11.1.2014 | 14:48
Ekkert ESB - Já fólk á Framboðslistum x-d
Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins varðandi esb - er mjög skýr og það þurfa framboðslistar flokksins að endurspegla.
Það stendur hvergi í stjórnarsáttmálanum að það verði kosið um framhald aðidlarviðræðna íslands við esb á þessu kjörtímabili.
Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þar til þið 'sannir' xD menn bannið já sinna í ykkar félagsskap verður þetta bara svona.
Rafn Guðmundsson, 11.1.2014 kl. 16:11
Rafn - það mega allir bjóð sig fram en ekki ástæða til að styðja það fólk sem styður innlimun íslands í esb. X-D er nú einu sinni fullveldisflokkur.
Óðinn Þórisson, 11.1.2014 kl. 17:36
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er aðeins kveðið á um viðræðuhlé. Þó er greint frá því að úttekt verði gerð á stöðu ESB-viðræðnanna og úttektin verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Það bólar raunar lítið á fyrrgreindri úttekt en hún hlýtur að birtast von bráðar.
Hins vegar er rétt að árétta að í sjálfri stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins stendur skýrum stöfum: Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur þar af leiðandi að berjast fyrir sinni stefnuskrá innan ríkisstjórnarinnar. Skárra væri það nú! Ég vænti þess því að það verði kosið um áframhald aðildaviðræðna á yfirstandandi kjörtímabili.
Jón Kristján Þorvarðarson, 11.1.2014 kl. 17:56
Jón Kristján - það sem skiptir máli er það sem stendur í stjórnarsáttmálanum.
Þetta er samsteypustjórn og báðir flokkar eru með skýra stefnu að hagsmunum íslands sé betur komið utan esb.
Ef þú hefur hlustað á SDG og BB í Kryddsíld á gamlársdag þá er alveg ljóst að það verður ekki kosið um þetta mál á þessu kjörtímabili.
Höfum í huga að Samfylkingin klúðraði esb - máinu allsvakalega á síðasta kjörtímabili - hefðu átt að slíta stjórnarsamstarfinu við vg vorið 2012 þegar ljóst var að þetta mál myndi ekki klárast.
Það hefur komið fram í máli ÖJ að forysta vg hafi í lok kjörttímabiilsins sagt NEI við Sf um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið - þannig að vg sveik stjórnarsáttmálann - aumingjaskapur sf - alger.
Óðinn Þórisson, 11.1.2014 kl. 18:06
það sem stendur í stjórnasáttmálanum SKIPTIR ENGU máli - enginn kaus um það sem þar stendur (nema kannski þú Óðinn - venjulegt fólk vissi ekki hverning þessi sáttmáli kæmi til með að líta út)
Rafn Guðmundsson, 11.1.2014 kl. 20:04
Rafn - það sem stendur í stjórnarsáttmálanum skiptir öllu - hann er stjórnarsáttmáli stjórnarflokkana.
Íslendigar gegu að kjörboðinu 27 apríl og fengu núverandi stjórnarflokkar 38 þingsæti þannig að þjóðin kaus stefnu&hugmyndafræðilega breytingu frá hreinni vinstri - stjórn og þar með NEI við ESB.
Samfylkingin ESB - flokkur Íslands tapaði 11 af 20 þingstætum þannig að þjóðin vildi ekki stefnu þess flokks og það var aldrei stefna fullveldisstjórnar að framfylja fullveldisafsalsstefnu Sf.
Óðinn Þórisson, 11.1.2014 kl. 20:31
nei Óðinn - það sem skiptir máli er það sem 'menn' segja fyrir kostningar.
Rafn Guðmundsson, 11.1.2014 kl. 20:59
Rafn - landsfundir marka stefnuna ekki persónulegar skoðanir einstakra manna.
Óðinn Þórisson, 11.1.2014 kl. 21:39
nú - ekki vissi ég að 'flokkurinn' væri í framboði - vissi af bb og ...
Rafn Guðmundsson, 11.1.2014 kl. 22:57
Það sem ekki hefur verið stoppað, það heldur áfram.
Undarlega mikil ró yfir svo stórum kosningasvikum, eins og venjulega á Íslandi?
Nú draga þessir flokkar til baka þessa umsókn strax, eða segja af sér ríkisstjórnar-blekkingar-brögðunum, á Bessastaðabýlinu hjá Óla bónda.
Annars er ekkert mark takandi á stærsta pólitíska loforði beggja flokkanna. Bara núll og lyga-biks, enn einu sinni?
Það er lágmark að lífeyrissjóðs-skattpíndir, blekktir og rændir, fái að vita hvað er í gangi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2014 kl. 23:46
Óðinn, viltu ekki kannast við stefnuskrá þíns flokks? Sjálfstæðisflokkurinn er með þá skýru stefnu að þjóðin fái að kjósa um áframhald aðildaviðræðna á þessu kjörtímabili. Stjórnarsáttmálin er ekki til neinna trafala hvað það atriði varðar.
Jón Kristján Þorvarðarson, 12.1.2014 kl. 00:57
Sjálfstæðisflokkurinn býr vel að því að eiga menn eins og þig, Óðinn Þórsson -- en illa að því að vera með ESB-áhugasaman Halldór Halldórsson innanstokks og jafnvel sem oddvita borgarstjórnar-frambjóðenda, þótt að vísu hafi hann fengið takmarkað umboð í prófkjörinu. Þú hefur væntanlega lesið Reykjavíkurbréf í dag, þar sem lagt er til, að Eyþór Arnalds taki forystuna í borginni ! Það væri betri kostur fyrir sanna sjálfstæðismenn að mínu mati.
Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 02:13
Rafn - frambjóðendur fá umboð sitt frá kjósendum í prófkjöri og landsfundu markar stefnuna og eftir því eiga fulltrár flokksins að fara í öllum grundvallarmálum annars eiga þeir að segja af sér því þá eru þeir ekki í réttum flokki.
Óðinn Þórisson, 12.1.2014 kl. 09:35
Anna Sigríður - það er málið þessir flokkar eru ESB - NEI flokkar, flokkar fullveldis og sjálfstæðis íslands þannig að því fyrr sem þessu samfylkingarrugli verði hætt því betra.
GBS afhjúpaði ipa - lygina.
Óðinn Þórisson, 12.1.2014 kl. 09:40
Jón Kristján -
"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
Það kemur hvergi fram að þessi þjóðaratkvæðagreisla verði á þessu kjörtímabili.
Óðinn Þórisson, 12.1.2014 kl. 09:44
Jón Valur - takk fyrir hlí orð í minn garð - met þau mikils.
Eins og framboðslisti Sjálfstæðisflokksins er í dag í Reykjavík þá er hann vart bjóðanlegur kjósendum í Reykjavík og ef menn vilja koma í veg fyrir algert afhroð flokksins í vor í borginni þá verður að stokka upp þenna lista - líst vel á Eyþór.
Óðinn Þórisson, 12.1.2014 kl. 09:46
Kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er skýr varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og stjórnarsáttmálinn hindrar flokkinn ekki á nokkurn hátt að berjast fyrir þessu stefnumáli sínu.
Svo getum við vísað í ótal viðtöl við ráðherra flokksins (t.d. Bjarna Ben og Illuga) sem hafa lýst því yfir að fyrrgreind þjóðaratkvæðagreiðsla væri best fyrirkomið á fyrrihluta kjörtímabilsins.
Jón Kristján Þorvarðarson, 12.1.2014 kl. 11:38
Jón Kristján - ég sé enga ástæðu til að kjósa um þetta mál á þessu kjörtímabili enda stefna beggja stjórnarflokka skýr að hagsmunum íslands sé betur komið utan esb.
Samfylkingin esb - flokkur íslands talaði um að það tæki 18 mán að klára " samning " og kosið yrði um hann á fyrir lok kjörtímabilsins.
Var það getuleysi eða viljaleysi Samfylkingarinnar ?
Óðinn Þórisson, 12.1.2014 kl. 12:23
Við erum að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu og stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins! Af hverju blandar þú Samfylkingunni inn í þá umræðu?
Svaraðu fyrir það sem stendur í stefnuskránni og hvað ráðherrar flokksins (Bjarni Ben. og Illugi) hafa sagt um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir hafa talað nokkuð skýrt.
Jón Kristján Þorvarðarson, 12.1.2014 kl. 14:45
Jón Kristján - í upphafi skyldi endan skoða.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi fara þá leið vorið 2009 að fara í tvöfalda þjóðaratkvæðagreislu um esb - en því miður þá sagði Sf - NEI við því.
Sf - var 3 sinnum á NEI takkanum á síðasta kjörtímabili að þjóðin kæmi að esb - málinu.
Hvað er svona erfitt að skylja - það stendur hvergi í stjórnarsáttmálanum að það verði kosið um þetta mál á þessu kjörtímabili og báðir stjórnarflokkarnir eru með skýra stefnu að hagsmumum landins er betur komið utan esb.
SDG hefur greynt frá fundum sem hann átti með æðstu mönnum esb - á síðasta ári / tók dæmi ísland heldur þj.atkvæðagreiðslu um framhald esb - aðildarviðræðna og gerir mistök og segir já en ríkisstjórn styður það ekki - spurði SDG hvort þeir hefðu heyrt slík áður - NEI - þannig að við sjáum til hvað gerist í alþingskosingum 2017 hvort umsóknin verði lögð inn aftur sem ég tel harla ólíklegt.
ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI ER ÞETTA - HVAÐ STENDUR Í STJÓRNARSÁTTMÁLNUM - FINNDU LÍNUNA ÞAR SEM STENDUR Á ÞESSU KJÖRTÍMABILI.
Óðinn Þórisson, 12.1.2014 kl. 17:17
Jón Kristján Þorvarðarson ætti að hafa það hugfast, að með yfirlýsingum Bjarna unga Ben., sem JKÞ vísar til, var Bjarni að svíkjast um að framfylgja skýrri stefnu flokksins (landsfundar 2013), þ.e.algerri andstöðu við að fara í Evrópusambandið, rétt eins og Bjarni sveikst um að framfylgja stefnu landsfundar fáeinum misserum áður í Icesave-málinu (og hefur þá að minni hyggju "búllýjað" meirihluta þingflokksins (hina lingerðari) til að fylgja hans "kalda mati" í því.
Bjarna unga Ben. skjátlaðist jafn-illilega í tilvísuðum yfirlýsingum sínum í ESB-innlimunarmálinu eins og í Icesave-málinu og er að sundra og spilla flokknum með framkomu sinni. Ekki seinna en á næsta landsfundi ætti að víkja honum frá, sama hvað hann brosir á báða bóga og kýs öðru hvoru að sýna að hann sé lítillátur og mannlegur.
Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 20:41
Jón Valur -
"Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan"
Kjörnum fulltrúm ber skylda til að framfylgja ályktunum landsfundar - ef ekki eiga þeir að segja af sér.
Þetta er alveg skýrt og Jón Kristján verður að eiga við sjálfan sig ef hann vill ekki skylja esb - NEI stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Óðinn Þórisson, 12.1.2014 kl. 22:30
Takk, Óðinn.
Jón Kristján verður líka að hafa hitt hugfast, að jafnvel innan Samfylkingar reyndist við skoðanakönnun hlutfallslega meiri andstaða við ESB-umsókn heldur en stærðin á hópnum í Sjálfstæðisflokki sem vildi ESB-umsókn. Samt er alltaf verið að tala um einhverja ESB-sinna í Sjálfstæðisflokki og að taka eigi tillit til þeirra, en aldrei voru ESB-málpípurnar að ætlast til hliðstæðrar tillitssemi Samfylkingar við sína eigin ESB-andstæðinga! -- nei nei, heldur bara keyrt á málið og umsóknin send, kolólöglega og tvífellt (í nefnd og þingsölum) að spyrja þjóðina áður! Svo vælir þetta lið nú um þjóðaratkvæði!
Jón Valur Jensson, 13.1.2014 kl. 01:21
Jón Valur - á að taka tillit til hvað nokkra manna - það væri einfaldlega fáránlegt.
Umsóknin var ólögleg og þar að auki mjög ólýðræðislega samþykkt - þetta vita allir sem vilja vita ( vg )
Óðinn Þórisson, 13.1.2014 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.