19.9.2013 | 07:16
Bloggurum á Mbl fækkar
Búið er að loka bloggi Óskars Helga og nú kl.17 í dag mun Austmann félagasamtök loka sínu bloggi vegna ágreynings við blogg.is.
Það er alveg ljóst að fjölbreytileikinn er að minnka hér á blogg.is sem fær mann til að hugsa um hvort maður muni halda þessu áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju var bloggi Ókars lokað ?
hilmar jónsson, 19.9.2013 kl. 10:07
Sé reyndar ekki betur en bloggið hans Óskar sé enn opið.
En það er rétt, það sem eftir stendur af moggabloggurum er svona freka dapurt.
hilmar jónsson, 19.9.2013 kl. 10:16
Heilir og sælir; Óðinn síðuhafi - Hilmar, og aðrir gestir Óðins !
Spjallsíða mín; var opnuð á ný, á dögunum, í góðu samkomulagi við þau Árna Matthíasson og Soffíu Haraldsdóttur, með fulltingi Haraldar Johannessen ritstjóra.
Hitt er annað; að opnunin er tilkomin, vegna nýrra forsendna, þar sem ég gæti þess fremur, í framtíðinni, að hnýta í húsvegginn hér heima fyrir - eða ljósastaurinn úti í götu, fremur en að eyða tilgangslausum tíma og orðum, að íslenzkum stjórnmálamönum samtíðarinnar, piltar.
Utanríkismál; munu verða ofar á baugi, í mínum skrifum eftir leiðis - auk stöku umfjallanna mögulegra, um stjórnmálasögu Íslands, frá Landnámstíð, til enda 19. aldarinnar, ef af yrði.
Ykkur að segja; sé ég ekki nokkurn tilgang í að elta frekari ólar við þann mannskap, sem nú vélar um völd og áhrif, í íslenzkri stjórnsýslu, ekki svo beysið lið, ágætu drengir.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 11:53
Hilmar - blogg.is taldi að hann hefði farið yfir strikið en flott að bloggið hans hafi verið opnað aftur.
Byrjjaði að blogga 2009 og margir hætt síðan þá - margir vegna DO - það er bara þannig.
Óðinn Þórisson, 19.9.2013 kl. 12:00
Óskar Helgi - ég fagna því að þú ert kominn aftur en ef þér eru einhverjar skorður settar um hvað þú mátt skrifa um er það ekki gott.
b.kv.úr Kópavogi.
Óðinn Þórisson, 19.9.2013 kl. 12:04
Komið þið sælir; á ný !
Óðinn !
Taka vil ég fram; sem mér hefði auðveldast verið, hér að ofan, að ekkert þeirra : Árna - Soffíu, né Haraldar, settu mér neinar skorður við áframhaldi skrifa minna, innan þeirra marka, sem skilmálar blog.is kveða á um, síðuhafi góður.
Einungis; og alfarið, mín ákvörðun, um framvindu minnar síðu, sem ég gat um; hér efra (í nr. 3), svo ekki gæti nokkurs misskilnings, þar um.
Ekki síðri kveðjur; - hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 12:27
Og; sælir, enn !
Hilmar !
Svo; ég svari fyrirspurn þinni, í athugasemd nr. 1, þókti ég of harðhentur í orðavali og ályktunum´; síðsumars, um hvítflibba- og blúndukerlingar alþingis, ágæti drengur.
Svo mjög; að ýmsum gat blöskrað víst, þó ég hafi verið 1/2 orðvarari í skrifum mínum, miðað við árin 2008 - 2009, Hilmar minn, hér; á Mbl. vefnum, svo fram komi, einnig.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri - og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 12:49
Óskar minn, þú ert ágætur eins og þú ert.
hilmar jónsson, 19.9.2013 kl. 12:53
Og mikið létti undirrituðum við að sjá þig mættan galvaskan á ný Óskar minn frá Gamla-Hrauni.
Það vantar miklu fleiri svona háskakjafta til að fá blóðið til að renna, þ.e.a.s. þar sem ekki er búið að skipta því út, fyrir vatn.
Bestu kveðjur!
Árni Gunnarsson, 19.9.2013 kl. 14:00
Óskar Helgi - þú hefur alltaf verið með hressileg innlegg hér og verið hreinskilin - ég virði það við þig.
Flott að þið hafið náð samkomulagi því fjölbreytileikinn skiptir máli.
Óðinn Þórisson, 19.9.2013 kl. 18:04
Hilmar - sammála held að þetta sé í 2 skiptið sem við erum sammála.
Óðinn Þórisson, 19.9.2013 kl. 18:05
Árni - Óskar Helgi talar tæpitungulaust - hann á skilið hrós fyrir það
Óðinn Þórisson, 19.9.2013 kl. 18:07
Ágreiningur okkar við Árna Matthíasson var á yfirborðinu sá að sem félagasamtök máttum við ekki hafa persónulegar skoðanir og máttum ekki blogga í 1. persónu eintölu. Svo að frekar en að hætta allri þjóðfélagsumræðu og fara að blogga eitthvað máttlaust um lautarferðir félagsins í þeim tilgangi að komast hjá því að Árni loki á okkur, ákváðum við að leggja bloggsíðuna niður á miðnætti í kvöld.
Hins vegar var þessi bloggsíða okkar búin að vera mjög lengi í gangi án athugasemda frá Árna, svo að okkur grunar, að innihald bloggsins (færslurnar) hafi verið raunverulega ástæðan. Við munum leggja niður bloggsíðuna okkar á miðnætti í kvöld, en reynum að halda annarri bloggsíðu, aztec.blog.is gangandi í staðinn, vonandi með eitthvað svipuðu efni og á hinni.
Austmann,félagasamtök, 19.9.2013 kl. 20:00
Austmann félagasamtök - það er eftirsjá af ykkar bloggi sem hefur verið mjög gott og þorað að tala skýrt og að þið lokið blogginu er mikill missir fyrir blogg.is sem verður vissulega minna eftir það.
Takk fyrir ykkar blogg og innlegg hér og óska ykkur velfarnaðar í framtíðnni.
Með góðri kveðju.
Óðínn Þórisson
Óðinn Þórisson, 19.9.2013 kl. 22:53
Takk fyrir þessi orð, Óðinn og sömuleiðis.
Austmann,félagasamtök, 19.9.2013 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.