6.9.2013 | 06:59
Sigur Framsóknar felst í skipbroti Sjálfstæðisflokksins
Fór á fund sem Heimdallur var með í Valhöll í gærkvöldi um flugvallarmálið.
Eftir þann fund ef einhverjum var það ekki alveg ljóst þá verði það svo að Gísli Marteinn verði á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þá mun flokkurinn bíða algert skipbrot vorið 2014.
Í því skipbroti hagnast Framsókn mest og mun væntanlega fá atkvæði margra Sjálfstæðismanna sem eru flugvallarvinir.
Yrði rothögg fyrir innanlandsflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stefna Gísla Marteins varðandi flugvöllin er bara mikið betri og það er þannig að mikill meirihluti Reykavíkinga vilja flugvöllin burt.
Svo kjósa Sjálfstæðismenn sinn flokk vegna stefnu hans. Hægri stefnu. Lægri skattar, efling atvinnulífs.
Alvöru sjálfstæðismenn færu aldrei að kjósa XB útaf einu máli. Það er ekki merki um greind.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2013 kl. 08:32
Dýrmætið sem Gnarrhálfvitarnir ætla að skemma er svo langt utan míns skilnings að það hálfa væri nóg. Húsin sem fyrir voru, voru flutt burt til að rýma fyrir besta flugvallarstæði sem til er í umdæmi Reykjavíkur og þar á þessi völlur að vera um aldur og ævi. Það fólk sem hóf þessa baráttu um flugvöllinn burt er aðflutt, í aðfluttum húsum, uppgerðum og fluttum á kostnað borgarinnar. Uppnumið af þykjusu húsaverd. Auðvitað átti þetta ölmusufólk að vita af flugumferð á svæðinu , en ekki bresta í grát þegar ekki var hægt að sólbaða sig berrassaður og berbrjósta vegna ofangláps flugfarþega.
K.H.S., 6.9.2013 kl. 13:16
Verði Gísli Marteinn á einhverjum lista Sjálfstæðisflokksinns, einhversstaðar mun ég bregða venju og kjósa hvað annað sem vill flugvöllinn þar sem hann er. Þetta er skoðun allra þeirra Sjálfstæðismanna er ég umgengst. Gísli Marteinn er laumukrati og þá ber að varast samanber Ellert og Þorgerði.
K.H.S., 6.9.2013 kl. 13:24
Alvöru hægri fólk mundi ekki kjósa neitt nema XD
XB er krata og vinstri flokkur. Hefur enginn heyrt Eygló Harðardóttur tala? Ég sé enga mun á henni og Katrín Jakobsdóttir.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2013 kl. 15:26
Sleggjan og Hvellurinn - ég hlustaði á GMB í gærkvöldi og þar kom fram að hann er nr.1 2 og 3 borgarfulltrúi Reykjavíkur.
Hann minntist m.a ekkert á LSH
Hann virtist ekki gera sér nokkra grein fyrir því að Reykjavík væri höfuborg Ísland og þeim skydum sem fylgdu þvi.
Ef eitthvað eftir að hafa hlustað á hann er ég enn sannfærðari um að það er ekki valkostur að leggja flugvöllinn niður.
Miðað við fundinn í gær þá er GMB ekki í neinum takt við flokksmenn.
Óðinn Þórisson, 6.9.2013 kl. 16:02
K.H.S - 34 % reykvínga kusu flokk sem hafði enga stefnuskrá, vissi ekkert hvað hann var að fara út í með Bjarnferðarson sem borgarstjóra og það hefur komið í ljós að þeir geta ekki einu sinni skipulagt eina götu. Veit þó að þeir líkt og DBE hata einkabílinn sem þeir eiga sameiginlegt með wc.
Það yrði mjög sterkt fyrir flokkinn ef flokksmenn hafna honum í prófkjöri - ef GMB verður á lista hjá x-d í reykjavík mun það kosta mörg atkvæði & hugsanlega borgarfulltrúa
Framsókn ætlar að keyra á þetta og fá fylgi út á Flugvöllinn líkt og Icesave.
Óðinn Þórisson, 6.9.2013 kl. 16:09
Er rvk ekki að sinna sinni skyldu sem höfuðborg?
Viltu tjá þig eitthvað nánar um það?
Eða er þetta bara eitthvað sem þú sagðir bara til að segja eitthvað vegna þess að þú hefr bara ekki neitt við á því sem þú ert að segja?
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2013 kl. 17:49
SlegguHvellur -
Þú/þið veit aldrei við hvern maður er að tala við en nóg um það
Þegar menn eru rökþrota eins og þú/þið ( engin mynd ) eruð þá fara menn alltaf út í skítkast - átti reyndar ekki von á því frá þér - aðrir hafa séð um það hér - en velkominn í þann hóp.
Hef starfað á rv.k. flugvelli og þekki þar vel til og veit út hvað starfsemin sem þarf fer fram gengur út á og hvaða máli hún skiptir landsbyggðina og reykjavík.
Flugvöllurinn, er samgöngumál, atvinnumál og öryggismál.
Óðinn Þórisson, 7.9.2013 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.