafmagn í dag til fyrirtækjanna okkar þá þurfum við frekari atvinnuuppbyggingu í framtíðinni eða takmarka barneignir eins og kínverjar gera.Það er að sjálfsögðu rétt að það þurfa ekki að vera Álver og annar stóriðnaður en þrátt fyrir að fyrirtækin séu lítil eða meðalstór þurfa þau orku.Á næstu árum og áratugum verður aukin krafa um að nota "græna"orku og hana höfum við nóg af ef við virkjum.Ef um mistök hefur verið að ræða varðandi Kárahnjúkavirkjun eigum við að sjálfsögðu að læra af þeim mistökum."Torfkofarnir"eru afstætt hugtak.Ef við höldum ekki áfram framþróuninni en stöðnum erum við alltaf í "torfkofunum".

Jósef Smári Ásmundsson, 9.6.2013 kl. 09:15

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - þú tekur nákvæmlega á þeim öfgum sem við erum að kljást við " umhverfissinna " um það er að framþróun má ekki stoppa ef það gerist rétt þá er það Torfkofinn sem bíður.

Óðinn Þórisson, 9.6.2013 kl. 11:19

17 Smámynd: Tómas

Óðinn: Ég varð líka fyrir miklum vonbrigðum með íslenska þjóð - að kjósa yfir sig sömu flokkana og stóðu að einkavæðingu bankanna og tilurð Kárahnjúkavirkjunnar. Þ.e. flokkarnir sem śköpuðu þetta kjörlendi fyrir bankahrunið - sem þú þarft ekki að benda mér á.

Skattar á Íslandi eru ekki háir. Atvinnustefna ríkisstjórnar var ágæt. Hún byggðist amk. ekki á skjótum áhættu- og skammtímalausnum, líkt og XB og XD virðast stefna að.

Ástæðan fyrir því að síðasta ríkisstjórn missti fylgi var að hún lenti í tiltekt eftir djamm síðustu stjórnar þar áður. Tiltektarfólkið er aldrei vinsælt. Því miður. Því síðustu ríkisstjórn ætti að hampa fyrir góð verk á mjög erfiðum tímum. En Íslendingar hafa gullfiskaminni, virðist vera..

Tómas, 10.6.2013 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband