4.9.2013 | 06:50
Lista og menningarstyrkir út
Ég skora á ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að forgangraða í fjárlagafrumvarpinu í þágu LSH, lögreglunnar og menntunnar.
Taki út allt sem heiti styrkir til lista og menninga - listamenn verða bara að standa undir sinni list sjálfir eða fá sér vinnu - svo einfalt er það.
Og að sjálfstögðu að selja rúv og ef enginn vill kaupa loka stofuninni.
Taki út allt sem heiti styrkir til lista og menninga - listamenn verða bara að standa undir sinni list sjálfir eða fá sér vinnu - svo einfalt er það.
Og að sjálfstögðu að selja rúv og ef enginn vill kaupa loka stofuninni.
Möguleikar til hagræðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið Sjálfstæðismenn viljið skera námsmenn, menningu, listir, fátæka og fleira í þeim dúr. Þið vonandi kynnið það vel í næstu kosningabaráttu.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.9.2013 kl. 09:32
Það er greinilegt að forustumenn flokksins hafa farið á gott námskeið hjá teboðshreyfingunni. Gott að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að staðsetja sig í öfga hægrinu, það skerpir línur.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.9.2013 kl. 09:35
Það myndi fljótt skila sér í aukinni velferð heiðarlegs fólks og heiðarlega rekinna fyrirtækja, að setja lög um kennitöluflakks-svikin.
Það sem skilar hagnaði fyrir ríkissjóð heiðarlegra landsbúa, skilar siðbót og velferð til samfélagsins í heild sinni.
Siðferðis-stig stjórnsýslunnar=(þeim sem stýra ráðherrunum), er á svipuðum stað og hjá ráðvilltum unglingi á gelgjuskeiði, sem kann ekkert annað en að tilheyra fjöldaklíkum og öfgafullum áróðursöflum. Sálfræðihjálp fyrir þessar villuráfandi klíkur virðast ekki vera í boði. Eða stjórnsýslu-klíkugelgjurnar eru ekki með siðferðis-þroska til að þiggja slíka hjálp, til að sleppa við flokkaklíku-syndrómið.
Undarlegt að rígfullorðnir pólitíkusar skulu ekki skilja þetta, og ganga um eins og bundið sé fyrir bæði augu og önnur skilningarvit þeirra.
Það verður að skera toppinn af gagnslausa smjörfjalli hins opinbera, og bæta því við hjá þeim sem vinna nauðsynlega vinnu á gólfinu. Sama á hvaða sviði það er. "Hagfræðingar" stjórnsýslunnar virðast ekki skilja, að það er t. d. ólíðandi mikið tap fyrir heildar-velferðina, að skera niður kjör heilbrigðisstarfsfólks, sem snýst um heilsu, líf og dauða samborgaranna.
Fólk þarf að gera sér grein fyrir, hvað er raunverulega að gerast fyrir utan Ísland núna. Og víðar en bara í ESB-einangruninni.
Eða er það ekki?
Kannski er ég bara hrokafull, að hafa þessa skoðun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.9.2013 kl. 15:15
Jón Ingi - þetta er spuring um að forgangsraða rétt - ef það verður einhvertíma til óþarfa pengur sem ríkið þarf að losa sig við sem ég reyndar held verði aldrei má stytkja þetta fólk.
Listmenn koma á eftir lsh, lögreglu og menntakerifnu hjá hægri-miðju stjórn
Eins og ég segi listamenn sem geta ekki framfleitt sér af sinni list eiga bara að fá sér vinnu.
Óðinn Þórisson, 4.9.2013 kl. 17:15
Anna Sigríður - það er ýmislegt hægt að skera niður - þetta er bara spurning um forgangsröðum.
700 milljónir til listamanna á ríkisspenanum - út
400 starfsmenn rúv - má fækka um a.m.k helming.
Listahúsið við ÞJóðarbókhlöfðuna - hætta við hana
Náttúruminjasafn Perlu - út algjör sóun
Við þurfum að fara aðra leið en fyrrv. ríkisstjórn gerði - nú er það LSH, lögreglan og menntakerfið
Óðinn Þórisson, 4.9.2013 kl. 17:26
Óðinn. Það eru víða í opinbera íslenska kerfinu óþarfa smjörfjöll, sem skapa einungis útgjöld og skaða. Ofur-eftirlaunasjóðir hátt settra embættismanna eru til skammar. Engin réttarríkis-lög geta réttlæta slíka blóðtöku.
Listamenn sem skila miklu til samfélagsins, má ekki flokka með listamönnum sem engu skila. Ég kann ekki að flokka þá í sundur.
Ég get ekki hugsað mér lífið án lista. En ef list einungis tekur úr sameiginlegum sjóði án þess að skila nokkurri gleði né öðru, og kostar heilsu, heimili og líf sveltandi fólks, þá er það listalauna-verð of dýru verði keypt á kreppu, óvissu og umbrotatímum.
Það sama gildir um allar útgjaldahliðar sameiginlegu sjóðanna.
Náttúruminjasafn í Perluna finnst mér mjög góð hugmynd, en það safn hefur beðið í svo mörg ár, að það getur kannski ekki flokkast með forgangsröðunar-verkefnum, meðan fólk er gert heimilislaust, sveltur og deyr vegna ofneysluþarfa lífeyrissjóða/banka, stjórnarformanna og starfsmanna ASÍ/verkalýðsfélaganna (fyrir utan Vilhjálm Birgisson á Akranesi).
Ástandið í heilbrigðiskerfinu og hjá Tryggingarstofnun, eftir lyfjaþátttöku-breytingarnar er farið að kosta mannslíf og hættuástand samfélagsins, vegna aukins kostnaðar á nauðsynlegum lyfjum, og sjúkdóms-ómeðhöndluðum hættum vegna lyfjaskorts. Ég trúi ekki blindandi á lyf, en veit að sum þeirra eru lífsnauðsynleg fyrir sjúklinga og eðlilega virkni í samfélaginu.
Menntakerfið á einungis að þjóna þörfum og styrkleikum einstaklinganna, ásamt viðunandi stöðu kennara, en ekki að byggjast á óréttlátum kröfum stjórnsýslunnar. Það myndi spara víða í stjórnkerfinu og sálarlífs-heilsu barna, ef uppeldisstofnanir (t.d. grunnskólar) fengju ekki að yfirtaka uppeldi og ábyrgð frá foreldrum, með ofríki og hörku í áratugalangri og þröngsýnni stefnu óábyrgra skólayfirvalda. Námsgagna-sölumennskan á ekki að vera tilgangurinn með skólakerfinu, eins og viðgengst í dag.
Framhaldsskólastigið er mikið frelsi fyrir mörg ungmenni þessa lands nú orðið. Frelsi fyrir þau börn sem koma ósködduð frá opinbera grunnskóla-heraga-rammanum skólayfirvalda-stýrða og ábyrðarlausa. Það er sorglegt en satt, að opinbera skólakerfið hefur svikið stóran hluta grunnskólabarna og kennara, og orsakað gríðarlega mikið heilbrigðisvandamál og mannréttindabrot á þeim sem síst skyldi og eru varnarlausust.
Það siðar/kennir enginn meðfæddan persónuleika úr barnsálum, án alvarlegra afleiðinga fyrir börnin og samfélagið. Staðreyndir eru óumflýjanlegar, sama hvað hver segir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.9.2013 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.