15.8.2013 | 17:26
Skattur af Rúv lagður af og Rúv selt
Það er einfaldlega kominn tími að rekstur Rúv verði tekinn til gagngerrar endurskoðunar. Vart er hægt að réttlæta rúmlega 400 manna ríkisstofnun að þessu tagi sem er í samkeppnisrekstri.
Gagnrýnin á Vigdísi er fyrir neðan allar hellur á ekki rétt á sér - hún var bara að tjá sína skoðun og það að hún eigi að segja af sér formaður fjárlaganefndar eða í segja sér úr hagræðingahóp er fullkomlega fáránlegt og kemur ekki til greyna.
Það þarf ekkert að ræða þá vinstri slagsíðu sem er á fréttastofu Rúv - og nú er kominn tími til að selja Rúv - ef enginn vill kaupa leggja það niður.
Gagnrýnin á Vigdísi er fyrir neðan allar hellur á ekki rétt á sér - hún var bara að tjá sína skoðun og það að hún eigi að segja af sér formaður fjárlaganefndar eða í segja sér úr hagræðingahóp er fullkomlega fáránlegt og kemur ekki til greyna.
Það þarf ekkert að ræða þá vinstri slagsíðu sem er á fréttastofu Rúv - og nú er kominn tími til að selja Rúv - ef enginn vill kaupa leggja það niður.
Segir fréttamann RÚV hóta sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér hafa tveir kommenterað við frétt, þeir Heimir og Óðinn. Má ekki á milli sjá hvor skorar hærra í hálfvitahætti.
Meira svona og þið reitið fylgið hraðar af stjórninni en Vigdís nær sjálf að gera.
hilmar jónsson, 15.8.2013 kl. 17:39
Sem sagt að er þá allt í lagi fyriri Alþingismenn svona almennt í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum að benda á að ef þeir eru ekki ánægðir með ummæli eða gjörðir persónulega að benda á að þeir séu nú í t.d. hagræðingarhóp og það því sé þeim í lófalagið að refsa fyrir ummælin gegn sér.
Og getur þú bent mér á eina fréttastofu eða fjölmiðil sem er líklegur til að bjóða okkur upp á fréttir ef RUV yrði lagt neiður sem ekki mótast af eigendum þeirra? Það eru engir hér á landi í dreifðri eign. Mogginn berst um á hæl og hnakka fyrir útgerðamenn fyrir hagmunum eigenda sinna gegn því að þeir borgi fyrir not af auðlindum okkar og gegn því að þeir fái aukna samkeppni hér í verslun og viðskiptum með afléttingu tolla. Fréttablaðið, Stöð 2 og fleiri eru sökuð um að ganga erinda eigenda sinna. Eyjan er um margt farin að ganga erinda Framsóknar t.d. í mörgum hliðarsíðum sínum.
Almennir bloggarar byggja oft blogg sín á sínum skoðunum en ekki staðreyndum og því ljóst að við það að RUV færi af markaðnum þá væri engin fréttastofa sem ekki væri að einhverjuleiti tengd eigendum sínum. Þá kæmi upp staða þar sem að þeir sem eiga fjölmiðla geta hreinlega búið til fréttir, mótað þær og haldið að fólki sem engin væri í færum að gera athugasemdir við þó þær væru kannski algjörlega rangar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.8.2013 kl. 17:48
Það sést vel á því hverjir verja RUV hver pólitíska slagsíðan er á því apparati.
Hreinn Sigurðsson, 15.8.2013 kl. 17:50
Þessi fréttamaður hjá RÚV var mjög líklega að falsa ummæli van Rompuys. Ef ekki, þá kann hann ekki ensku, þekkir ekki muninn á "accession" og "application", og á þessi fréttamaður þá alls ekki að vinna við erlendar fréttir. En það kemur ekki á óvart. Starfsmenn útvarps og sjónvarps eru þeir hluti þjóðarinnar, sem ekki kunna að bera fram ensku.
Ég er sammála Óðni, að ríkisrekið útvarp/sjónvarp sé algjör tímaskekkja, óháð pólítískum áróðri. Það er líka blóðugt að þurfa að greiða 18 þúsund á ári fyrir sjónvarpsstöð sem er svo léleg, að maður vill ekki lengur horfa á neitt sem þeir senda út. Um að gera að selja þetta batterí einkaaðilum. Þá er ég ekki að segja að Stöð 2 sé neitt betra en RÚV, en í öllu falli keyrir forstjórinn þar ekki um á 6 milljóna kr. ofurjeppa sem skattgreiðendur hafa borgað fyrir.
Austmann,félagasamtök, 15.8.2013 kl. 17:53
Hilmar - ég hefði fyrst áhyggjur ef við yrðum sammála.
Þakka " hlí " orð í minn garð.
Óðinn Þórisson, 15.8.2013 kl. 17:53
Magnús Helgi - rúv er eign okkar skattgreiðenda - því verður að breyta. Hversvegna er það ekki í lagi fyrir Vigdísi að benda á það augljósa að hún sé í þessum hagræðingahóp og allt sé undir - ekkert.
Það er ekkert sem myndi breytas ef fréttastofa Rúv yrði lög niður og ég treysti frjálsum fjölmiðlum fullikomlega til að sinna almennri fréttamennsku - þessi útgerðarumræða um Morgunblaðið stenst enga skoðun - Morgunblaðið er áskrifarblað.
Svo ættir þú kannsi sem flokksmaður í þessum " velferðarflokki " Samfylikingunni að hugsa aðeins um LSH.
Óðinn Þórisson, 15.8.2013 kl. 18:00
Hreinn - nákæmlega.
Óðinn Þórisson, 15.8.2013 kl. 18:00
Austmann félagasamtök - þetta mál er mjög alvarlegt fyrir Rúv og hefur klárlega spillt fyrir um trúverðugleika stofnunarinnar.
"að ríkisrekið útvarp/sjónvarp sé algjör tímaskekkja"
Þetta er nákvæmlega málið.
Frjálsir fjölmiðlar sitja ekki við sama borð og Rúv - ég gæti a.m.k hugsað mér að nota þessa peninga sem ég er skyldugur ti að borga Rúv í eitthvað annnað.
Óðinn Þórisson, 15.8.2013 kl. 18:06
Nú má ekki ofgera né þá heldur úlfalda úr mýflugu.
RÚV er einatt í dreifingu efnis. Verst er að megnið af þ´vi sl áratug eða svo hefur verið "þingsskítur með blómailmi" enda RÚV lítið annað gert enn hinir stjórnmálaflokkarnir (skrifast ríkisstofnanir og flokkar) en að haga seglum eftir vindi og sleikja rassinn á þeim sem næst situr.
Óskar Guðmundsson, 15.8.2013 kl. 18:22
Óðinn, það vita nú að ég held flest allir að mogginn er áskriftarblað, rekið af sjálfstæðisflokks-útgerðarmönnum,og sennilegast flest allir áskrifendur sjálfstæðismenn.
Austmann, hvað heldurðu að þú þyrftir að borga í áskrift á ári, ef þú ætlaðir þér að vera áskrifandi af einkastöð? Er ekki áskriftargjald af skjá1 um 4000kr á mánuði og eru ekki með fréttatíma,og stöð2 er ekki áskrift þar í kringum 6000kr, og sú stöð síst skárri en rúv að mínu mati.
Hjörtur Herbertsson, 15.8.2013 kl. 20:13
Af hverju er Ríkisútvarpið sjónvarp að reka dægurlagaútvarp? Fellur það undir lögboðið hlutverk stofnunarinnar? Hvað myndi sparast með því að losa skattgreiðendur við þann part?
Sindri Karl Sigurðsson, 15.8.2013 kl. 20:42
Hjörtur, þú hefur alveg misst af merkingu þess sem ég skrifaði. Í dag er ég neyddur (og allir aðrir yfir 16 ára aldri að greiða 18.000 á ári fyrir stöð, hvort sem maður horfir á hana eða ekki. Enginn sem vill ekki horfa á Stöð 2 eða Skjá 1 er í þvingaðri áskrift, þeir gerast einfaldlega ekki áskrifendur að neinu sem þeir vilja ekki nota. Geturðu séð muninn?
Og í guðanna bænum ekki fara að líkja nefskatti til RÚV saman við skattgreiðslur sem renna til heilbrigðis- og menntamála og almannatrygginga, sem eru auðvitað sjálfsagt mál.
Austmann,félagasamtök, 15.8.2013 kl. 20:42
Reyndar sammála Sindra hér að ofan. Rás 2 er litlu að bæta við flóruna.
Nær væri að standa betur við vakið á RÚV og Rás 1.
hilmar jónsson, 15.8.2013 kl. 21:08
"Við bakið" átti það að vera.
hilmar jónsson, 15.8.2013 kl. 21:15
Ég vil benda Sindra á, að útgjöld til útvarps er aðeins brot af því sem fer til sjónvarpsútsendinga.
Austmann,félagasamtök, 15.8.2013 kl. 22:04
Óskar G - Spegilinn er gott dæmi um á hvaða rangri braut rúv hefur verið.
Dagskrá rúv er einfaldlega að mínu mati það léleg að ég vill ekki borga fyrir hana.
Óðinn Þórisson, 15.8.2013 kl. 22:09
Sindri - rás 2 er hluti af fortíðinni og á engan rétt á sér í ríkisrekstri.
Óðinn Þórisson, 15.8.2013 kl. 22:10
Austamann félagasamtök - sú umræða sem nú fer fram um rúv og skilda fólk til að borga rúv er löngu tímabær. Ég er fullkomlega sammála þér að það er ekki rétt að láta fólk borga fyrir rúv hvort sem það horfir á það eða ekki.
Óðinn Þórisson, 15.8.2013 kl. 22:14
...kemur ekki til greina...er með einföldu i, ekki y. Að segja sig úr hagræðingahópi, hefði líka farið betur.
Í rauninni er ekkert meira að segja um þessa endileysu.
Jón Kristján Þorvarðarson, 16.8.2013 kl. 01:15
Jón Kristján - hvort það sé y eða i er fullkomið aukaatrið. Ekki verðru hægt að saka þig um málefnalegt innlegg.
Óðinn Þórisson, 16.8.2013 kl. 08:10
Þar skjátlast þér hrapalega, íslenskt mál er aldrei aukaatriði. Um það ríkir þjóðarsátt og gott ef ekki líka pólitísk sátt! Manstu ekki eftir þegar RUV var með þætti um íslenskt mál? Þeir þættir voru mjög áhugaverðir og fræðandi.
Jón Kristján Þorvarðarson, 16.8.2013 kl. 10:47
Það er alveg klárt Austmann, að sjónvarpsefni er alltaf dýrara en talað mál í útvarpi.
Bendi nú samt á að Ríksisjónvarpið er að hefja útsendingar á sérstakri íþróttarás. Þeir þola illa að geta ekki keypt útsendingarétt á enska boltanum og ætla sér stærri hluti í þessu efni. Allt að sjálfsögðu á kostnað skattborgara.
Já Rás 2 er barn síns tíma og ætti að leggja niður.
Sindri Karl Sigurðsson, 16.8.2013 kl. 12:07
Jón Kristján - þeir voru svo áhugaverðir að hætt var með þá og mikið gert grín af þeim.
Væri of mikils að ætla af þér að hafa skoðun á málinu ?
Óðinn Þórisson, 16.8.2013 kl. 13:31
Jón Kristján,
Af því að ég hef dvalið erlendis í rúm 42 ár þá kanski getur þú frætt mig á hvort er réttara;
Í rauninni er ekkert meira að segja um þessa endileysu.
eða
Í rauninni er ekkert meira að segja um þessa endaleysu.
Hef yfirleitt séð skrifað endaleysu, en þú skrifar endileysu.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 16.8.2013 kl. 19:19
Jóhann - Hvorutveggja er hárrétt. En sennilega er "endaleysa" algengara orðaval. En það auðgar málið að bregða út af vananum.
Jón Kristján Þorvarðarson, 16.8.2013 kl. 23:47
Jón Kristján - það verður a.m.k ekki hægt að saka þig um málefnlegt innlegg í þessa umræðu.
Óðinn Þórisson, 17.8.2013 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.