28.9.2013 | 14:41
Var rétt að Þóra tæki viðtal við Franklín Graham ?
"Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. ... Þóra er sömuleiðis á þeirri skoðun að ekki sé rétt að boða trú í grunnskólum"
Það var því sérstakt að kastljós valdi þennan einsakling til að taka viðtalið við Franklin Graham.
Regnbogabrautin lögð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefði verið betra ef hún hefði tvær spurningar en ekki bara eina.
Davíð, 28.9.2013 kl. 15:11
Ekki hefði verið verra ef Franklin hefði svarað spurningunum. Það var neyðarlegt að hlusta á hann tafsandi í bókstaflegri merkingu. Að öðru leiti talaði hann í hringi eins og hans líkum er von og vísa.
Egill Þorfinnsson, 28.9.2013 kl. 15:40
Hann svaraði þessari hommaspurningu ansi vel! Guð elskar alla og Jesús tók á sig allar syndir mannanna, syndir hommana sem og annarra
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 16:04
Fáránleg framkoma Þóru.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.9.2013 kl. 16:06
Kastljós mætti gera meir af að koma með fleiri en eina hlið mála, í hverjum þætti, og sneiða hjá pólitískum öfga-valdafíkla-klíkum úr öllum áttum. Það væri farsælast fyrir alla, þegar upp er staðið.
Það er ekki mælikvarði á raunverulega sannleikstrú, heiðarlegt siðferði, og náungakærleik, hvort fólk er skráð í þjóðkirkjuna.
Var það ekki Jesús Kristur Jósefsson, (hann var mannlegur eins og allir aðrir), sem sagði að hann væri sannleikurinn, vegurinn og lífið? Það hefur gleymst að skrá hvers vegna hann vissi það? Hvers vegna gleymdist að skrá það í trúarbragða-bókina frægu?
VAR JESÚS KRISTUR JÓSEFSSON KANNSKI ALDREI BARN, Í HUGUM FALSBOÐARANNA?
HVERS VEGNA SKILDI JESÚS VANMÁTT OG RÉTTINDALEYSI BARNA BETUR EN ALLIR AÐRIR?
Og hvað gerðu Mammon-guðir kirkjunnar, við Jesú Krist Jósefsson, þann eina heiðarlega ekta og sanna sósíallista jarðarinnar?
Kirkjunnar kaupmenn krossfestu hann, öðrum til viðvörunar!
Þeir krossfestu hann fyrir það að segja sannleikann og vera ekta góðmenni, með hæfileika sem ógnuðu völdum kirkju-falsara og hótunar/útskúfunar-flottræflum græðginnar. Og fyrir að hann útskúfaði engum, eins og fölsku kirkjunnar skúrkar gerðu, og gera enn. Og fyrir að hann tók ekki þátt í valdagræðgi-markaðssetningu kirkjunnar á almættinu algóða.
Syndir siðlausra hótunar-falsguða af öllum trúarbrögðum, eru alvarlegustu syndir mannkynsins.
Ég bið almættið algóða og kærleiksvolduga, (hið eina sanna), að hjálpa öllum þessum siðblindu-falsboðurum, sem gerðir eru út af valdaelítu auðmanna-heimsveldisins hernaðarveldis-trúaða og hættulega, (örfáir siðblindu-ofur-veraldarauðmenn heimsins).
Það er ekki í mannlegu valdi einu saman, að hjálpa þeim sem eru svo stórsyndugir falsarar, að nota peninga fátækra verkamanna heimsins, til að boða einræðis-trúarbragða-hótanir um svokallað himnaríki og helvíti, í nafni Guðs almáttugs. Þeir stórsyndugu falsar gleyma hver þrælaði fyrir brauðinu á diskum þeirra. Þrælunum sem fá síðan einungis útskúfun og hótanir fyrir sitt heiðarlega brauðstrit og þrældóm.
Við getum einungis beðið almættið algóða og óflokkaða um að hjálpa hel-siðblindusjúku og ofurveraldarauðugu valdafíknar-sjúku fólki heimsins, jafnt sem öðrum. Lengra nær sem betur fer ekki vald okkar mannlegu, í sannleika sagt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2013 kl. 17:24
Davíð - það hefði verið berta ef það hefði verið annar spyrill.
Óðinn Þórisson, 28.9.2013 kl. 18:33
Egill - hann talaði ekki í hringi - hann ítrekaði bara sína skoðun að hjónaband væri bara milli konu og karls samkv. biblínunni að hans mati.
Óðinn Þórisson, 28.9.2013 kl. 18:36
Rafn - " Guð elskar alla og Jesús tók á sig allar syndir mannanna, syndir hommana sem og annarra "
Það kom hvergi í þessi viðtali að hann væri með einhverja fordóma í garð samkynhneigðra - fordómarnir komu þeir ekki mera úr hinni áttinni *
Óðinn Þórisson, 28.9.2013 kl. 18:39
Heimir - ef hún horfir á þetta viðtal heima er erfitt fyrir hana annað en að læra heilmikið af því hvernig á ekki að taka viðtöl.
Óðinn Þórisson, 28.9.2013 kl. 18:41
Anna Sigríður - áhugaverðuar hugleiðingar hjá þér.
Með og móti - það var svoleiðis í þessu viðtali því þurti engan í 3 sætið.
Óðinn Þórisson, 28.9.2013 kl. 18:43
Ég átta mig nú ekki alveg á þessari skoðun þinni Óðinn.Hverju skiptir það hvort Þóra er í þjóðkirkjunni eða mótfallinn kristniboði í skólum.Hefði verið betra að fá t.d. hvítasunnumann til að taka viðtalið?Hefði hann þá fengið þessar áleitnu spurningar?Má kannski ekki spyrja svona?Hvað mig varðar er ég mótfallinn trúboði í skólum vegna þess að skólinn er kennslustofnun.Ég er einnig mótfallinn sérstöðu Þjóðkirkjunnar hvað varðar samband við ríkið(það kemur trúnni ekkert við) og ég er einnig mótfallinn RÚV vegna þessarar sömu sérstöðu(skylduáskrift).Sennilega væri bara best að þetta verði allt saman lagt af og þá þyrfti ekki að vera að rífast um þetta viðtal.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.9.2013 kl. 19:11
Anna Sigríður.Jésús Kristur var ekki Jósefsson.Sagan segir að það hafi verið Heilagur andi sem kom honum undir en vondar tungur halda því fram að hann hafi verið lausaleiksbarn sem kom undir áður en smiðurinn komst í spilið.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.9.2013 kl. 19:16
Hér gerir Anna Sigríður Guðmundsdóttir sig seka um sömu syndir og Davíð Oddsson þegar hann neitar Jóni Gnarr um þau "sjálfsögðu réttindi" að skilgreina sjálfan sig þegar hann kallar hann Jón Gnarr Kristinsson.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir neitar Jesú um þessi réttindi þegar hún kallar hann Jesús Krist Jósefsson þegar hann sjálfur kýs að láta kalla sig Jesús Krist. Það er umhugsunarvert!
Hvað ætli Guðmundur Andri Thorsson segi við þessu?
Valur Arnarson, 28.9.2013 kl. 20:43
Að því ég best veit fékk Jón Gnarr, Gnarr nafnið samþykkt hjá mannanafnanefnd og lét breyta nafni sínu úr Jóni Gunnari í Jón Gnarr. Hann heitir því Jón Gnarr, og að kalla hann Jón Gunnar er eins og að kalla Davíð Þórmund.
Jesús heitir t.d. יֵשׁוּעַ á frummálinu, eða eitthvað slíkt, og því kaus hann augljóslega ekki að kalla sig Jesú Krist eins og Valur heldur fram þar sem maður á ekki að þýða sérnöfn. Já, er ekki bókstafstrúin rugluð ;) En þetta er svosem allt off topic.
Auðvitað var Þóra hæf í að taka þetta viðtal, og hún hefði átt að ganga enn harðar að honum. Ekki hefði ég allavega viljað sjá Gunnar á Krossinum taka viðtalið. Þeir hefðu sennilega endað í sleik þarna í settinu, svona ljómandi sammála um þetta allt og engar óþægilegar spurningar sem hefðu getað komið upp.
Reputo, 29.9.2013 kl. 00:10
Alveg væri það dásamlegt ef að fólk sneri ser að jafnmiklum krafti i að vinna landi sinu gagn og berjast fyrir málum þess ,heldur en að eyða púðri i svona"Ameriskt show ".............til hvers ??............... sem hvorki snyst um Þóru eða Graham .....heldur heitir múgsefjun ...og svo vitnað se i Bibliuna ,varið yður á falsspámönnum !!
rhansen, 29.9.2013 kl. 08:35
Mikið rétt Óðinn, hann ítrekaði oft að hjónaband væri bara á milli karls og konu samkvæmt bíblíunni. En þetta síendurtekna svar hans átti bara ekki við fjölbreyttari spurningum Þóru, rökleysi hans var algjört. Burtséð frá þessu þá tel ég persónulega að hjónaband eigi eingöngu að vera á milli kars og konu og að með giftinu samkynhneigðra sé verið að gjaldfella hjónabandið. En mér finnst sjálfsagt að lagalegur réttur samkynhneigðra í staðfestri sambúð sé tryggður til jafns á við gifta.
Egill Þorfinnsson, 29.9.2013 kl. 10:05
Jósef - eins og ég skil Þóru þá stillir hún sér upp gegn kristinni trú sem er þjóðtú okkar og að hún sé boðuð í skólum og þar er ég henni fullkomlega ósammála.
Eina spurningin sem ég svarði JÁ í stjórnlagaráðskosningunum 20 okt 2012 var 3 spurninginni um þjóðkrikjuna.
Hún gerði þetta persónulegt og því var hún ekki rétti aðilinn að mínu mati til að taka þetta viðtal.
Við erum sammála varðandi rúv.
Óðinn Þórisson, 29.9.2013 kl. 10:44
Valur - hef alltaf litið á Jón Gnarr meira sem lismannanafn en Davíð er nú bara að stríða honum og trúðurinn að gefa tekið smá gríni um sjálfan sig - eða má það ekki ? ER ekki Besti flokkuinn grínflokkur ? hef a.m.k aldrei tekið þann stjórnmálaflokk alvarlega frekar en Jón Gnarr.
Óðinn Þórisson, 29.9.2013 kl. 10:52
Repulo - þetta er einfaldlega rangt hjá þér að silla þessu upp ef ekki Þóra þá Gunnar í krossinum enda hann ekki starfsmaður kastljós og mín skoðun er þessi og um það verðum við bara að vera ósammála að Þóra var ekki rétti aðilinn til að taka þetta viðtal með tilliti til hennar viðhorfs til kristinninar trúar.
Þetta viðtal var fyrst og síðast vont fyrir Þóru.
Óðinn Þórisson, 29.9.2013 kl. 10:53
rhanesn - þessi ráðstefna " show " hafði aldrei orðið svona stór nema vegna þess að ákveðnir aðilar voru með fordóma ganvart honum / hans skoðunum.
Óðinn Þórisson, 29.9.2013 kl. 10:55
Egill - hvenær fer jafnréttisbarátta samkynhneygðra úr því að vera jafnréttisbarátta í það að verða forréttindabarátta ?
Ég er ekki baráttumaður gegn samkynhneygðum eða baráttu þeirra en t.d þessi læti í kringum gay-daginn er komið út í algjört rugl.
Það hefur verið almenn skoðun/viðhorf kristinna manna að hjónaband sé aðeins milli konu og karls - og er ég sammála því.
Óðinn Þórisson, 29.9.2013 kl. 11:12
Sæll Reputo,
Hvað sem öðru líður þá getum við a.m.k. sammælst um það að hann kaus ekki að láta kalla sig Jesús Krist Jósefsson. En merkileg tilviljun að þú skyldir koma inní þessa umræðu því ég hef gerst sekur um sömu syndir og Anna Sigríður og Davíð með því að kalla þig Sighvat, þegar þú kýst að að skilgreina sjálfan þig sem Reputo hér á blogginu. Ég vil því nota tækifærið og biðja þig afsökunar á því.
Valur Arnarson, 29.9.2013 kl. 15:42
Sæll Óðinn,
Ég geri mér grein fyrir því að þetta er sett fram sem spaug hjá Davíð. Ég les oft staksteinana hans og hef gaman að. Hann hittir oft naglan á höfuðið í hinum ýmsu málum.
Valur Arnarson, 29.9.2013 kl. 15:44
Já, þú mátt alveg kalla mig mínu rétta nafni. Það var bara meira um það hérna í den að fólk væri með sérstök notendanöfn á blogginu og ég hef bara ekki breytt þessu. Veit ekki einusinni hvort það er hægt.
Reputo, 29.9.2013 kl. 19:53
Það er ekki leiðum að líkjast, að vera líkt við útskúfaðan og stórbrotinn Davíð Oddson. Það eigum við Davíð Oddson sameiginlegt, að berjast frekar fyrir sannfæringum okkar, heldur en að komast á topp-tíu-vinsældarlista einhverra ósýnilegra baktjalda-stjórnenda.
Er ekki rétt að uppfæra þjóðskrá heimsins, svo Jesús geti gert athugasemd við frekjulega framkomu mína? Ég hef aldrei trúað að ég væri annað en mannleg og syndug, svo það sé nú alveg á hreinu. Og ég iðrast meira að segja oft allra minna synda, og bið almættið að fyrirgefa mér allar þessar mannlegu gloppur, og vinn stöðugt í að bæta mig og biðja fólk fyrirgefningar, ef ég átta mig á að hafa verið ókristilega siðlaus og ósanngjörn. Svo er spurning hvort fólk getur fyrirgefið gallana og villurnar.
Enginn getur gert betur en sitt besta, með gallaðan og mannlegan sjálfan sig og almættið í samvinnuteymi. Ég er þakklát fyrir réttláta gagnrýni á mína hegðun, gjörðir og orð, og ber virðingu fyrir þeim sem eru svo hreinskilnir. Við þurfum öll réttláta gagnrýni til að bæta okkur, og sama hvaðan sú gagnrýni kemur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2013 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.