200 Milljónir út úr Rekstri Rúv

Það kom efllaust mörgum sjálfstæðismönnum á óvart að Illugi og félagar fóru í dekur við Rúv í þessum fjárlögum frekar en byrja t.d á því að selja Rás 2 og gera 20 % hagræðingarkröfu á Rúv.

Það eru enn of miklir peningar í þessu fjárlagafrumvarpi til kvikmyndagera, menningar og listamála þó svo sjálfstæðismenn fagna eflaust að hús íslenskra fræða var tekið af dagskrá.

Það er mjög auðvelt að sækja þessar 200 milljónir ef vilji er fyrir hendi hjá ríkisstjórninni en svona gera menn ekki að setja leguskatt á okkar minnstu bræður og systur.


mbl.is Hætt við legugjald ef 200 milljónir finnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Ég fann 200 millur handa þeim, þær eru hjá útgerðinni. Þar er einnig slatti af pening til tækjakaupa

Annars er nú von á nafnabreytingu hjá Rúv, nýja nafnið verður víst Útvarp Valhöll...

Jón Páll Garðarsson, 5.10.2013 kl. 15:33

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei - ekki rúv - en auðvitað þarf að minnka það. 200m finnast margar í landbúnaðarstyrkjum og sendiráðum

Rafn Guðmundsson, 5.10.2013 kl. 15:43

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Páll -

"Sjávarútvegsráðherra segir ekki hægt að útfæra núverandi löggjöf um sérstakt veiðigjald."

"Útfærslan verður einhvers konar bráðabirgðaútgáfa til eins árs á meðan við erum að vinna að nýju kerfi varðandi fiskveiðigjaldið"
Sigurður Ingi.

Þannig að ríkisstjórnin bjargaði þó að það væri hægt að innheimta veiðigjaldið.

Rúv á að fara í einkarekstur, ekki útvarp vinstri stjórnarinnar eins og margir vilja meina að rúv hafi verið undanfarin 4 ári eða eitthvað útvarp valhöll.

Þetta er er eina rétta leiðin til að ná í þessar 200 milljónir núna.

Óðinn Þórisson, 5.10.2013 kl. 15:48

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - það á allt að vera undir, rúv er í samkeppnisrekstri og þessi skattur skekkir verulega stöðuna á markaðnum fyrir t.d 365 og Skjá 1.

Það er sásaukalaust af minni hálfu að lækka landbrúnðarstyrki og minnka utanríkisþjónustuna.

Óðinn Þórisson, 5.10.2013 kl. 15:50

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er alveg handviss um að bíókarlar skilji það vel að það væri lækkaðir styrkir til þeirra um 200 miljónir til að geta tekið af leguskattinn sem þeir sem eru veikburða þurfa að greiða, svo að veikburða fólk hafi efni á að leggjast á sjúkrahús.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 5.10.2013 kl. 16:20

6 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Utanríkisþjónustuna má skera niður töluvert. Í dag höldum við úti stórum höllum sem nýttar eru sem bústaðir fyrir tvær hræður og hefur það oftar en ekki þjónustufólk til að sinna sínum þörfum. Slíkt fyrirkomulag þótti eflaust fínt fyrir einhverjum öldum síðan, en í dag er þetta fásinna. Ef við tökum tildæmis sendiherrabústað íslendinga í Noregi sem er á Bygdöy í Oslo. Hann er staðsettur á einu dýrasta byggingarlandi Noregs og er slík höll að stærstur hluti efnamikils fólks á svæðinu lætur sér nægja helmingi minni eign með helmingi minni lóð fyrir heila fjölskyldu. Kæmi mér ekki á óvart að árslegur rekstur þessa húss nemi þessum 200 millum sem verið er að ræða um.

Jón Páll Garðarsson, 5.10.2013 kl. 16:22

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jóhann,Baltasar Kormákur fékk hrikalegt áfall og allar líkur á því að hann þurfi að leggjast inn.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.10.2013 kl. 16:38

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Tuð um smáaura er búið að rugla umræðuna algjörlega. Hún ætti að snúast um milljarða sem núverandi stjórnvöld tóku af alþýðu manna og þjóðínni og gáfu vinum sínum.

Aftur á mót táknrænt gildi þess að tala um að innheimta legugjöld eru með því ógeðfeldara sem sést hefur í pólítik á Íslandi og er þó af nógu að taka.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2013 kl. 16:39

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - þeir hljóta gera sér greyn fyrir því sjálfir að búa til bíómyndir er neðar á lista en sjúrarúm fyrir veika.

Óðinn Þórisson, 5.10.2013 kl. 18:06

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - leikstjórinn er að gera myndir sem fólk hefur áhuga að á sjá og því verður lítið mál fyrir hann að fjármagna sína næstu mynd - við erum hættir í RíkisMyndumum

Óðinn Þórisson, 5.10.2013 kl. 18:09

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - 200 milljónir eru ekki smáaurar svo þeirri staðreynd sé haldið til haga.

Ég studdi ekki skattastefnu vinstri - stjórnarinnar gegn útgerðinni og sjómönnum þar með - vinstri - stjórninni tókst sem betur fer ekki að skatta sjávarútveginn í drasl.

Óðinn Þórisson, 5.10.2013 kl. 18:12

12 Smámynd: Friðrik Friðriksson

RÚV getur starfað í þessari mynd eins og hún er...allavega tímabundið en óskiljanlegt að RÚV fái 319 milljónir í viðbót!...var almenningur að kalla eftir þessu?...af hverju ekki að taka 200 milljónir af þessum tæpum 320 milljónum og dekka þetta gjald fyrir legu á sjúkrahúsi....restin má fara til RÚV..eða um 119 milljónir þótt fólkið í landinu sé ekkert að kalla eftir því!

Friðrik Friðriksson, 5.10.2013 kl. 20:30

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - ef þú skilur ekki hversvegna rúv fær þessa aukaPeninga frá ríkisstjórnnni þar sem annar flokkurinn x-d sem ég hefur verið flokksmaður í síðustu áratugina og hefur verið talinn sá flokkur sem hefur talað mest fyrir aukinni samkeppni fari í þetta dekur við Rúv - ég er algjörlega hneykslaður.

Ég gef mér það bara að þessi delluhugmynd um leguskatt verði slátarð inn á þingi enda auðvelt að sækja þessa peninga í annað en til okkar veikasta fólks.

Við sjáum að fjölmiðar, internet notkun, snjallsímar, sjónvarp vod - þetta er allt að breytast og í framtíðinni sé ég ekki einhverja þörf yfir sérstakan fréttatíma kl.19 borgaðan af skattgreiðendum.

Óðinn Þórisson, 5.10.2013 kl. 22:00

14 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Hvers vegna ertu hneykslaður? Illugi hefur lýst því yfir fyrir margt löngu að RUV sé ein af miklivægustu stofnunum þjóðfélagsins, hvorki meira né minna. Og Sjálfstæðisflokkurinn taldi málum greinilega best fyrirkomið með hann í stöðu menntamálaráðherra. Kannski þarftu að skipta um flokk...enda heyrist mér líka á þér að Kristján Þór sé ómögulegur.

Jón Kristján Þorvarðarson, 6.10.2013 kl. 02:56

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - var á fundi sem hann var frummælandi á hjá sjálfstæðisfélaginu í kóp fyrir viku - margt gott sem hann sagði annað var ég beinlíns ósammála honum.
Illugi var þingflokksformaður á síðsta kjörtímabili, 1 sæti í örðu r.kjördæminu og með mikla reynslu þannig að ef x-d færi í stjórn þá myndi hann allaf verða ráðherra.

Skipta um flokk - hvaða flokk telur þú að ég eigi mesta samleið með ?

Kristján hefur átt betri daga í pólitík.

Óðinn Þórisson, 6.10.2013 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband