Krafan Er Helguvík

Krafa suðurnesjamanna hefur komið skýrt fram og þeir treysa á að atvinnuflokkarnir klári málið og Helguvík fari í fullan gang.
Ríkisstjórnn verður að leggja allt um að þetta verkefni verði að veruleika - þetta eru jú einu sinni atvinnuflokkar og framtíðin snýst um fleiri störf og þá fáum við aftur 1 flokks heilbrigðiskerfi.


mbl.is Álverið án rafmagns í tvo tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll sem jafnan - Óðinn sem og aðrir gestir þínir !

Bíddu við Óðinn minn - ''atvinnuflokkarnir'' skrifar þú ?

Sigmundur Davíð og Bjarni hafa látið ásannazt - að þeir eru nákvæmlegu sömu DAUÐYFLIN og Jóhanna og Steingrímur voru ALLA TÍÐ.

Hnipptu í mig árið 2017 - og sjáum til hvort einhver breyting hafi orðið hér til batnaðar / til samanburðar við árin 2009 - 2013 Óðinn minn.

Þú kemur öngvu atvinnulífi af stað - með einhverju nefnda stagli og reglugerðum og blaðri alþingis úrhrakanna / HELDUR UPPBRETTUM ERMUM vinnandi fólks - eins og við áttum að venjast hér í gamla daga - síðuhafi góður !!!

Með beztu kveðjum öngvu að síður - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 12:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Erum við búin að fá ríkisrekna atvinnuvegi?

Ég hélt að það væru bara kommalufsur sem svona hugsuðu.

Er ekki rétt að úthluta aflaheimildum samkvæmt markaðslögmálinu og setja þær á uppboðsmarkað?

Trúi ekki öðru en að einhverjir íbúar á svæðinu byðu í aflaheimildir og færu að vekja upp á ný þá atvinnuhætti sem byggðu upp þorpin við verstöðvarnar. Þ.e.a.s. ef fjötrar LÍÚ á auðlindinni yrðu leystir með leyfi Skinneyjar/Þinganess, Hesteyrar og valhellinga.

Atvinnuhætti sem hurfu inn í græðgishít frjálshyggju og dindilmennsku hægri aligrísanna sem treysta sér ekki til að byggja upp atvinnu nema með ríkisaðstoð eins og deyjandi sjávarpláss bera vitni.

En nú á ríkið að byggja orkuver og bjóða svo útlendingum að þiggja af okkur ódýra orku til að hefja málmbæðslu sem flestar vestrænar þjóðir eru að losa sig við.

Seint koma fréttir af siðmenningunni til Valhallar eins og fyrri daginn.
Seinkaði haustskipum með sendibréfin? 

Árni Gunnarsson, 8.2.2014 kl. 13:25

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Krafa suðurnesjamanna!

Góður þessi! 

Árni Gunnarsson, 8.2.2014 kl. 13:26

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar Helgi - það er ekki hægt að halda jafn illa á atvinnuálum og fyrr. ríkisstjórn gerði enda verður VG aldrei sakaður um að vera mjög umhugað um atvinnulíð.
Ríkisstórn sem hefur ekkert annað fram að færa en að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki mun skíttapa kosningum eins og var niðurstaðan 27 apríl - afHroð vinstri stjórnarinnar.
Ragnheiður Elín hefur sagt að hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma Helguvík í gang..
Ég hef alltaf litið á það svo að hægri&miðjumenn vilja leggja mikið á sig og Grilla á kvöldin eins og HHG sagði en er ekki vinstra - liðið mjög áhugasamt um að vera á einhverskonar bótum - boðar EKKI vg félaghyggjur&bætur ? hefur þú einhvertíma heyrt vg tala um atvinnumáli ? NEMA þá að tína fjallagrös.

Óðinn Þórisson, 8.2.2014 kl. 13:49

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Árni - ríkið á að skapa skilirði þannig að Helguvík fari í gang.

Fyrrv. ríkisstjórn ætlaði að skattpína sjávarútveginn eins og hægt væri - og kom það í ljós að alger stöðnun var komin í greynina - menn vissu ekki hvað vinstri - stjórnin myndi taka upp á næst -vinstri - stjórnin bauð upp á algera óvissu.

8 af 10 þingmönnum suðurkjördæmis eru frá atvinnuflokknum
Yfir 70% reyknesinga styðja atvinnuflokkana. 

Óðinn Þórisson, 8.2.2014 kl. 13:53

6 identicon

Sælir - sem fyrr og áður !

Óðinn !

Um leið - og ég vil þakka fornvini mínum Árna Gunnarssyni fyrir hans þarfa innlegg / minni ég þig ENNÞÁ á raunverulegan tilgang flokks nefnu þinnar og hinna 4urra (A - B - S og V lista) sem er að MOKA UNDIR SIG OG SÍNA en skilja aðra eftir úti í Helvítis kuldanum ágæti drengur.

Til dæmis - margtuggið LOFORÐIÐ um afnám Bifreiðagjaldanna - SEM ÁTTI AÐ VERÐA ÁRIÐ 1990 en þau lifa enn - OG MUNU GERA MEÐAN VINIR ÞÍNIR og aðrir ámóta ráða hér einhverjum hlutum.

Vörubílar - sem og önnur atvinnutæki LÍÐA fyrir þetta Helvítis gjald - SVO FRAM KOMI / EINN GANGINN ENN Óðinn minn !!! !!! !!!

Fyrir utan - alla AÐRA okur pósta !!!

Sömu kveðjur sem síðustu - samt sem áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 14:03

7 identicon

Century Aluminium er búið að gefa það út að þeir hafa engan áhuga á að halda áfram með Helguvík nema þeir fái raforku á verði sem tryggir að orkuveitunar og Landsvirkjun tapi á viðskiptunum.

Ertu að fara fram á að ríkið neyði orkuframleiðendur landsins að fara í taprekstur?

Century á líka verkefnið í Helguvík með byggingunum, samningunum, öllum rannsóknum sem hafa verið gerðar á hagkvæmni og náttúruáhrifum. Villtu að ríkið geri eignarnám í þessu upp á nokkra milljarða kostnað fyrir ríkissjóð?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 15:03

8 Smámynd: Stefán Stefánsson

Óðinn, heimsmarkaðsverð á áli er í sögulegu lágmarki núna og þá dettur engum heilvita manni í hug að byggja álver. Það eru líka miklar óseldar birgðir til.

Ætli það sé ekki orsökin fyrir því að Century Aluminium byggi ekki núna og af hverju ættu þeir þá að byggja á Suðurnesjum. Það væri örugglega hagstæðara fyrir þá að stækka álver sitt á Grundartanga ef þeir myndu vilja auka umsvif sín hér.

Þetta frumhlaup í Helguvík að byrja áður en búið var að ganga frá öllum undirbúningsmálum sýnir vel hvernig ekki á að standa að málum. Menn verða bara að bíta í súra eplið með það.

Stefán Stefánsson, 8.2.2014 kl. 15:35

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - ríkisstjórnin er með meirihluta í stjórn landsvrikjunar og forstjóri starfar í umboði stjórnar.

Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr varðandi Helguvík.

Náttrúruáhrif - þetta er eitt þreyttasta orð vinstri - manna.

Óðinn Þórisson, 8.2.2014 kl. 17:49

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stefán - meirihluti samfylkingarinnar í hafn á sínum tíma beitti sér ekkert fyrir því þegar átti að fara að stækka álverið í straumsvík - tillagan var felld af NEI - fólki. - eflaust kostað hfn gríðarlega fjármuni í skatttekjum frá öflugu fyrirtæki.

Ef við byggjum ekki álverið í helguvík - fer vinnan/fjárfestingin/hagvökturinn eitthvað annað í heiminum og þessi blessuðu náttúruáfhrif verða bara einhversstaðar annarsstaðir - þetta er ein jörð.

Óðinn Þórisson, 8.2.2014 kl. 17:53

11 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það hefur verið lenska hjá sumum að byrja framkvæmdir án þess að öll leyfi lægju fyrir í trausti þess að menn fengju að komast upp með það og það er akkúrat það sem gert var í Helguvík. Margir hafa komist upp með það þó óréttlátt sé.

Þetta er ekki rétta leiðin til að framkvæma.

Álver í Helguvík er því miður tímaskekkja eins og málin standa í dag.... álverð í sögulegu lágmarki og gríðarlegar óseldar umframbirgðir til af áli... man ekki töluna, en mynnir að það séu 5,3 milljónir tonna (án ábyrgðar).

Ég er hins vegar sammmála þér í því hve ömurlega Samfylkingin í Hafnarfirði beitti sér þegar stækka átti álverið í Straumsvík. Og líka með það að þetta er ein jörð, það eru of margir sem sjá ekki eða vilja ekki sjá það

Stefán Stefánsson, 8.2.2014 kl. 19:09

12 identicon

Óðinn, hvað ríkisstjórnin getur og getur ekki var ekki minn punktur heldur það að þér finnst það sjálfsagt að ríkið neyði stofnun að fara út í taprekstur sem getur komið aftur í bakið á okkur og neytt ríkissjóð til að bjarga Landsvirkjun eftir nokkur ár.

Þetta mundi líka binda hendur Landsvirkjunar þannig að ekki væri hægt fara í skynsamlegri kosti annarsstaðar á landinu eins og á norður landi.

Hver segir mig vera vinstri mann? Ég var á minnast á þetta í því samhengi að Century á skýrsluna um náttúrumat sem er lagalegt skilyrði fyrir því að byggja þessa hluti. Ef Century verður ekki hluti af því batterýi sem byggir álverið í helguvík þá þarf að gera nýja skýrslu eða kaupa þessa af Century.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 19:18

13 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Alveg burtséð frá pólitík: Hver er ávinningurinn með öðru álveri sem Landsvirkjun getur ekki framleitt eða tryggt næga orku fyrir? Svo vill Landsvirkjun fara að flytja út orku. Ég skil ekki alveg þetta orkubókhald þeirra frekar en ég hef nokkurntíma skilið hvernig er hægt að reka fyrirtækið með því að selja megnið af raforkunni á Íslandi með bullandi tapi.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 8.2.2014 kl. 23:36

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og enn er blaðrað um skattpíningu á útgerðinni!

Reyndar er það ekki fyndið að sjá hversu margir hægri menn eru hættir að basla við að hugsa sjálfstætt en láta nægja að segja það sem forystan er búin að gefa út.

Það er engin útgerð að hætta vegna skattpíningar.

Hugsanlega hafa einhverjir tekið sér meiri arð en sem nam síðustu afskriftum.

Það er bölvuð fljótfærni og græðgi.

En það verður ekkert álver þarna í víkinni Óðinn af því túrbínutrixið gekk ekki upp.

Þið, hægri menn verðið líklega að bíta í súra eplið og fara að dæmi Norðmanna. Gefa sjómönnum leyfi til að veiða fiskinn áður en hann gengur á land og veiðir fólk.

Eitthvað verður greyið að fá að éta. 

Árni Gunnarsson, 8.2.2014 kl. 23:44

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stefán - ég held að menn hafi farið af stað í þessar framkvæmdir með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi.
Það má ekki gleyma hlut Svandísar - það er erfitt að reyna að fara í framkvæmdir þar sem ráðherra brítur lög og segir svo að það sé í lagi þar sem hún sé í pólitík.

Takk fyrir að taka undir með Hafn og að þetta sé ein jörð.

Óðinn Þórisson, 9.2.2014 kl. 09:23

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - áver í helguvík myndi hafa gríðarleg margfeldisáhrif á atvinnulífið á suðurnesjum, það eru borguð mjög góð laun í álverum, þar vinna mikið af hámenntuðu fólki og það er kominn tími til að taka af skarið - landsvírkjum er framvkæmdafyrirtæki - það er alltaf verið að tala um eitthvað annað - gott og blessað en þetta er í mínum huga eina rétta ákvörðunin - sem mun leiða til 1% hagvaxtar.

Óðinn Þórisson, 9.2.2014 kl. 09:27

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Arnór - hröður arnarson varmjög passívur meðan vinstri - stjórnin var en nú ætti hann að vita að það er komin ríkisstjórn sem vill atvinnuupbygginu.
Bókhald / skýrslur - það er fullt af fólki í vinnu til að gera þessa vinnu

Óðinn Þórisson, 9.2.2014 kl. 09:30

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Árni - það er ekki verið að blaðra um skattpíningu á útgerðina - það var staðreynd hjá fyrrv. ríkisstjórn.
Að hugsa sjálfstætt - ég tala fyrir hugsjónum og stefnu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýni flokkinn/ráðherra/þingmenn ef það á við dæmi illugi vegna rúv og hönnu birnu vegna flugvallarins.

Við skulum vona að af þessari framkvæmd verði - veit að vg bíður eftir því að járngrindurnar verði teknar niður í helguvík - það er sigur hjá þeim - engin vinna þar til framtíðar.

Óðinn Þórisson, 9.2.2014 kl. 09:35

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Staðreyndir í sjávarútvegi eru margar og ljótar en ekki tengdar skattlagningu á neinn hátt. Sjálfstæðismenn og framsóknardindlar hafa séð til þess að samfélagið hefur árlega tapað tugum milljarða allmörg síðari árin og það munar um minna.

Líklega hafa tapaðar tekjur vegna viðhengis sjallagarmanna við rassvasa LÍÚ numið afrakstri nokkurra álvera.

Og þér finnst allt í lagi þó útgerð greiði sér milljarða í arð á sama tíma og hjá henni eru afskrifaðir tugir milljarða.

Þér er nefnilega sagt af þinni forystu að svona eigi þetta að vera til að allt gangi upp.

Og vínstri kálfahjörðin hafði sig auðvitað ekki í gegnum þetta dæmi.

Það er sama hvar borið er niður í heimsku-og spillingarpotta fjórflokksandskotans.

Það er varla líft á Íslandi fyrir þessu ólánskvikindi.

Árni Gunnarsson, 9.2.2014 kl. 16:26

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hugsjónir og stefna sjálfstæðisflokksins!

Hvílíkur lífsförunautur!

Hvílíkur lífstilgangur! 

Árni Gunnarsson, 9.2.2014 kl. 16:27

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Með Hafrannsóknarstofnun í vasanum hefur LÍÚ/Sjálfstæðisflokki/Framsóknarflokki tekist á 30 árum! Á 30 árum að fara svo með okkar verðmætustu auðlind að nú getum við ekki lengur rekið nýtt og tæknivætt rannsóknarskip!

Ertu ekki stoltu fyrir hönd þíns flokks sem þú segist hafa helgað líf þitt Óðinn?

Það þurfti nefnilega að passa að LÍÚ, óskabarn sjallafíflanna gæti gengið að því vísu að aldrei væru gefnar út meiri aflaheimildir en svo að leiguverðið nálgaðist söluverð á afurðum og færi helst yfir það!

Útgerðin sem þú segir að hafi verið kaffærð í skattlagningu síðustu stjórnar, selur nýliðunum aflaheimildir í ýsu fyrir 300 kr. kg. þótt verðið á aflanum nái jafnvel ekki þeirri upphæð.

En þegar á að skattleggja útgerðir til ríkisins um fáeinar krónur þá er það dauðadómur á útgerðina.

Er ekki markaðurinn besti verðmiðlarinn? Markaðsverðið er rétta verðið segið þið.

En það má ekki setja aflaheimildir á markað! 

Norðmenn og Rússar gáfu skít í svona spillingarverndun og veiddu margfalt við ráðgjöf. Nú veiða þeir í Barentshafi milljón tonn af þorski en við sem höfum Hafró að leiðarljósi til að viðhalda skortstöðu, veiðum 200 þús. tonn.

Og verðum að leggja okkar rannsóknarskipi!

Til hamingju með Flokkinn þinn Óðinn! 

Og nú eru Norðmenn búnir að gefa bátum upp að 11 metrum fullt frelsi til veiða!

Þið birtið ekki einusinni svona frétt í blaðinu ykkar eða á RÚV sem þið stjórnið. Þið þorið ekki að segja frá þessu, greyin!

 Þið sjallar viljið ekki þjóðartekjur. Þið viljið tekjur handa YKKAR fólki og skoðanabræðrum ykkar í stóriðju erlendis.

Komið bara út úr skápnum, hættið þessari hræsni og viðurkennið spillinguna og óheiðarleikann í garð eigin þjóðar. 

Og ykkur er skítsama um náttúru eigin lands nema ef hún getur gagnast Flokknum og dindlunum hans.

Vonandi er það heimsmet að stjórnvöld banni eigin þegnum að nýta auðlindir sem nært hafa þjóðina í meira en þúsund ár.

Bara til þess eins að geta haldið uppi skortstöðuverði fyrir örfáar fjölskyldur.

En þarna er þín skæra lífstjarna! 

Árni Gunnarsson, 9.2.2014 kl. 17:20

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Árni - þú verður a.m.k ekki sakaður um að spara stóru yfirlýsingarnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er að koma að borðinu eftir rúm 4 ára vinstri - stjórn og það tekur tíma að vinda ofan af allri vitleysunni sem fyrrv. ríkisstjórn gerði - það verður vart skrifað á Sjálfstæðisflokkinn að það sé ekki lengur hægt að reka Bjarna Sæmundsson.

Þeir sem hafa fjárfest í sjávarútvegi eiga hrós skilið, þeir hafa byggt upp fyrirtæki, skaffað fleiri hunduðum íslendinga vinnu gegnum tíðina sem hafa framfleitt sig og sínar fjölskyldur á afkomu þessara skipa sem útgerðin gerir út.

Markaðurinn á að ráða, framboð og eftirspurn - fyritæki verða að fá hagnað til að geta bætt kjör sinna starfsmanna og haldið við og bætt tækjabúnaði - sjávrútvegurinn er ekki góðgerðastofnun.

"Komið bara út úr skápnum, hættið þessari hræsni og viðurkennið spillinguna og óheiðarleikann í garð eigin þjóðar. "

Þessi fullyrðing stenst enga skoðun - en þú hefur rétt á þinni skoðun hér eins og aðrir.

"Og ykkur er skítsama um náttúru eigin lands nema ef hún getur gagnast Flokknum og dindlunum hans"
Ég vil að við nýtum okkar auðlyndir.

Óðinn Þórisson, 9.2.2014 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband