22.8.2013 | 13:01
Gunnar Bragi segir NEI
Utanríkisráðherra Framsóknarflokksins hefur nú gert það öllum ljóst að Framsóknarflokkurinn mun ekki samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðræðna íslands við ESB.
Framsóknarfokkurinn virðist ætla að elta Samfylkinguna í því að vera á NEI - takkanum um að þjóðin komi að málinu.
Þingsályktun um ESB ekki bindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 888614
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki það einfaldasta sem hægt er að lesa; aðildarferlinu verður hætt, og aðildarviðræður byrja ekki aftur nema að meirihluti í þjóðaratkvæði séu því samþykk.
Ég sá aldrei neitt annað í landsfundayfirlýsingu hjá báðum flokkum og var endurtekið í stjórnarsáttmálanum. Skil ekki hvað fólk er að vesanast fram og til baka með þetta.
Hefði ég viljað þjóðaratkvæði, auðvitað, en ekki að spurja hvort Ísland eigi að halda áfram viðræðum heldur á Ísland að ganga í ESB samsteipuna JÁ eða NEI.
En þetta var aldrei í spilunum hjá stjórnarflokkunum að fara í þjóðaratkvæði um ESB, heldur hætta ferlinu og ef af einhverjum ástæðum ferlið yrði tekið upp aftur, þá yrði það ekki gert nema með vilja þjóðarinnar eftir þjóðaratkvæði.
Svo einfallt er þetta.
Kveðja fra Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 15:43
Jóhann - ég hef aldrei verið sérsakur stuðningsmaður aðildar og er félagi í Heimssýn.
Samfylkingin ber mesta ábyrð á þvi að reyna að blekkja þjóðina að það væri einhver samningur í boði og lofaði fyrir kosnngar 2009 að þjóðin fengi að kjósa um aðildarsaming á kjörtímabilinu - það loforð efndi flokkurinn ekki.
Mistökin voru gerð af Samfylkingunni 2009 að fá ekki umboð frá þjóðinni að fara í þessar viðræður en þar sýndi flokkurinn hve ólýðræðislegur hann er.
Bjarni sagið það skýrt að hann teldi að það ætti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald esb - aðildarviðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils.
Nú er þetta samsteypustjórn, hvorugur flokkurinn hefur það á stefnusrká sinni að íslands verði aðili að esb, enginn pólitískur vilji og því erfitt að sjá hvernig ESB - NEI flokkar ættu að leiða til likta saminga við Eeb.
En ég ítreka eins og komið hefur fram hjá mér á þessu bloggi að ég vil að þjóðin verði spurð samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum hvort hún vilji halda þessu ferli áfram.
Óðinn Þórisson, 22.8.2013 kl. 16:26
Jóhann en heldurðu virkilega að það eigi að spyrja "á Ísland að ganga í ESB JÁ eða NEI"....það er einfaldlega ekki hægt að spyrja svona þegar engin samningur liggur fyrir...á að spyrja óupplýstan lýðinn um eitthvað sem hann veit ekki í hvað felst ESB aðild!
Auðvitað hefði það hefði verið skynsamlegra að þjóðin hefði verið spurð í upphafi en það þýðir ekkert lengur að dveljast endalaust við það....þetta mál er núna komið á byrjunarreit og það verður að klára.
Friðrik Friðriksson, 22.8.2013 kl. 16:38
Ekki veit ég hvað Bjarni hefur sagt á fundum og þá sérstaklega fundum fyrir kosningar. En orðalagið sem kom frá Landsþingi (S) er ósköp einfallt.
Ef Bjarni vildi þjóðaratkvæði um ESB ferilinn þá átti hann auðvitað að koma því í stjórnarsáttmálan en hann gerði það ekki, enda hefur Bjarni sýnt það að hann er enginn stjórnmálaskörungur og ekki er Hanna Birna það heldur. Það sáum við í IceSave ferlinum.
Ekki mikið um sterk foringjavöl hjá (D) í dag, kanski að það ætti að endurvekja DO?
Af hverju spurja hvort að það á að halda ferlinu áfram?
Af hverju ekki að spurja vilja landsmenn vera meðlimur í ESB samsteypuni? Ef að svarið er NEI af hveju að eyða peningum í eitthvað aðlögunarferli sem íslendingar vilja ekkert með hafa?
Það er nú svo að (F) og (D) fengu umboð landsmanna í kosningunum í apríl til að hætta ESB ferlinu og það yrði ekki tekið upp aftur nema að spurja þjóðina í þjóðaratkvæði. Þess vegna væri það óþarfa peningaútlát að kjósa um þetta aftur næsta vor, peningar sem í raun og veru eru ekki til.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 16:47
Friðrik - það yrði mjög erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ganga til alþingskosninga eftir 4 ár ef flokkurinn stendur ekki við loforð sitt um þjóðaratkvæðagreislu um framhald esb - málins - við sáum hvað kom fyrir Samfylkinguna.
Þjóðin verður að fá að útkljá þetta mál í eitt skiptið fyrir öll - stjórnmálamenn geta ekki lengur komið í veg fyrir það.
Óðinn Þórisson, 22.8.2013 kl. 16:48
Óðinn en er það ekki það sama um Framsóknarflokkinn? en eru menn þar á bæ alveg sama um framgöngu Gunnars Braga í þessu en hann hjólar í þetta af þvílíkri hörku eins og engin sé morgundagurinn...Er þetta ekki mál Alþingis að hafa lokaorðið í þessu?
Þetta er komið út í skrípaleik sem engin sér endan á.
Friðrik Friðriksson, 22.8.2013 kl. 17:07
Friðrik staðreindin er nú bara sú að það er enginn samningur "pakki" það er bara regluverk sem ESB er búið að hnoða saman í gegnum árin og spurningin er hversu fljótt getur Ísland gengið að ESB regluverkinu.
Það verða mismunandi tímasetningar eins og t.d. sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn, en endalokin verða þau sömu, Ísland verður að ganga að ESB regluverkinu eins og það er skrifað.
Það eru engin svik þó svo að það verði ekki neitt þjóðaratkvæði, af því að yfirlýsing frá Landsfundi (S) í vetur var að það yrði hætt að halda áfram ESB ferlinu og það hafa þeir gert.
Ef það á að fara út í aðlögunarferli við ESB samsteipuna, þá verður þjóðin spurð áður en út í það er farið, í það minsta meðan (F) og (D) eru með völdin.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 17:20
Ok og þannig að ef íslenska þjóðin hafnar ESB í kosningum að þá er hún samt orðin ESB þjóð....yrði það ekki alveg einstakt í veröldinni.
Friðrik Friðriksson, 22.8.2013 kl. 17:31
Skil ekki alveg hvað þú ert að segja í athugasemd #8 Friðrik?
Það væri skrítið ef að þjóðin hafnaði ESB samsteipuni í þjóðaratkvæði að samt sem áður yrði þjóðin í ÉSB, ekki býst ég nú við því.
Og ESB hefur sagt að þeir vilja ekki þjóð inn í sambandið nema að meirihluti í þjóðaratkvæði vilji það.
En ef farið er út í möguleika á að Ísland færi ínn í ESB samsteipuna, þá tæknilega séð að þá gæti það gerst að Ísland færi inn í ESB samsteipuna þó svo að meirihluti í þjóðaratkvæði væri á móti því.
Þess vegna skipti það miklu máli hver er Forseti Íslands, því að hann/hún getur sett slík lög í bindandi þjóðaratkvæði með því að neita að skrifa undir slík lög.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 18:35
Friðrik - Gunnar Bragi má eiga það hann hefur komið mjög hreint fram í þessu máli frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra.
Ég er sammála BB sem sagði og talað var um í stjórnarsáttmála, hlé og leggja fram skýrslu í haust - taka umræðuna á alþingi.
Þá ef menn vilja leggja fram nýja tillögu um að formlega að slíta viðræðunum að gera það. Við erum með fulltrúalýðræði og nýtt þing getur vissulega tekið þá ákvörðun.
Óðinn Þórisson, 22.8.2013 kl. 20:26
Jóhann - " sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn, en endalokin verða þau sömu, Ísland verður að ganga að ESB regluverkinu eins og það er skrifað "
Rétt ísland er að sækja um aðild að esb - hér er ekki um samingaviðræður að ræða - þetta eru aðilarviðræður - lög og reglur ESB.
Óðinn Þórisson, 22.8.2013 kl. 20:30
Þetta hér fyrir neðan er copy paste úr yfirlýsingum sem voru samæykktar á Landsfundi (S) í vetur.
Skoðið aðra málsgrein sérstaklega og þá sjáið þið hverslags vitleysu Bjarni er að fara með, nema eins og hann hefur gert svo oft áður að fara ekkert eftir yfirlýsingum Landfundar (S) eins og hann gerði t.d. í IceSave ferlinum.
Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.
Þrátt fyrir ágalla Schengen-samstarfsins eru kostir þess fleiri og því ber að halda samstarfinu áfram til að treysta öryggi innan svæðisins og vinna að auknu tilliti til sérstöðu Íslands sem eyríkis. Landsfundur áréttar að mikilvægt sé að spyrna fótum við íþyngjandi regluverki innan EES.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 20:35
Það átti nú að vera Landsfundi (D) og Landsfundar (D) en ekki (S).
Afsakið mistökin.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 20:50
Gott hjá Gunnari Braga. Hann er ekki að feta í fótspor Samfylkingar, Óðinn. Hann er að gera það rökrétta með að stoppa þetta sem Jóhanna og co. hófu án þess að spyrja þjóðina. Það á að stoppa það óleyfisferli en ekki halda áfram með vitleysu þeirra. Vilji fólk kjósa, verður að gera það á öðrum og heiðarlegum forsendum.
Elle_, 23.8.2013 kl. 00:28
Og svo snýst þetta ekki um loforð einstakra manna í Sjálfstæðisflokki. Núverandi ríkisstjórnarflokkar voru báðir með það í stefnu sinni að hætta þessu, stoppa NEMA að undangengnu þjóðaratkvæði. NEMA þýðir alls ekki loforð um þjóðaratkvæði.
Elle_, 23.8.2013 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.