14.7.2013 | 14:00
Snowden EKKI til Íslands
Það yrði ekki skynsamlegt og myndi stórskaða samskpti Ísl og BNA að þessi einstaklingur fengi að koma til landsins.
Hafa ber í huga að vegabréf hans hefur verið gert ÓGILT og ég trúi því ekki að núverandi stjórn muni gera nokkuð sem myndi á nokkurn hátt auðvelda komu þessa einstaklings til Ísl.
Það eina í stöðunni er að fara aftur til BNA sjálfviljugur og gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart sinni þjóð.
Hafa ber í huga að vegabréf hans hefur verið gert ÓGILT og ég trúi því ekki að núverandi stjórn muni gera nokkuð sem myndi á nokkurn hátt auðvelda komu þessa einstaklings til Ísl.
Það eina í stöðunni er að fara aftur til BNA sjálfviljugur og gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart sinni þjóð.
Snowden martröð fyrir Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þessu. Eitt er þó sem ég vildi gera athugasemd við hjá þér Óðinn. Þú notar þá endemisskammstöfun BNA fyrir Bandaríkin. Fyrir utan að það er óþarft, nafnið er ekkert lengra en svo að það má nota. Hitt er það að þetta stendur fyrir Bandaríki Norður-Ameríku sem er algjör firra. USA stendur fyrir Bandaríki Ameríku, ekkert norður þar. Misvitrir Íslendingar sem hafa skáldað þetta Norður inn í nafnið virðast hafa gert sér í hugarlund að Bandaríkin muni gera landakröfur til allrar Norður-Ameríku sem er alveg fráleitt. Annað sem þessir spekingar, líklega þeir sömu, hafa skáldað upp er að kalla einstök ríki þessa sambands "fylki". Fylki eru í Noregi og samsvara län í Svíþjóð "amt" í Danmörku og "county" í Bretlandi, en einstök ríki Bandaríkjanna skiptast einmitt upp í counties. Fyrirgefðu svo þessa langloku.
Skúli Víkingsson, 14.7.2013 kl. 14:24
Þú ættir kannski að spyrja þig að því Óðinn að hvers vegna ættu upplýsingar Snowdens að vera martröð fyrir USA? Ef þetta er allt löglegt þá ætti það ekki að skipta neinu máli þótt almenningur hefði þá vitneskju.
Kristján Bjarni Guðmundsson, 14.7.2013 kl. 15:39
Skúli - rétt ábending hjá þér varðandi að skammstafa Bandaríkin - mun reyna að gera það ekki í framtíðinni.
Veit ekki hversvegna menn eru að tala um þetta noður, þetta er alveg skýrt:
United States of America.
Óðinn Þórisson, 14.7.2013 kl. 16:38
Kristján - þú ert því miður að snúa umræðunni á hvolf - þetta snýst um það að þessi einstaklingur fékk aðgang að ákveðnum upplýsingum og hefði átt að virða þann trúnað sem bandaríska þjóðin fól honum.
Þjóðaröryggi bandarísku þjóðarinnar getur verið í húfi ef ákveðnar viðkvæmar upplýsingar komast í hendur rangra aðila - er það virklega það sem hann vill ?
Óðinn Þórisson, 14.7.2013 kl. 16:43
Þessi maður er hetja hvernig sem á það er litið en það eru gungurnar í ríkisstjórn Íslands EKKI. Hann kom upp um mjög alvarlegan glæp Bandarískra stjórnvalda gagnvart borgurum , ekki bara í Bandaríkjunum, heldur hreinlega í öllum heiminum. Hann gerði þér og mér greiða Óðinn og öllum hinum. Stjórnmálamenn sem snúa baki við honum og slefa upp í óþverrana í Bandaríkjastjórn eru gungur og aumingjar.
Óskar, 14.7.2013 kl. 17:07
Óskar - Snowden "hetja ", öfugmæli og í raun móðgun við hetjur t.d 9/11 2001 slökkviliðs&lögreglumenn sem gáfu allt þegar öfgamenn gerðu árás á lýðræðið.
Ef hann gerði mér og þér svona hrikalegan greiða og allt slétt og fellt sem hann gerði hversvegna fer hann ekki aftur til Bandaríkjanna og svarar þar fyrir það sem hann gerði og reynir að réttlæta sínar gjörðir ?
nei er ekki aðdándi manning eða snowden.
Óðinn Þórisson, 14.7.2013 kl. 17:28
Sæll Óðinn
"..Ef hann gerði mér og þér svona hrikalegan greiða og allt slétt og fellt sem hann gerði hversvegna fer hann ekki aftur til Bandaríkjanna og svarar þar fyrir það sem hann gerði og reynir að réttlæta sínar gjörðir ?"
Hvernig er það Óðinn getur þú fengið Bandaríkin til svara fyrir alla þessa ólöglegu og ósiðlegu NSA - njósnakerfisstarfsemi á öllum símtölum, tölvupósti okkar svo og í öllum löndum Evrópu og annarstaðar utan Bandaríkjanna? Óðinn því að hvað lýðræði er þetta sem Bandaríkin er bjóða okkur uppá núna í dag með þessari alræðisstarfsemi á öllum okkar símtölum og tölvupósti?
Óðinn hefur þú eitthvað á móti svona uppljóstrum (því að menn hér á landiog víða eru svo hrifnir af því að gera útaf við sendiboðann sem fyrst (strax, eða: kill the messenger and not the message)?
1.) Glenn Greenwald: Snowden Documents Could Be 'Worst Nightmare' For U.S. :
"Snowden has enough information to cause harm to the U.S. government in a single minute than any other person has ever had," Greenwald said in an interview in Rio de Janeiro with the Argentinian daily La Nacion.
"The U.S. government should be on its knees every day begging that nothing happen to Snowden, because if something does happen to him, all the information will be revealed and it could be its worst nightmare." http://www.huffingtonpost.com/2013/07/13/glenn-greenwald-worst-nightmare_n_3591847.html
2.) Snowden uncovers shocking truth behind Chemtrails : http://www.chronicle.su/news/snowden-uncovers-shocking-truth-behind-chemtrails/
3.) Microsoft helped the NSA bypass encryption, new Snowden leak reveals: http://rt.com/usa/microsoft-nsa-snowden-leak-971/
4.) SNOWDEN LEAKS EVIDENCE of HAARP’s GLOBAL ASSASSINATION AGENDA http://www.secretsofthefed.com/snowden-reveals-haarps-clobal-assassination-agenda-w-video/
5.) Snowden unveils NSA Satellite SAURON Program targeting Citizens : http://www.chronicle.su/news/snowden-unveils-nsa-spy-satellite-sauron-program-targeting-us-citizens/
6.) Edward Snowden Confirms NSA Collaboration With Israel Over Stuxnet: http://www.ibtimes.co.uk/articles/487541/20130708/edward-snowden-confirms-nsa-israel-collaboration-stuxnet.htm
7.) MASS SURVEILLANCE IN THE ORWELLIAN POLICE STATE. Part 1: What Big Brother Wants, by Dr Lasha Darkmoon "Did you know that Big Brother was not only watching you from both sides of the Atlantic but also from Tel Aviv? ..." http://www.darkmoon.me/2013/mass-surveillance-in-the-orwellian-police-state-part-1-what-big-brother-wants-by-dr-lasha-darkmoon/
8.) Bolivian leaders’ emails hacked by US - Morales
"Those US intelligence agents have accessed the emails of our most senior authorities in Bolivia, Morales said in a speech. "It was recommended to me that I not use email, and I've followed suit and shut it down," http://rt.com/news/morales-emails-usa-surveillance-075/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 23:14
Óðinn, ég er algerlega sammála þér í þessu máli. Maðurinn er ekkit hetja en skaðaði föðurland sitt. Skúli kemur líka með góða lýsingu á heiti Bandaríkjanna og ríkjum þess sem alltof margir kalla fylki. Þó Bandaríkin séu sannarlega í Norður-Ameríku eins og Kanada er norður ekki inni í nafninu.
Elle_, 15.7.2013 kl. 00:19
Skiptir það nokkru máli hvort að notað er BNA, USA, Bandaríkin í Ameríku eða Bandaríkin, eru ekki allir með það á hreinu að það er verið að tala um United States of America?
En United States stendur auðvitað fyrir Sameinuðu Ríkin, en ekki Bandaríkin sem er auðvitað önnur uppfinning íslendinga.
Ég held að aðal atriði í rituðu og töluðu máli sé að allir viti hvaða hugtak orðið eða skammstöfunin er notað fyrir svo að allir skilji það sem verið er að skrifa eða tala um.
Það má líka segja að í íslenzku fyrirfinnst ekki orðið county, hvað vilja menn segja að county standi fyrir í sambærilegu hugtaki á íslenzku; sýsla eða hreppur eða.....
Það var enginn vafi á því Óðinn að þegar þú skrifaðir BNA að þá varst þú að meina United States of America og þar með var markinu náð, lesendur pistilsins vissu hvað þú varst að skrifa um.
En þetta með Snowden þá vitum við ekki hvað og hversu alvarlegar upplýsingar Snowden hefur selt andstæðingum USA. Þar af leiðandi er fólk ekki að segja satt sem þykist vita allt um þetta og kalla hann hetju.
Það má vel vera að þegar allt þetta vandræðamál kemur í ljós að Snowden verði hetja eða kanski njósnari sem gerir hann að glæpamanni.
Látum tímans tönn finna út úr þessu með Snowden, en á meðan á Ísland ekki að blanda sér í málið.
Kveðja frá Sameinuðu Arabízku Furstadæmunum.
Jóhann Kristinsson, 15.7.2013 kl. 05:59
Sæll Jóhann
"..hversu alvarlegar upplýsingar Snowden hefur selt andstæðingum USA.." biddu Snowden hefur ekki selt neinar upplýsingar til einhverja andstæðinga USA.
Sjá hérna : "I Have No Regrets" http://www.informationclearinghouse.info/article35523.htm
og: "He has had 'a very comfortable life" that included a salary of roughly $200,000, a girlfriend with whom he shared a home in Hawaii, a stable career, and a family he loves. "I'm willing to sacrifice all of that because I can't in good conscience allow the US government to destroy privacy, internet freedom and basic liberties for people around the world with this massive surveillance machine they're secretly building."
'I am not afraid, because this is the choice I've made'
Three weeks ago, Snowden made final preparations that resulted in last week's series of blockbuster news stories. At the NSA office in Hawaii where he was working, he copied the last set of documents he intended to disclose."(http://www.guardian.co.uk/world/2013/jun/09/edward-snowden-nsa-whistleblower-surveillance).
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2013 kl. 07:44
Þú veist ekkert um það hvort hann hefur tekið greiðslu fyrir upplýsingarnar frekar en einhvejir aðrir sem fjalla um þetta mál.
Þetta sem þú ert að nota sem heimildir er það sem Snowden hefur sagt, en einhverra hluta vegna þá er ég frekar á því að Snowden hafi þegið einhverja fyrirgreiðslu fyrir upplýsingar sem hann hefur gefið öðrum þjóðum.
Eins og ég sagði áður; ef hann verður fundinn sekur um njósnir þá er hann glæpamaður, en ef hann er fundinn saklaus um njósnir, þá verður hann hetja.
En auðvitað á Ísland ekki að blanda sér í þetta mál.
Kveðja frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.
Jóhann Kristinsson, 15.7.2013 kl. 08:26
Óðinn - hvers vegna leggur þú svona mikla áherslu á að Snowden hverfi aftur til USA þar sem bálkösturinn bíður hans?Telur þú virkilega að hagsmunum hans sé þannig best borgið?
Ég minni á að Bobby Fischer var eftirlýstur af USA fyrir brot á viðskiptabanni sem og skattalögum. Hann var vegabréfalaus, en við tókum samt við þessum manni, sem margir segja að hafi verið gallagripur.
Ekki minnist ég þess að nokkur maður hafi talið þann kost góðan fyrir Fischer að hverfa aftur til USA til að verja hendur sínar.
Jón Kristján Þorvarðarson, 15.7.2013 kl. 10:09
Sæll aftur Jóhann
Það er ekkert sem bendir til þess að hann Snowden sé að auglýsa og reyna selja einhver mikilvæg gögn, þú hérna Jóhann, og það er óþarfi að reyna klína einhverju svona á hann Snowden.
En ég skil það mjög vel þegar menn vilja endilega verja Bandaríkin sama hvað, og þegar að verið er að reyna nota þessa aðferð, eða “attack the messenger and not the message “.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2013 kl. 11:06
Þorsteinn þetta hefur ekkert að gera með hvort ég er að verja USA eða ekki. Málið er mjög einfallt; er Snowden njósnari eða ekki.
Ef hann er ekki njósnari, þá er hann hetja, ef hann er njósnari þá er hann glæpamaður. Svo einfallt er þetta.
Kveðja frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.
Jóhann Kristinsson, 15.7.2013 kl. 11:11
Jóhann
Það víst verið að reyna verja Bandaríkin vegna samskipa okkar við Bandaríkin, svo og eru menn að réttlæta allt undir sólinni gegn honum Snowden sjálfum uppljóstraranum. Mannréttindi þurfa núna að víkja vegna samskipta okkar við Bandaríkin, ekki satt?
Menn spyrja ekki og gagnrýna neitt sérstaklega mikið þetta öfluga NSA njósnakerfi yfir síma, farsíma og tölvupóst, NEI þeir gagnrýna Snowden um að hann sé hugsanlega njósnari og hugsanlega að reyna "selja" einhver gögn, en ekki allt þetta öfluga NSA njósnakerfi vegna þá samskipta okkar við Bandaríkin, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2013 kl. 12:21
Þorsteinn
Þú hefur ekki allt rétt í athugasemd 15, af því að gegn Obama og NSA hefur nú þegar verið höfðað mál útaf síma og tölfugagnasöfnun um ríkisborgara USA. Þannig að það er ekki rétt hjá þér að menn spyrja ekki og gagnrýna neitt sérstaklega mikið þetta öfluga NSA njósnakerfi.
Þetta verður útkljáð í hæstarétti USA og þar getur einmit verið skorið út um það hvort Snowden er hetja eða bara njósnari.
Það væri eitthvað skrýtið ef Obama færi að flýja landið af því að ekki er vízt hvernig dómsorðið verður í hæstarétti USA.
Ef Snowden væri prinsiple maður og trúir að það sem hann gerði er rétt, þá stæði hann fyrir máli sínu eins og Obama og tæki afleiðingunum hverjar sem þær verða.
En hvernig sem þetta mál veltur áfram þá hefur Ísland ekkert að gera með að sletta sér inn í þetta mál.
Kveðja frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.
Jóhann Kristinsson, 15.7.2013 kl. 12:43
Jóhann
Með fullri virðingu, þá hafa íslendingar og íslensk stjórnvöld lítið sem ekkert verið gagnrýna þessa NSA njósnastarfsemi, og menn gagnrýna hér Snowden hvað eftir annað og reyna brennimerkja hann sem njósnara, en ekki allt þetta NSA njósnakerfi. Hvað varðar þetta mál sem þú talar um núna gegn allri þessari skipulagðri njósnastarfsemi bandarískra stjórnvalda (eða NSA), þá hefur maður ekki trú á að eitthvað verði gert til stöðva svona vel skipulagða njósnastarfsemi í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael. Ef við gefum okkur það að Snowden verður ekki sendur eða framseldur til Bandaríkjanna og fái að opinbera eitthvað meira, þá á maður ekki von á öðru en honum takist að sanna allt þetta mál betur.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2013 kl. 13:49
Þorsteinn.
Það sem um er að ræða er brot á stjórnarskrá USA, og ef það hefur gerst þá verður þessi sima og tölfugagnasöfn stopuð og Obama hefur brotið lög, sem gæti verið vandamál fyrir hann.
Hvað umræðan er á Íslandi er svo allt annað mál og hefur lítið með það að gera hvað gerist í þessu Snowden máli.
Eins og ég held áfram að segja; Ísland á ekki að bland sér í þetta mál.
Kveðja frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.
Jóhann Kristinsson, 15.7.2013 kl. 14:49
Þorsteinn - til að svara þinni spurningu hvot ég sé eitthvað á móti uppljóstrurum ?
Málefni þessa einstaklings er í raun mjög einfalt - styður þú eða styður þú ekki að einsaklingar gefi trúaðarupplýsingar sem viðkomandi er falið hugsanlega til andstæðinga þín lands ?
Ég er ekki stuðningsmaður slíks fólks.
Þetta snýst um öryggi Bandaríkjanna og leyniþjónustur þess lands verða alltaf að vera á tánum gagnvart ögn öfgmanna við landið - 9/11 2001.
Óðinn Þórisson, 15.7.2013 kl. 19:36
Elle - rétt hann skaðaði sitt föðurland og getur því varla talist hetja.
Óðinn Þórisson, 15.7.2013 kl. 19:37
Jóhann - "En þetta með Snowden þá vitum við ekki hvað og hversu alvarlegar upplýsingar Snowden hefur selt andstæðingum USA "
Þær upplýsingar sem hann hefur hugsanlega látið/selt andstæðingum Bandaríkjanna gætu verið notaðar gegn þeim hvenær sem er - það er engin leið að réttlæta gjörðir þessa manns og hugsanlega að stofna lífi x Bandaríkjamanna í stórhættu.
Óðinn Þórisson, 15.7.2013 kl. 19:46
Jón Kristján - ég er nú meira að velta fyrir mér hagsmunum allra Bandaríkjamanna sem gætu verið í stórhættu vegna þessa manns.
Ef hann fer ekki heim sannar það að hann hefur eitthvað óhreint í pokahorninu - það er bara þannig.
Ekki virðist Pútín vilja hann.
Óðinn Þórisson, 15.7.2013 kl. 19:50
Sæll Óðinn
Ég er ósammála þér Óðinn, þó að þetta séu að nafni til hérna trúnaðarupplýsingar, þá snýst þetta um vel skipulagt og ólöglegt njónakerfi á símtölum og tölvupósti bæði innan Bandaríkjanna og annarra landa utan Bandaríkjanna. Það að reyna réttlæta allt til þess þóknast Bandaríkjunum og þessum New World Order draumi finnst manni bara heimska og tóm vitleysa.
Það er bara tóm ósannindi og áróður, að segja að svona ólögleg njósnastarfemi á símtölum og tölvupósti almenningis svo og hjá saklausum borgurum um allan heim snúist um öryggi Bandaríkjanna.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2013 kl. 21:40
Jóhann, enginn var nú að gera neitt stórmál úr hvað Bandaríkin væru kölluð, eða hvað?? Maður benti á að orðið 'norður' væri ekki inni í nafninu. Perónulega finnst mér nafnið Bandaríkin passa vel fyrir sameinuðu ríkin.
Elle_, 15.7.2013 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.