Hrós til Sigmundar Davíðs

Sigmundur DavíðÞað hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessum einstakling þroskast og dafna sem stjórnmálamann og það eru hrein og klár forréttindi fyrir íslenska þjóð að eiga slíkan son.

Sigmudur hefur á örfáun dögum náð góðum tökum á embætti forstætisráðherra eitthvað sem Jóhanna náði Aldrei að gera.

Hrós til hans að hafa skilað bíl Jóhönnu Smile


mbl.is Sigmundur lét skila bíl Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Sannarlega sammála þer Óðinn ,þó vinstri menn  seu að ganga af göflunum útaf verkum hans .þá held eg að hann eigi eftir góða göngu i sinu embætti ...

rhansen, 19.6.2013 kl. 23:19

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Ég held að með Sigmundi Davíð, sé komin þessi leiðtogi sem Jóhanna náði aldrei að verða.

Leiðtogi sem Íslendinga vantaði eftir að Davíð Oddson hætti.

Birgir Örn Guðjónsson, 19.6.2013 kl. 23:34

3 Smámynd: Óskar

það þarf jú að safna fyrir afslættinum til LÍÚ auðmannagengisins. Dugar greinilega ekki að slá af fríar barnatannlækningar og segja við hjúkkur að þær fái ekki aur í viðbót.

Óskar, 19.6.2013 kl. 23:59

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hjúkurnar eiga ekki skilið að fá meiri kauphækkanir en þær eru búnar að fá. Ekki fimm aur með gati.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 20.6.2013 kl. 04:42

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Óðinn - sammála þér sem og R.hansen og Birgi. Þvættingurinn sem Óskar setur fram er engum manni með sjálfsvirðingu samboðinn en Óskar veit jú best sjálfur í hverju hans sjálfsvirðing er fólgin ef einhver er.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.6.2013 kl. 05:49

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - hann er að fara verulega í taugarnar á vinstri - mönnum - það segir allt um það hvað hann er að standa sig gríðarlega vel.

Óðinn Þórisson, 20.6.2013 kl. 07:21

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - Jóhanna kauf þjóðina og var ekki leiðtogi hennar - eflaust lélegast forsætisráðherra lýðveldissögunnar.
SDG hefur það sama og DO að vera leiðtogi en ekki tákn sundrungar eins og JS var alltaf.

Óðinn Þórisson, 20.6.2013 kl. 07:24

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - nei það á ekki að slá af barnatannlæknir það hefur KÞJ staðfest. Þetta hefur EKKERT með LÍÚ að gera - þessi lög stóðust ekki við því varð ný ríkisstjórn að bregðast.

Óðinn Þórisson, 20.6.2013 kl. 07:26

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - hjúkrunarkonur eru að vinna frábært starf og eiga skilið góð laun fyrir sina vinnu.

Óðinn Þórisson, 20.6.2013 kl. 07:26

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólafur Ingi - þetta er/hefur verið sá málflutningur sem hann hefur haft - hef bent honum  á að hans málflutningur bæti ekki hans málstað - þvert á móti.
EN SDG er flottur og á bara eftir að verða sterkari stjórnmálamaður.

Óðinn Þórisson, 20.6.2013 kl. 07:28

11 identicon

Það er eitt sem ég skil ekki.  Samkvæmt upplýsingafullrúa innanríkisráðuneytisins hafði forsætisráðuneytið ekki pantað nýjan bíl og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins staðfestir þetta. En hverju var Sigmundur að skila?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 12:09

12 Smámynd: Óskar

Þið hægri menn hefðuð átt að mæra Sigmund meira og hella ykkur meira yfir vinstri menn útaf þessu máli því fréttin reyndist haugalýgi frá upphafi til enda!

Óskar, 20.6.2013 kl. 12:35

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Óðinn hjúkurnar eru nýbúnar að fá kauphækkanir og það drjúgar og þær eru vel launaðar miðað við aðra. Ekki einu sinni fimm aur með gati meira.

Ef þær eru ekki ánægðar, þá vantar fólk í Svíþjóð og Noregi.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 20.6.2013 kl. 14:01

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

H.T.Hansen - "Það sé hinsvegar rétt að Sigmundur Davíð, núverandi forsætisráðherra, hafi til umráða BMW 730 2004 árgerð sem var pantaður í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar"

Hann a.m.k er að nota bíl HÁ - um það geta allir verið sammála.

Óðinn Þórisson, 20.6.2013 kl. 17:32

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - þetta er frétt í viðskipablaðinu i gær - þeirra ábyrð ég er bara að bregðst við fréttinni.

Óðinn Þórisson, 20.6.2013 kl. 17:33

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - held það standi ekki til að hækka þeirra laun en þeir sem hafa þurft að nýta sér þjónustu LSH skila mjög vel hvað þessir einsklingar skipta spitalnn gríðarlega miklu máli.

Óðinn Þórisson, 20.6.2013 kl. 17:34

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það má líka segja að farþegar í flugvél skilja það mjög vel hvað þeir einstaklingar í flugstjórnarklefanum skipta flugvélina og flugfélaginu mjög miklu máli.

Flugmenn þurfa samt ekki að vera á einhverju rosa kaupi, heldur kaup miðað við aðra í þjóðfélaginu og samsvarar þeirra réttindum.

Yfirborgaðir launþegar setja þrýsting á verðbólguna og það er bara eltingarleikur kaups og verðlags.

Ég held að Sigmundur og Bjarni geri sér fulla grein fyrir þessu, þess vegna verða ekki miklar kauphækkanir í náini framtíð en frekar skattalækkanir til að koma til móts við launþega.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 20.6.2013 kl. 18:21

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - flugmenn bera mikla ábyrð og eins og t.d hjá Flugleiðum fá mjög fín laun fyrir sína vinnu.

Launahækkanir sem fara beint út í verðlagið skipta engu máli - skattalækkanir eru leiðin því þá aukast ráðstöfunartekjur fólksins og fyrirtæki mun njóta þess.

Óðinn Þórisson, 20.6.2013 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband