24.11.2013 | 13:48
Ég er EKKI Sósíalisti - nýja hugsun í heilbrigðismálum
Ég er EKKI sósíalisti og hafna þeirra hugmyndafræði alfarið og er og verð alltaf talsamaður einkaframtaksins og frelsi einstaklingsins.
Vinstri - stjórnin skar langt innfyrir öll sársaukamörk á LSH, nú þarf að endurreisa LSH og um leið breikka heilbrigðiskerfið, að kraftur öflugra einstaklinga og fyritækja fái að njóta sín - þá hef ég ekki áhyggjur af heilbrigðiskerfinu
Forsætisráðherra í stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 888609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt er hjá Katrínu að niðurskurður hefur verið á rekstrarfé Landspítala allar götur frá tímum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Það er mjög ósanngjarnt hjá Sigmundi Davíð að kenna síðustu ríkisstjorn um allt sem aflaga fer. halda mætti að hann hafi hana á heilanum.
Sigmunudr er sennilega einn yfirlýsingaglaðasti stjórnmálamaður á Íslandi. Hann er fyrst og fremst áróðursmaður en ekki sérlega raunsær og þaðan af síður sanngjarn og skynsamur.
Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2013 kl. 16:03
Flott að heyra Óðinn,
Þú ert þá sammála því að ríkið og sveitarfélögin ættu ekki að skipta sér að neinum af eftirfarandi flokkum
Fæðingarorlof
Húsaleigubætur
Vaxtabætur
Sjúkratryggingar
Heilbrigðisþjónusta
Atvinnuleysistryggingar
Lífeyrir
Þjónusta við aldraða (Heima og á stofnunum)
Þjónusta við fatlaða (Heima og á stofnunum)
Menntun (öll stig)
Íþróttamál
Slökkvuliðin
Þyrlur Landhelgisgæslunar
Listir og menning (allt)
Landbúnaðarstyrkir
Vegagerð
Niðurgreiðsla Innanlandsflugs
Niðurgreiðsla á Ferju siglingum
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 16:11
Það sem hefur bætur eða styrki í enda orðs er eitthvað sem Ríkið á ekki að gera og það má bæta við allar niðurgreiðslur eiga engan tilverurétt, heldur á að lækka skatta sem þeim upphæðum nemur sem fer í styrki og bætur.
Listir og menning á ekki neina heimtingu á greiðslum frá Ríkinu, sérstaklega ekki þegar Ríkiskassin er tómur.
Svo er þetta (allt); hvað ættli að höfundur athugasemdir skilgreini að (allt) standi fyrir?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 24.11.2013 kl. 16:43
(allt) merkti í raunini allt sem tengist listum og menningu svo sem náttúruminja söfn, staðar söfn, þjóðminjasöfn, bókasöfn, óperan, leikhús, sinfónían, kaup á listaverkum, laun listamanna, styrkir til hópa tengdum þessum málahópum og þessi blessuðu "menningarhús" sem átti að byggja hér og þar um landið. Þetta er náttúrulega ekki tæmandi listi.
En finnst þér Jóhann þá að opinberir aðilar eigi að starfrækja hluti eins og slökkvilið, björgunarþyrlur, skóla og spítala?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 17:10
Guðjón - það er alveg ljóst að ef fyrrv. ríkisstjórn hefði gert eitthvað rétt hefði stjórnarflokkarnir ekki tapað samtals 19 þingsætum - annað eins hrun einnar ríkisstjórnar hefur vart sést í hinum lýðræðislega heimi.
Varðandi Sigmund þá er hann að fara allsvakalega í taugarnar í vinstri mönnum og þessvegna tel ég að hann sé að standa sig mjög vel - það er aldrei gott fyrir hægri - miðju stjórnmálamann að vera vinsæll hjá vinstri - mönnum - þannig hrós til SDG
Óðinn Þórisson, 24.11.2013 kl. 20:01
Elfar - fyrirgefðu hvernig fannt í þú þetta út frá þessari færslu ? tala ég ekki um að það þurfi að endurreisa LSH - en það er ekki það sama og að ég sé skyldaður til að borga 18 þús á ári til rúv eða að ríkið haldi uppi listamönnum svo dæmi séu tekin.
Óðinn Þórisson, 24.11.2013 kl. 20:07
Jóihann - þetta snýst all í dag um millistéttina að það sé komið til móts við okkur sem fengum ekkert síðustu rúm 4 ár nama skattahækkanir frá fyrrv. ríkisstjórn.
"Listir og menning á ekki neina heimtingu á greiðslum frá Ríkinu, sérstaklega ekki þegar Ríkiskassin er tómur. "
Sammála þessu.
Óðinn Þórisson, 24.11.2013 kl. 20:09
Áróðurinn gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, einu raunverulegrar vinstri stjórnar alls lýðveldistímabilsins var óvenjurætinn og óvægur. Meira að segja var áróðrinum gegn henni stýrt frá embætti forseta lýðveldisins þegar stjórnarandstaðan var í lamasessi!
Sigmundur er óvenju slægur og undirförull. Það sem verst er að hann er nokkuð vitur. Sérstaklega er hann fundvís á hvenær og hvernig hann getur beitt einbeittum vilja sínum að grafa undan andstæðingum sínum með að sá sæði tortryggni meðal kjósenda. Þessi aðferð mun vera alveg ný á Íslandi en nokkuð vel þekkt í öðrum löndum eins og Ítalíu.
Erum við að fara inn í heim Berluskoni á Íslandi? Lýðskrumið hefur aldrei risið hærra en einmitt nú!
Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2013 kl. 21:55
Guðjón - ríkisstjórn JS var óvenju óvæginn gegn íslenku millistéttinni og tel ég að gagnrýnin á ríkisstjórnina hafi að mörgu leyti verið allt of væg ef eitthvað er.
ÓRG tók einfaldlega stöðu með fólkinu í landinu gegn Jóhönnustjórninni og hún þakkaði svo fyrir sig með því að endurkjósa hann m.a vegna þess að hann vísaði Svavarsamgingum til þjóðarinnar og 98 % sögðu NEI við vinnubrögðum SJS.
Ég skil svo sem vel vinstri - menn þeir eru hundsvekktir eftir afhroðið 27 aprílog geta ekki sætt sig við niðurstöðuna - þeir fengu Rauða Spjalið og verða núna að bíða til 2017.
Óðinn Þórisson, 24.11.2013 kl. 22:18
Óðinn, ef þú vilt að ríkið sjái um heilbrigðiskerfið þá ertu sósíalisti, að mati hægri manna í Bandaríkjunum. Ef þú vilt að einkaaðilar sjái alfarið um heilbrigðiskerfið þá ert þú ekki sósíalisti.
Wilhelm Emilsson, 25.11.2013 kl. 00:38
Óðinn, það var aðallega fyrirsögnin "Ég er ekki Sósíalisti" og hafna þeirri hugmyndafræði alveg.
Flestir sjálfstæðismenn sem ég þekki eru viss tegund sósíalista þar sem þeir styðja það að við tökum í gegnum skatta pening frá öllum í landinu og notum þá til að starfrækja ákveðna grunnþjónustu fyrir samfélagið. Það er grunn skilgreininging á hinum skandinavíska sósíal democratisma.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.11.2013 kl. 12:34
Ríkið í USA hefur verið að sjá um heilbrigðiskerfi fyrir 65 ára og eldri og fyrir fátæka síðan á sjötta áratug síðustu aldar.
Þannig að það er socialismi í USA.
Ég vill að Ríkið komi hvergi nálægt heilbrigðiskerfi, þeir klúðra því alltaf og nota skömmtunarseðla, so to speak, fyrir þá sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda til að halda niðri kostnaði.
Ég þekki svolítið inn á skömmtunarseðla heilbrigðiskerfisins á Íslandi, faðir minn og móðir urðu fyrir því og nú nýlega ungur frændi minn.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 01:06
Wilhelem - það var vond ákvörðun á sínum tíma að sameina Hringbraut og Borgarspítalnn - þannig að ef læknir hættir á LSH er eini raunhæfi kosturnnn að fara erlendis- - þá má svo líka opna einkastofu.
Ég held að þetta einkavæðingarferli í heilbrigðiskerfinu taki ákveðinn tíma - þessu verður ekki breytt með því að smella saman puttum.
En sósílaisti er ég ekki - ég hef ætið hér talað fyrir einkaframtakinu.
Óðinn Þórisson, 26.11.2013 kl. 07:21
Elfar - Samfylkignin er að reyna að markaðsetja sig sem sósíaldemokrta - en eru í raun nær því að vera hreinir sósíalistar - enda á móti öllu sem snýr að einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu.
Ég hef alltaf og mun alltaf hafna sósílistma en varðandi heilbrigðiskefið þá eins og ég segi tekur ákveðinn tíma að breyta algjölega um kúrs.
Ef við tökum menntamálaráðherra þá er hann nú lítill Sjálfstæðmaður - mín skoðun - ætti frekar heima í sf.
Óðinn Þórisson, 26.11.2013 kl. 07:26
Jóhann - ríkið á ekki að sjá um rúv eða LSH - EN að einhverjum óskyljanlegum ástæðum er ákveðinn kratahópur innan x-d sem vill halda í afskipti ríkis af þessum stofnunum.
Óðinn Þórisson, 26.11.2013 kl. 07:29
Sammála þér Óðinn og þá sérstaklega með RÚV, en það á ekki að leifa einum einstakling að eiga alla fjölmiðla landsins heldur.
Það verður að koma fjölmiðlalögunum hans Davíðs Oddsonar í lög, annað er fásinna eins og við sjáum í dag. Einn einstaklingur er eigandi flestra fjölmiðla á Íslandi í dag.
Meira að segja USA mundi aldrei leifa að örfáir aðilar ættu alla fjölmiðla landsins og alls ekki einn aðili.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.