14.12.2013 | 21:48
Sundurlyndi Vinstri - Manna styrkur Sjálfstæðisflokksins
Sundurlyndi er, hefur og verður alltaf aðalsmerki vinstri - mann sem nú bjóða fram a.m.k fjóra lista í borgarstjórnarkosningunum vorið 2014.
Þannig að ég kvíði ekki niðurstöðu borgarstjórnarkosninganna - óskaniðurstaða meirihluti borgarlegu flokkana tveggja.
Píratar bjóða fram í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stefnir ekki í lítið og snoturt álver á Geirsnefinu ef allt fer að óskum?
Árni Gunnarsson, 14.12.2013 kl. 21:54
Aumur er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn ef hans helsti styrkur er sundurlyndi andstæðinganna. Hvernig er annars með framboðslistann í borginni, allir sáttir?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.12.2013 kl. 22:23
Árni - það eru greidd mjög góð laun fyrir störf í áliðnaðinum.
Óðinn Þórisson, 14.12.2013 kl. 22:28
Axel - það er alltaf jákvætt ef andstæðingurinn skorar sjálfmörk.
Þetta var niðurstaða prófkjörs þar sem yfir 5000 tóku þátt. Mjög reynslumiklir einsaklingar leiða listann.
Óðinn Þórisson, 14.12.2013 kl. 22:29
Mig minnir að ég hafi lesið bloggfærslu nýlega sem sagði borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna rústir einar, lastu þau skrif Óðinn?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.12.2013 kl. 22:46
...eru Píratar allt í einu vinstri menn?
Garðar Valur Hallfreðsson, 14.12.2013 kl. 23:01
Axel - ég hef gagnrýnt ákvörðun ákveðinna borgarfulltrúa x-d mjög harðlega þar sem þeirra ákvarðanir og daður við vinstri - meirihlutann hafa veikt borgarstjórnarflokkinn.
Óðinn Þórisson, 14.12.2013 kl. 23:17
Garðar Valur - en ekki hvað ?
Óðinn Þórisson, 14.12.2013 kl. 23:19
Það eina sem getur bjargað Sjálfstæðisflokknum.
Jón Ragnarsson, 15.12.2013 kl. 02:00
Alveg er það merkilegt að sjá sjálfstæðismenn kalla okkur Pírata núna vinstri-flokk...
Þegar þeir sömu sögðu okkur til hægri við miðju í Alþingiskosningunum...
Píratar eru hvorki til hægri, vinstri né aðhyllast gjörspillta bændapólitík...
Við erum fólk sem vill auka á lýðræðið, og mannréttindi, í samfélaginu og minnka á gerræðishyggjuna sem fjórflokkakerfið hefur komið á innan alls framkvæmdarvaldsins sem einmitt kristallast í því viðhorfi embættismanna ríkisins að við almenningur séum "óvinurinn..."
En ef sú stefna okkar er alltíeinu orðin sérstaklega til "vinstri" miðað við þínar skoðanir...
Þá er ágætt að minna á að hugmyndin um sjálft lýðræðið, þ.e jafnt atkvæðavægi kosningabærra, er hreinn sósíalismi...!
Eins er með hinn kapítalíska markað... Til að frjáls markaður geti blómstrað... Þá þurfa allir þátttakendur á þeim markaði að sitja við sama borð og búa við sömu reglur... Þ.e að vera jafnir öllum öðrum á markaðnum...!
Sem þýðir að Adam Smith, upphafsmaður hins frjálsa, kapítalíska markaðar var ekkert annað en sósíalisti og væntanlega bara "vinstrimaður" miðað við þig...?!?
En endilega vertu nú svo góður og segðu mér hvernig þú skilgreinir stjórnmál til hægri eða vinstri...?
Það væri fróðlegt að sjá...
Sævar Óli Helgason, 15.12.2013 kl. 05:10
Jón - það vissulega hjálpar að hafa vinstri - flokkana sundurtætta.
Óðinn Þórisson, 15.12.2013 kl. 08:59
Sævar - ég hef aldrei haldið öðru fram en að píratar væru vinstri - flokkur þannig að þeirri staðreynd sé haldið til haga.
Er einhver flokkur sem aðhylliist gjörspyllta bændapólitík ? ef svo er hvaða flokkur er það ?
Ég hef talað hér skýrt gegn snowden, manning og wikileks og sagt að þessir einstaklingar og samtök hafi veikt BNA.
Hvesvegna fer t.d ekki Manning heim og gerir upp sín mál ?
Allt upp á borðið EN hvað með BJ og myndina um assange - hversvegna opnar hún ekki alla bankareikniga og sýnir fólknu í landinu hvort hún hafi þegir greiðslur fyrir sinn þátt við gerð myndarinnar ? eða er það þannig allt upp á borðið nema hjá ykkur - hljómar eins og vinstri - stjórnin.
Sósíalistar - forræishyggja, boð, bönn, aumingjastefna eins og endurspelgast núna í jólabónusbullinu - allir hafi það jafn skítt , og svo þar ekki að ræða skattamál.
Ég íhaldssamur Sjálfstæðismaður, fullveldissinni, styð atvinnuuppbyggingu m.a Helguvík og ferlsi
einstaklingsins.
Það þarf að hækka hæstu laun þannig að það sé hvati fyrir fólk að vinna - þannig að munurinn á atvinnuleysisbótum og lægstu launun sé mjög MIKILL.
Þetta hefur væntanlega verið mjög fróðlegt fyrir þig.
Óðinn Þórisson, 15.12.2013 kl. 09:15
Svar við fyrstu spurningu er... Framsóknarflokkurinn og stór hluti Sjálfstæðisflokksins...!
Hvernig í ósköpunum getur þér dottið í hug að blanda okkur Pírötum við uppljóstranir og lögbrot útí heimi...?
Ertu nokkuð haldin þessari ömurlegu "samsæriskenninga-áráttu" og ofsóknaræði sem háir þá sem verja veikan málstað...?
En ég held samt, persónulega, að þessi leki þessara aðila hafi verið, í þetta skiptið, bráðnauðsynlegur þar sem hann upplýsir um skipulögð lögbrot stjórnvalda erlendraríkja (BNA, Bretland o.fl) á almenningi... HÉRNA Á ÍSLANDI...!
Það er s.s ekki lekinn sem "veikir" idolin þín í Ameríku, heldur hegðun þeirra sjálfra...!
Og miðað við baráttumál þíns flokks síðastliðin ár...
Skammastu þín að gera kröfu um það að fólk upplýsi að óþörfu um sín fjármál...
Sævar Óli Helgason, 15.12.2013 kl. 13:52
Sævar - það kemur mér skemmtilega á óvart að einhver er tilbúinn að verja og berjast fyrir Pírötum hér.
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 og því mótaður af því bænda&sjómannasamfélagi sem við erum, höfum verið og verðum.
Ég er mjög langt frá því að styðja Obama sem er í raun veiki hlekkurinn í öryggis&varnarmálum Bandaríkanna..
Bráttumál míns flokks er og hefur verið fólkiið í landinu og fullveldi þjóðarinnar.
Óðinn Þórisson, 15.12.2013 kl. 15:04
Hér hefur enn ekki komið fram hvað geri Pírata meira til vinstri en aðra flokka.
Garðar Valur Hallfreðsson, 15.12.2013 kl. 21:27
Garðar - hvaðan koma píratar ? er þetta fólk sem hefur komið við hjá x-d eða x-b - hæpið - svo verður að skoða bhr sem varð hrey. sem varð svo píratar og dögun - ekki beint fólk með hægrisinnaðar skoðanir.
Þeir eiga alveg eftir að sýna einhver hægrisinnuð sjónarmið - er það ekki ?
Óðinn Þórisson, 16.12.2013 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.