Aukinn Einkarekstur í Heilsbrigðiskerfinu

Við munum á næstu árum sjá mikla aukningu í einkarekstri í heilbrigðistkerfinu.

Það eru gríðarleg tækifæri ef menn fá bara tækifæri til að útfæra þær hugmyndir sem menn hafa sem gætu stytt all verulega þá fáránlegu löngu biðlista sem eru í dag.

Breittir tímar eru framundan í heilbrigðiskerfinu - með einkaframtakinu er hægt keppa um hæfustu einsaklingana.

Björn hefur verið flottur forstjóri en eftir stendur skelfileg launaákvörðun Guðbjarts Hannessonar til eins starfsmanns LSH.
mbl.is Fjárlögin ástæða uppsagnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þú vilt semsagt ameríkuvæða heilbrigðiskerfið?  Þeir ríku fá þjónustu , ekki aðrir.  Nei takk, þinni ríkisstjórn verður hent útur stjórnarráðinu í haust með manni og mús.  Það stefnir allt í það ef það er satt sem er að kvisast út um fjárlögin.

Óskar, 27.9.2013 kl. 18:38

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Já Óðinn þú vilt sjá aukningu í einkarekstri í heilbrigðistkerfinu hér á landi!....einkaaðilar sem ætla sér í slíkan rekstur gera það aldeilis ekki ekki ókeypis því annars væri tilgangurinn engin.

þú segir að "Það eru gríðarleg tækifæri ef menn fá bara tækifæri til að útfæra þær hugmyndir sem menn hafa sem gætu stytt all verulega þá fáránlegu löngu biðlista sem eru í dag"

Hvaða tækifæri eru það?....það á einfaldlega að setja meiri fjármagn í heilbrgiðiskerfið .....þetta var nógu gott fyrir enda höfðum eitt hið besta heilbrgiðiskerfi í heimi.

Með einkaframtakinu er hægt keppa um hæfustu einstaklingana segir þú....hvaða rugl er þetta í þér!...hvaða hæfustu einstaklinga ertu að tala um? ef ríkið hefur ekki einu sinni efni á því að borga þeim mannsæmandi laun fyrir störf sín.

Þetta hefur ekkert breyst þótt Sjálfstæðismenn og Framsókn séu komnir í stjórn!...en þessi launaákvörðun Guðbjarts Hannessonar til eins starfsmanns LSH var stór mistök og hann viðurkenndi það.

Friðrik Friðriksson, 27.9.2013 kl. 19:13

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Amen, Óskar og Friðrik...

hilmar jónsson, 27.9.2013 kl. 19:17

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er ekki viss um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé lausnin fyrir okkur. við þurfum kerfi fyrir ALLA íslendinga

sjá: http://visir.is/efnaminna-folk-neitar-ser-um-tannlaeknathjonustu/article/2013130929222

Rafn Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 19:28

5 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Óðinn við skulum hafa þetta stutt en landið okkar er tæknilega gjaldþrota en ég skil bara ekki af hverju Sigmundur lofaði þessu fyrir heimilin!

Þú hlýtur að sjá að þetta er bara ekki gerlegt!...þínir menn eru í miklum vandræðum útaf þessum yfirlýsingum hjá Sigmundi!

Friðrik Friðriksson, 27.9.2013 kl. 19:55

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn vill sækja meiri peninga í vasa sjúklinga.mæli..það er svo sem í takt við annað hjá ekta hægri manni.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.9.2013 kl. 20:22

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stefnir í að þetta verði með sóðalegri hægri stjórnum í áratugi...og þá er nú mikið sagt .

Jón Ingi Cæsarsson, 27.9.2013 kl. 20:23

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - það gefur auga leið að fjárlagafrumvarp sem er gert er af miðju&hægri ríkisstjórn er hugmyndafræðilega mjög ólíkt því sem við höfum sáum frá vinstri - stjórninni síðustu 4 ár.

Það var kosið um nýjar leiðir, rauða stjórnin fékk rauða spjaldið og þetta fjárlagafrumvarp mun endurspegla nýja nálgun&leiðir - ef ekki þá verð ég fyrir verulegum vonbrygðum.

Óðinn Þórisson, 27.9.2013 kl. 20:24

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrík - einkafyrirtæki ganga út á hagnað þar sem éinskalingar eru metnir að verðleikum.
Tækifæri eins og t.d var með skurðstofunarnar á Reykjnesi sem hægt var að setja í einkarekstur nánast strax eftir að alþjóðafjármálahrunið skall á íslandi en hjá vinstri - stjórn þá sérsaklega vg er einkaframt bannorð - ÁI var h.ráðherra og hún vildi einfaldlega t.d loka Orkuhúsinu.
Það eru mjög margir - i raun allt of margir læknar starandi erlendis og eins og fyrrv. lands.fyriliði Katrín Jónsdóttir sagði í kastljósi í fyrrakvöld að hún hefði ekki efni á að flytja heim - er í sérnæmi.

Svo verður að fara að skoða hvort við ætlum að halda áfram að borga fyrir læknanám fólks sem hleypur af landinu daginn eftir að það útskifast - eftir 6 ára háskólanmál í boði skattgreyðeenda sem fá svo 0 til baka fra´viðkomandi einstakling - þá á að skoða að láta þetta fólk borga sitt nám úr eigin vasa - við egim ekki að borga fyrir lækna sem hlaupa til Noregs.

Það er til fullt af fólki erlendis sem er tibúð að borga fyrir flotta einkaheilbrygðisþjónustu.

Óðinn Þórisson, 27.9.2013 kl. 20:34

10 Smámynd: rhansen

Það útaf fyrir sig var flott að vinsti sinninn Björn Zögega er á bak og burt ,hefði átt að vera farin og spurning hvað mikl vandræði eru á LSP eru af erviðum samskiptum við hann ??...En eg spai þvi það verði mikill og góður viðsnúningur á LSP OG HEILBRIGÐISKERFINU ....og jafnvel vinsti menn geti átt von á að halda áfam að fá aðhlynningu ef æsingurinn fer of hátt og fer að bera á aukaslögum i óhófi !!!!

rhansen, 27.9.2013 kl. 20:34

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hilmar - takk fyrir innlitið

Óðinn Þórisson, 27.9.2013 kl. 20:35

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - það er ekkert sóðalegt að gefa fólki tækifæri til að bjarga sér sjálft.

Óðinn Þórisson, 27.9.2013 kl. 20:36

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - Björn Z. gerð margt mjög gott á LSH á miklar þakkir skyldar fyrir sín störf.

Það eru eflaust margir innan LSH ósáttir við hann eftir að hann samþykkti galna tillögu Guðbjarts og rauf í raun þar þá sátt og samkomulag sem hafði náðst innan LSH.

Það kom mér verulega á óvart að Guðbjartur skyldi ekki segja af sér eftir þessu hroðalegu mistök en margir vilja reyndar meina að hann hafi tapað í formannskjörinu út af þessari ákvörðun

En það sem er jákvætt þessi ríkisstjórn er rétt að hefja störf - 4 ár til kosinga

Óðinn Þórisson, 27.9.2013 kl. 20:40

14 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Óðinn þú þarft ekkert að vera sammála öllu sem ríkisstjórnin gerir...vertu samkvæmur sjálfum þér í þeim efnum.

Friðrik Friðriksson, 27.9.2013 kl. 20:51

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - eflaust er ég í minnihluta sjálfstæðismanna sem vill kjósa um framhald esb samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum - þar er ég sammála þér&Össuri en ósammálla Unni Brá&Vigdísi Hauks.

Óðinn Þórisson, 27.9.2013 kl. 21:44

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Og hæfni mælist með siðferðisprófi?

Hvernig er hæfni Íslenskrar stjórnsýslu mæld?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2013 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband