Vinstri - slagsíða á Rúv og nú þarf að selja það

Auðvitað hafa vinstri - menn reynt að slá skjaldborg um Rúv og tilverurétt þess. Hér kristallast í raun sú vinstri - slagsíða sem er á Rúv og nauðsyn þess að breyta rekstarformi þess.

Og hvað er það því að selja Rúv - halda menn virklega að það breyti einhverju rosalegu í okkar samfélagi - kannski það sem kæmu út úr sölu á Rúv væri einfaldlega vandaðri fréttamennska.
mbl.is Þykir svarleysið ekki fréttnæmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er nú spurning hvaða mál Guðlaugur átti við.  Þetta ESB mál er mjög stórt mál en ef Guðlaugur hefur ekki fengið svar við spurningum um geymslu á gúrkum eða eitthvað álíka þá er það að sjálfsögðu ekki fréttnæmt.

Að öðru leiti linnir ekki árásum hægra öfgaliðs á Rúv, - Rúv skal undir Hádegismóra hvað sem það kostar.  Þið viljið svona álíka hlutlausan fréttaflutning og í Mogganum!  Get sagt ykkur það að það verður aldrei, fyrr frýs í helvíti en að þjóðin láti glæpahyski komast yfir eina hlutlausa fjölmiðilinn í landinu.

Óskar, 21.8.2013 kl. 19:57

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég held að Guðlaugur egi hér við feluleik Jóhönnu með kostnað/framlög Ríkisendurskoðunnar og "kaup" hennar á [óskuðum]niðurstöðum rannsókna HÍ fyrir téða stofnun.

Endanlega kom í ljós að Jóhanna hafði leynt kosnatðinum.

Óskar Guðmundsson, 21.8.2013 kl. 21:32

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - þar sem Óskar G. svarar  fyrri hluta þinnar ath.semdar þá sé ég ekki ástæðu til að bæta nokkru þar við enda sammála honum.

Ef umræða um að selja rúv er öfga hægri þá er ég sekur - ég hef ekki áhuga að borga 18 þús skylduskatt til rúv.

Vill að frjálsir fjölmiðlar sitji við sama borð og Rúv - ef enginn vill kaupa á rúv þarf ekki að ræða málið frekar - lokað þessu fyrirbæri.

Hvaða " glæpahyski " ert þú að tala um ? útskýra Takk.

Þér er frjálst að hafa þá skoðun að rúv sé hlutlaus fjölmiðill - ég er þér einfaldlega ósmmála.

Óðinn Þórisson, 21.8.2013 kl. 21:50

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Hægri öfgalið"  segir Óskar. Ef vinstri menn eru ekki sammála, þá eru það hægri öfgar.

Það þarf ekki að bæta "öfga" framan við suma "vinstri menn" til að þeir séu aðhlátursefni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2013 kl. 21:52

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - " allt upp á borðiði " var eitt af boðorðum Jóhönnustjórnarinnar - þvílíkt öfugmæli.

Óðinn Þórisson, 21.8.2013 kl. 21:53

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunnar Th. - sósíalistar þola ekki fólk sem hefur aðrar skoðanir en þeir og þeir lifa í þeirri veruleikafyrringu að þeirra skoðanir séu þær einu réttu.

Mér fannst kosningaúrslitin fyrir vinstri menn sprenghlægileg

Óðinn Þórisson, 21.8.2013 kl. 22:02

7 Smámynd: Óskar

Óðinn þú gerir ekki greinarmun á litlu og stóru máli.  ESB er allt mjög stórt mál og það er vissulega fréttaefnin hvernig núverandi stjórnvöld eru gjörsamlega að klúðra því máli frá A-Ö, nú síðast urðu Íslendingar af milljarðastyrkjum vegna klúðurs stjórnvalda.

Gunnar leigubílsstjóri á Reyðarfirði, gott að þú hafir eitthvað að gera á milli túra og getir bullað á blogginu.  Held við ættum í alvöru ekkert að tala mikið um aðhlátursefni Gunnar:)..svona miðað við það sem maður sér til þín á blogginu.

Óðinn aftur, varðandi kosningaúrslitin þá held ég að sjallar ættu nú ekki að rifja það mikið upp enda næstverstu úrslit í sögu flokksins og þó hafði hann  haft 4 ára frítt spil í stjórnarandstöðu!  Framsókn náði að ljúga til sín fylgi fólks með undir IQ80 og við því er voðalega lítið að segja í sjálfu sér, þetta fólk mætir væntanlega kolbrjálað niðrá Austurvöll í  haust þegar ljóst verður endanlega að hvert einasta kosningaloforð stjórnarinnar verður svikið.

Óskar, 22.8.2013 kl. 00:04

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - hafðu í huga að fyrrv. ríkisstjórn setti aðildarviðæður íslands við esb á ís.
Báðir núverandi stjórnarflokkar sögðu fyrir kosningar að þeir vildu gera alvöru hlé á aðildarviðræðunum og það hefur nú verið gert.
Skýrsla verður svo lögð fram í haust, hún rædd á alþingi og sjáum hvað kemur út úr því.
Þú mannst hvernig fyrrv. formaður utanríkismálanefndar kom ipa - málinu út úr nefnd.
Hafðu líka í huga að þegar sf - var búin að vera með esb - málið í 4 ár var ekkert búið að gerast loka 11 köflum og um hvað var samið ekki neitt.
Þannig að esb - klúðrið skirfast alfarið á sf.

Varðandi x-d þá fékk hann flest atkvæði bætti við sig 3 fór úr 16 - 19 meðan sf tapaði 16 % og 11 af 20 þingsætum og vg tapaði helming þingsæta sinna - afhroð.

Það tekur tíma að kom þessu öllu af stað aftur eftir 4 ára kyrrstöðu og skattastefnu vinstri - stjórnarinnar - fjárlagafrumvarpið verður lagt fram 1 okt

Óðinn Þórisson, 22.8.2013 kl. 07:19

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Guðlaugur Þór á vægast sagt skrautlegan feril sem þingmaður. Fáum hefur tekist að næla sér í eins háa styrki úr fyrirtækjum í kosningasjóðinn sem engum heiðarlegum þingmanni hefði nokkurn tímann látið sér detta í hug. Hann slær og slær meira um sig þessi kappi sjálfsgræðslunnar.

Lítið mark má því taka á þingmanni þessum.

Guðjón Sigþór Jensson, 22.8.2013 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband