Stjórnarskrá allra Íslendinga EKKI bara vinstri - manna

Það má segja að nær allt hjá fyrrv. ríkisstjórn snérist um að skattpína þjóðina þannig að önnur mál náðu ekki fram eins og stjórnarskrámáið, esb - málið og breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Það er erfitt að byrja á öllum ruglinu hjá fyrrv. ríkisstjórn varðandi breytingu á stjórnarskrámálinu.
Stjórnlagaþingskosningarnar dæmdar ógildar af hæstarétti

Vinna stjórnlagaráðs skilaði litlum eða engum árangri - enda núvarandi stjórnarflokkar á engan hátt bundir af þeirra vinnu og því var 20 ock 2012 fullkomið klúður enda spurningar ekki nógu góðar.

Nú hefst hin raunvörulega vinna við að breyta íslensku stjórnarskránni - þetta verður ekki stjórnarskrá vinstri - manna heldur allra Íslendinga.


mbl.is Skipað í stjórnarskrárnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er víða sem þjóðir hafa sett sér nýja stjórnarskrá eftir alvarlega kollsteypu á borð við borgarastyrjaldir, byltingar, herforingjastjórnir og efnhagslegt hrun. Dæmi er Þýskaland eftir heimstyrjöldina, Chile, Portúgal, Spánn og Grikkland eftir að þeim tókst að koma herforingjastjórninni frá og Suður Afríka eftir Apartheid stjórnina þar.

Hvernig þér Óðinn dettur í hug að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs hafi verið sérstaklega frumvarp vinstri manna er mér óskiljanlegt. Og ekki á efni sem varðar skattlagninu erindi í stjórnarskrá heldur ber að setja þau í skattalögum.

Niðurstaða Hæstaréttar um Stjórnlagaþing var pólitísk ákvörðun á sínum tíma og ekki byggð á neinni skynsemi. Allir gátu boðið sig fram og þar var engin pólitík á ferð.

Ákvæðið um auðlindir í sameiningu þjóðarinnar er auðvitað hápólitískt sem ekki var öllum að skapi sem fengu á sínum tíma gjafakvótann án ákvæða um greiðslu fyrir afnotarétt.

Það er því ekkert í stóryrtum fullyrðingum þínum sem standast.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.11.2013 kl. 18:01

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðjón - stjórnarskráin olli ekki fjármálahruninu sem ísland lenti í - þannig að það var rangt hjá vinstri - stórninni að fara í þessa vegferð án samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.
Spurning nr. 2 um þjóðnýtingu gæti aldrei komið frá nokkrum öðrum en innmúrðum vinstri - mönnum.
Niðurstaða Hæstaréttar var skýr og vel rökstudd og fullkomlega fáránlegt hjá þér að halda þvi fram að hún hafi byggst á einhverri pólitík - það var ekki þannig - þú veist það sjálfur.

Yfir 100 skattabreytingar " you aint seen nothing yet " skattastefnana og allar til að hækka skatta og breikka skattstofna eins t.d þetta veiðGjald vinstri- manna sem var í raun ekkert annað en bein árás á útgerðina - þeirri aðför hefur nú verið afstýrt.

Öll þín rök er semsagt Fallin

Óðinn Þórisson, 6.11.2013 kl. 19:32

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég veit ekki betur en hægrimenn höfðu kosningarétt eins og aðrir til stjórnlagaþings...

Jón Ragnarsson, 7.11.2013 kl. 00:10

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - það blasir við að rangt fólk var kosið inn á stjórnlagaþing.

Óðinn Þórisson, 7.11.2013 kl. 07:07

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bíddu við Óðinn:

Það sem eg segi er að eftir kollsteypur þá hafa verið settar nýjar stjórnarskrár m.a. til að tryggja lýðræðið og mannréttindin. Hvergi hefi eg sagt að bankahrunið hafi orðið á eftir heldur hið gagnstæða.

Rétt er hjá Jóni að ALLIR gátu boðið sig fram án kyns, trúarbragða, stjórnmálaskoðana o.s.frv. og ALLIR gátu kosið sem höfðu kosningarétt! Hægri menn hunsuðu þetta fyrirkomulag og það er þeirra vandamál en ekki þjóðarinnar. Hins vegar tókst þeim með áróðri að koma þessu máli í uppnám sem tókst að lokum að koma í veg fyrir að við fengum nýja stjórnarskrá. Að halda öðru fram er sögufölsun og gildir einu hvað Hæstiréttur sagði, dómendur voru langt því frá að vera hlutlausir og ekki var vitað um misferli sem hugsanlega voru möguleg sem Hæstiréttur sá tilefni til að ógilda þjóðaratkvæðið.

Sjálfsagt hefði verið unnt að ógilda aðrar kosningar með nákvæmlega sömu rökum en þessi dómur Hæstaréttar var honum ekki til sóma.

Þið sem aðhyllist gamaldags íhald eða jafnvel svartasta afturhald, getið haft ykkar skoðanir fyrir mér en mætti biðja um að þið séuð ekki að þvælast fyrir þróun lýðræðis og mannréttinda í takt við það sem er að gerast í öðrum löndum!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.11.2013 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband