8.12.2013 | 18:30
Gunnar Bragi við það að slá út Össur
Það verður að viðurkennast að utanríkisstefna núverandi ríkisstjórnar er frekar óljós fyrir utan að hún vill ekkert hafa með evrópusambandið að gera.
Ekki finnst mér ríkisstjórnin hafa verið neitt sérstaklega að vinna að auka samskipti okkar við BNA enda erfitt að gera sér greyn fyrir hver er í raun og veru afstaða GBS í utanríkismálum.
Gunnar Bragi er sá sem hefur staðið sig verst af öllum ráðherrunum og með þessu áframhaldi á hann eftir að slá út Össur sem lélagsti utanríisráðherra í sögu lýðveldsins.
![]() |
Tilgangurinn að aðlaga Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 899601
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála að Gunnar Bragi er ömurlegur í embætti utanríkisráðherra. Hinsvegar ættir þú að kynna þér aðeins betur embættistíð Össurar sem utanríkisráðherra. Hann naut virðingar útum allan heim og það var ekki síst honum að þakka að álit Íslands útávið hélt haus á erfiðum tímum. Gunnar Bragi er að fokka þessu öllu feitt upp og koma okkur í skítinn ásamt reyndar restinni af gjörsamlega vonlausri ríkisstjórn.
Óskar, 8.12.2013 kl. 18:49
Óskar - vandamálið við Gunnar Braga hefur verið að hann hefur ekki verið samkvæmur sjálfum sér - fréttastofa stöðvar 2 á hrós skilið fyrir að afhjúpa það i gærkvöldi.
Össur hafði 4 ár til að koma esb - málinu til þjóðarinnar og tókst ekki - var hinsvegar 3 sinnum á NEI takkanum um að málið færi til þjóðarinnar.
Þegar Bretar settur hryðjuverkarlög á ísland - hvar var Össur þá ?
Þá var það ÓRG sem talaði máli íslensku þjóðarinnar.
Eflaust hafa margir erlendir embættismenn og stjórnmálmenn ánægðir þegar ÖS barðist ásamt SJS og JS fyrir að samþykkja Svavarsaminginn.
Óðinn Þórisson, 8.12.2013 kl. 19:31
Hvar telur þu að auka mætti samskipti við bandaríkin? Hvar skortir uppá?
Hvar er útanríkisráðherra ekki samkvæmur sjálfum sér? Erfitt að átta sig á því af þessum hálkveðnu vísum.
Gunnar gerði ekkert annað en að benda á að með þessu tiltæki var ESB að brjota samninga um að verkefni yrðu kláruð þó svo að við umsókn yrði hætt. Sambandið þarf að borga sektir vegna þeirra samningsbrota, sem þeir telja hagkvæmara.
Það sem hann gerði hér var snjallt að mínu mati. Hann knúði sambandið til að viðurkenna endanlega að IPA styrkirnir væru hluti af aðlögun, sem þrætt hefur verið fyrir fram að þessu, jafnvel þótt skammstöfunin segi allt um eðli málsins. Instrument for Pre-Accession Assistance.
Mér er algerlega fyrirmunað að skilja um hvað þú ert að tala. Kannski veistu það ekki sjálfur.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2013 kl. 21:09
Jón Steinar - „Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar kemur Íslendingum í opna skjöldu.“
Biddu við hverju bjóst hann.
"Samkvæmt reglugerð um IPA-styrkina ber framkvæmdastjórninni að gæta fjárhagslegra hagsmuna sambandsins til hins ítrasta og IPA-styrkirnir eru aðeins í boði fyrir ríki í aðildarviðræðum. "
Sem stjórnarandstæðingur þá vildi hann opna allt yfir esb - málið nú gæti það skaðað hagsmuni íslands.
Gunnar Bragi ákvað upp á sitt einsdæmi að leysa upp samninganefndina og hætta allri vinnu við umsókina innan ráðuneytisins - fyrrv. ríkisstjórn var vissulega búin að setja hana á ís en hann fór séstaka ferð til brux til að láta þá kyrfilega vita að núvarandi ríkisstjórn ætlði ekki inn í esb.
Það sem GBS hefði átt að gera, mín skoðun - halda málinu á ís eins og fyrrv. ríkisstjórn hafði sett málið í - gert úttektina inn í þingið með niðurstöðu þeirrar skýrslu eins og BB hafði talað fyrir og lokaið málinu - GBS einfaldlega sýndi sömu einræðistilburðina og Össur hafði gert í 4 ár - bara í hina áttina.
Óðinn Þórisson, 8.12.2013 kl. 22:18
Jón Ragnar - varðandi BNA þá höfum við ekkert gert til að bæta fyrir orðuafglöp síðustu ríkisstjórnar varðandi fyrr.v sendiherrra hér á landi.
Við þurfum utanríkisráðherra sem talar skýrt um að auka samskipti við BNA - fara þangað og tala við þá og reyna að ná aftur samböndum við þá sem fyrrv. ríkisstjórn hafði reynt allt til að skaða og eyðleggja - það tekur alveg gríðarlega vinnu og sú vinna er ekki enn hafin.
Óðinn Þórisson, 8.12.2013 kl. 22:23
Hvernig viltu bæta fyrir orðuafglöpin? Senda sendiherranum orðu? Fyri hvað?
Hefur einhver krafa verið uppi um þetta? Er ekkert annað að i samskiptum okkar við BNA? Eru það ekki freka þeir sem þyrftu að bæta framkomu sína?
Gunnar var eingöngu að standa við kosningalogorð um að hætta viðræðum. Út á það var hann kosinn. Um það var hávær krafa. Það er meira en segja má um VG, sem samþykkti þessa Bjarmalandsför þvert ofan í vilja kjosenda sinna.
Það hefði verið fáránleg ósamkvæmni og hálfvelgja að halda þessu opnu um óráðinn tima með öllum tilkostnaði.
Bendi þér á að í þinni eigin skoðanakönnun hér eru hvorki keira né minna en 70% sem vilja slíta viðræðum. Sættu þig við lýðræðið.
Hér eru brýnni mál sem hafa forgang en þessi dýri sirkús, sem er og var í óþökk þjóðarinnar.
Það er vitað að hér voru engar samningaviðræður í gangi heldur og það er loks viðurkennt. Engin markmið uppgefin, engin niðurstaða önnur en að þegar svokallaður samningur yrði tilbúinn til umdirskriftar værum við í orði og á borði gengin í sambandið. Þetta var aðlögunarferli og því brot á stjórnarskrá í ljósi þess að því var haldið leyndu og þrætt fyrir eðli málsins.
Hvað er það sem gremur þig? Ertu Evrópusambandsinni?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2013 kl. 22:55
Jón Steinar - til að svara síðustu spurningu þinni - NEI þá er ég ekki Evrópusinn - er skráður í Heimssýn og ef þú hefur lesið færslur mínar þá liggur skoðun mín á esb - alveg á hreinu en ég er lýðræðissinni.
"Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram"
Bjarni sagði að hann vidi að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla um esb færi fram á fyrri hluta þessa kjörtímabils - ég er ekki hræddur við niðurstöðuna.
Varðandi orðuklúðrið væri afsökunarbeiðiní lagi - það væri eiginlega lágmark
Það er svo annað mál hvernig BNA stóðu að flutningi hersins héðan af landi en maður þarf aðeins að skoða það mál út frá þeirra breyttu stöðu.
Óðinn Þórisson, 9.12.2013 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.