Gísli Marteinn verði EKKI á lista Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisfólk getur haft veruleg áhirf á að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni með því að hafna með afgerandi hætti Gísla Marteini Baldurssyni.

Þeir sem hafa EKKI skylning á öryggishlutverki flugvallarins og hans sem samgöngumáta hafa ekkert að gera í borgarstjórn a.m.k ekki fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

Það er ekki stefna Sjálfstæisflokksins að skerða öryggi fólks.
mbl.is Yfir 18 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ávallt upplifað flokkinn sem hús með margar vistarverur.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 12:42

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

H.T Bjarnason:

Lestu þetta:

Jón Óðinn Waage.


"Þann 22. febrúar 1997 fæddist næstelsti sonur minn. Þegar hann var nokkurra klukkustunda gamall kom í ljós að hann var alvarlega veikur. Hann hafði fæðst með hjartagalla sem var þannig að slagæðarnar til hjartans snéru öfugt, hjartað dældi því súrefnislausu blóði út í líkamann. Ástæðan fyrir því að hann var ekki dáinn var sú að fósturæðin var enn opin, en hún hleypir blóðinu fram hjá lungunum m...eðan að börnin eru í móðurkviði. Þessi æð lokast hinsvegar á fyrstu klukkustundunum eftir að barnið fæðist. Og æðin var að lokast svo þetta var mínútuspursmál. Flogið var með hann suður í sjúkraflugi með hraði, þegar að hann kom í anddyrið á Landsspítalanum lokaðist æðin. Óhemju snjall læknir og aðstoðarfólk hans gerði aðgerð á syni mínum í anddyri sjúkrahússins, það var enginn tími til að koma barninu inn á skurðstofu. Slanga var þrædd í gegnum naflastrenginn inn í hjartað og gat gert á milli hjartahólfanna þannig að súrefnisríkt blóð blandaðist við súrefnislaust blóð. Þetta var algjör neyðaraðgerð til að bjarga lífi hans. Tveimur dögum seinna var flogið með son minn til London þar sem að hann gekkst undir flókna hjartaaðgerð sem að tókst vel og allt endaði vel. Nú hefur borgarstjórn Reykjavíkur ákveðið að flugvöllurinn eigi að fara úr borginni. Þetta fólk ætti að standa fyrir framan son minn og segja honum að börn sem að lenda i sömu stöðu og hann munu eftirleiðis deyja vegna þess að ekki mun vera tími til að koma þeim undir læknishendur. Og þið sem að styðjið þessa ákvörðun, þið getið sleppt því að koma með hugmyndina um þyrlurnar, sú hugmynd gengur ekki upp."

Flugvöllurinn er líflína og GBB vill taka hana í burtu.

Óðinn Þórisson, 19.8.2013 kl. 17:26

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Vonandi skrifa sem flestir nöfn sín á listann. Gott innlegg í umræðuna hjá þér Óðinn.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.8.2013 kl. 17:38

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigmar - takk fyrir innlitið og ég vona að sem flestir skrifi undir enda er þetta stærsta málið fyrir borgarstjórnarkosningar vorið 2014.

Óðinn Þórisson, 19.8.2013 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband