19.12.2013 | 19:28
Þeir gerðu Kópavog að því sem hann er í dag
Gunnar Birgisson og Sigurður heitinn Geirdal eru þeir einstaklingar sem byggðu upp Kópavog og gerðu hann að því sem er hann er í dag.
Þeir lyftu algjöru grettistaki saman fyrir Kópavog og íbúar Kópavogs munu seint eða aldrei geta fullþakkað þessum einstaklingum þeirra gríðarlega mikla framlag til Kópavogs - án þeirra væri Kópavogur ekki það sem hann er í dag.
Þeir lyftu algjöru grettistaki saman fyrir Kópavog og íbúar Kópavogs munu seint eða aldrei geta fullþakkað þessum einstaklingum þeirra gríðarlega mikla framlag til Kópavogs - án þeirra væri Kópavogur ekki það sem hann er í dag.
Gunnar Ingi hættir í bæjarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig stendur þá á því að maðurinn sem sat í stóli bæjarstjóra á árunum 2005-2009 og áorkaði svona miklu eins og þú lætur í veðri vaka lenti aðeins í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2010? Sjálfstæðismenn í Kópavogi virðast því ekkert sérstaklega þakklátir með störf Gunnars Birgissonar, enda hefði maðurinn flogið í 1. sæti ef svo væri.
Jón Kristján Þorvarðarson, 19.12.2013 kl. 23:38
Hann er áhrifamikill áróðurinn sem beytt var linnulaust á þessum árum. Áköf leit Samfylkingar að einhverskonar misferli á hendur Gunnari og Sjálfsstæðisflokknum,höfðu sín áhrif. --- Nýleg dæmi sanna að lítilsgildur kvikindisháttur aumra manna geta eyðilagt stöðu þeirra og oft feril. Þar á ég við að nafnlaus maður getur hringt í skólastjóra og látið að því liggja að kennari hafi uppi ósæmilega hegðun við börn,sem var rakalaus þvættingur.
Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2013 kl. 06:00
Jón Kristján - það vita allir kópavogsbúar sem vila vita það hvað þessir 2 eintaklingar hafa gert fyrir kópavog - það verður aldrei tekið af þeim.
Það sem skiptir máli er að x-d hélt stöðu sinni sem stærsti flokkurinn í bænum eftir kosningarnar 2010.
Hamraborgarkvartetttin eðilega sprakk - og 14.02.2012 tók við nýr meirihluti - kópavogslistans - framsóknar og sjálfstæðisflokks.
Í þinni ath.semd kristallast kannski mest þitt neikvæða viðhorf til Sjálfstæðisflokksins.
Hvað hefur Samfylkingi gert fyrir Kópaovg EKKI NEITT.
Óðinn Þórisson, 20.12.2013 kl. 07:33
Helga - vinstri - menn í kópavogi hafa ekkert falið sitt mjög svo neikvæða viðhorf gangvart Gunnari og sem betur fer stóð Gunnar í lappirnar þegar kom að því að mynda nýjan meirihluta og sagði NEI við Samfylkiguna.
Fáir einstaklingar hafa mátt þolið annað eins frá vinstri - mönnum í kópavogi og Gunnar - oddviti x-s virðit hafa hann á heilanum - en þökk sé heinni að Hamraborgarkvartettinn sprakk.
Óðinn Þórisson, 20.12.2013 kl. 07:36
Mér fannst einkennilegt að Gunnar Birgisson hélt hlífisskyldi yfir stríppbúllunni og að öllum líkindum vændisstarfsemi í austanverðum Kópavogi með tilheyrandi mansöli meðan öll slík starfsemi var sungin í bann í Reykjavík. Frelsisást Sjálfstæðisflokksins hefur oft tekið á sig einkennilegar myndir. Gunnars verður minnst að hann innleiddi boxið á nýjan leik og hvarf þar frá banni við háskalegum leik sem oft hefur valdið miklum meiðslum. Læknar hafa lengi verið á móti þess konar starfsemi en þar sem mátti græða á ósómanum þá var sjálfsagt að leyfa.
Gunnar skilur Kópavog eftir skuldum vafinn og framkvæmdir hafa verið allt of miklar. Ein sú furðulegasta var Heiðmerkurævintýrið sem kostaði Kópavog margar milljonir í skaðabætur og kostnað.
Guðjón Sigþór Jensson, 20.12.2013 kl. 10:27
Það er ótrúlega ómerkilegur málflutningu að halda því fram að ófarir Gunnars í prófjörinu 2010 séu vinstri mönnum að kenna. Gunnar sagði sjálfur í viðtali að aflokun prófkjöri að það hefði margt verið bogið við prófkjör sjálfstæðismanna og sakaði mótframjóðendur sína um óheilindi. Sagði að prófkjörið hefði alls ekki verið samboðið flokknum. Ég held að sjálfstæðismenn verði einfaldlega að líta í eigin barm í stað þess að kenna vinstri mönnum um ófararirnar. Málflutningurinn verður ekki öllu billegri.
Auk þess er rétt að geta þess að hið svokallaða lífeyrissjóðsmál varð honum sennilega ekki til framdráttar. Það kom reyndar síðar á daginn að hann braut lög og var sakfelldur í því máli. Honum hefði tæpast verið sætt í stóli bæjarstjóra með dóm á bakinu.
Var sá dómur vinstri mönnum að kenna?
Jón Kristján Þorvarðarson, 20.12.2013 kl. 10:45
Guðjón - hélt Gunnar hlífarskyldi yfir þessum súlustöðum - NEI - var vændi/mannsal þarna ?
Það er ekki hægt að henda fram svona bulli án rökstuðnings.
Þar sem Gunnar var mjög farsæll stjórmálamaður á hægri væng stjórnmálanna þá að sjálfsögðu munu þið vinstri - menn reyna allt sem þið getið til að sverta hans stjórnmálaferli - það segir mest um hve vel hann stóð sig - aldrei gott fyrir hægri - mann að vera vinsæll hjá vinstra - liðinu.
"framkvæmdir hafa verið allt of miklar"
Þetta er einfaldlega munurinn á hægri og vinstri - hægri - menn vilja framkvæmdir og framfarir - vinstri - menn vilja stöðnum og háa skatta.
Gunnar getur verið mjög sáttur við sinn stjórnmálaferli og það eru Kópavogsbúar.
Óðinn Þórisson, 20.12.2013 kl. 17:15
Jón Kristján - þú heldur þig við að vera " kurteis ". en allt í lagi - þú verður að eiga það við sjálfan þig.
Það er mjög sérstakt að vinstri - menn séu að biðja sjálfstæðisflokkinn að lita í eign barm - hefur Samfylkingin í Kópavogi gert það - NEI - og beðið Kópavogsbúa afstökunar á HamraborgarMeiritllutahklúðrinu - NEI.
Sú staðreynd stendur eftir sama hvað þið vinstri - menn vælið - það voru Gunnar og Sigurður heitinn sem gerðu Kópavog að því sem hann er í dag.
Óðinn Þórisson, 20.12.2013 kl. 17:23
Óðinn, þú grátbiður menn um að vera málefnalega. Hvernig væri þá að reyna svara málefnalega? Svo að því sé haldið kirfilega til haga þá var það sjálfur Gunnar Birgisson sem sagði að sjálstæðismenn í Kópavogi þyrftu að líta í eigin barm og huga betur að framgangi prófkjörsmála í framtíðinni enda var það hann sjálfur (enginn annar) sem sakaði mótframbjóðendur sína um óheilindi.
Og samviskuspurning til þín: Vildir þú hafa bæjarstjóra sem hefur gerst brotlegur við lög og hlotið dóm fyrir?
Og að endingu, það er býsna skondið að þú skulir telja mig til vinstri manna. Hvaðan hefur þú það? Fyrir að andmæla hallærislegum málflutningi?
Jón Kristján Þorvarðarson, 20.12.2013 kl. 22:51
Jón Kristján - ef þú telur að ég sé ekki málefnalegur þá er þér frjálst að hafa þá skoðun og ekki ætla ég að reyna að breyta því.
Ég var á fundi með öllum bæjarfulltrúum Kópavogs í Hlíðarsmára 09.11.2013 og veit nákvæmlega hvað þar fór fram - hef sótt fundi þar - tekið þátt í prófkjörum flokksins síðan ' 97 þannig að ég veit nákvæmlega hvernig hlutinrnir ganga fyrir sér í flokknum og hvað er í gangi innan bæjarstjórnarflokks Sjálfstlæðisflokksins í Kópavogi.
"hallærislegum málflutningi? " held þú sért nú bara að tala um sjálfan þig
Óðinn Þórisson, 21.12.2013 kl. 12:40
Ég held að þér væri hollt að rifja upp hvað Gunnar Birgisson sagði í fjölmiðlaviðtölum eftir prófkjörið. Til að hressa upp á minnið getur þú fundið ummæli hans á Netinu.
En það er dálítið merkilegt að þú skulir ekki tjá þig um að Gunnar Birgisson var sakfelldur fyrir brot sem átti sér stað meðan hann gegndi stöðu bæjarstjóra.
Jón Kristján Þorvarðarson, 21.12.2013 kl. 17:34
Jón Kristján - þú virðist bara ekki ná þessu málefni x-d í kópavogi mjög vel og veit nákvæmlega hvað Gunnar sagði og sagði ekki en það er fullkomið aukaatriði - það sem skiptir máli að þessir tveir einstaklinar gerðu Kópavog að því sem hann er í dag - um það verður ekki deilt.
Ég þarf ekki að svara spurningu þar sem svarið blasir við öllum. nema greynilega þér.
Óðinn Þórisson, 21.12.2013 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.