19.2.2014 | 06:53
Engin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald á þessu kjörtímabili
Þetta er sá raunvöruleiki sem blasir við öllum og ekkert fyrir ESB - JÁ fólk en að sætta sig við þennan nýja raunvöruleika og byrja að vinna út frá honum.
Ísland er ekki á leiðinni í ESB meðan þessi ríkisstjórn er við völd - það er klárt má.
Ekki samningaviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 888605
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engin þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald á þessu kjörtímabili? Ætlar xD að leggja sína eigin stefnuskrá til hliðar og láta xB ráða þessu alfarið?
Jón Kristján Þorvarðarson, 19.2.2014 kl. 08:49
Jón Kristján - hversvegna var Samfylking ekki búin að koma esb - málinu í einhvern farveg áður en flokkur fór út ríkisstjórn ? ekki var hrokinn svo mikill að þeir gerðu ráð fyrir þvi að vera áfram í ríkissjtórn ?
Óðinn Þórisson, 19.2.2014 kl. 17:25
það getur ekki farið fram nein þjóðaratkvæðgreiðsla um það sem aldrei var löglega sótt um ...voðalega eru margir fastir i þvælunni !??
rhansen, 19.2.2014 kl. 17:38
Samfylkingin skiptir mig engu máli og eflaust má skreyta þann flokk með mörgum axarsköftum.
Þessa stundina er ég hins vegar upptekinn af stefnuskrá xD.
Jón Kristján Þorvarðarson, 19.2.2014 kl. 17:41
rhansen - það hefði verið lágmarkskaurteisi hjá SF - að fá umboð frá þjóðinni til að hefja þetta.
Óðinn Þórisson, 19.2.2014 kl. 18:09
Jón Kristján - landsfundarályktun x-d er mjög skýr að flokkurinn telur hagsmunum íslands betur komið utan esb.
X-D lagði fram tillögu 2009 að leitað yrði til þjóðarinnar um að fá umboð til að hefja þessar aðilarviðræður - SF sagði NEI.
Óðinn Þórisson, 19.2.2014 kl. 18:12
Jón, engu þjóðaratkvæði var lofað af ríkisstjórninni og var ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar eða Sjálfstæðisflokksins þó einn og einn stjórnmálamaður hafi viljað það. Þessi kjaftasaga er orðin úreld og er viðhaldið aðallega af samfylkingarmönnum.
Elle_, 19.2.2014 kl. 21:27
Elle_ - Það er vissara að hafa staðreyndir á hreinu áður en orð manna eru véfengd. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins 2013 stendur skýrum stöfum: "Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu"
Er stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins orðin að úreldri kjaftasögu?
Jón Kristján Þorvarðarson, 19.2.2014 kl. 22:51
Óðinn, stóð þetta þar eins og hann skrifaði það? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins komst ekki að þeirri niðurstöðu, Jón. Og ekki Framsókn. Ríkisstjórnin ætlaði ekki og ætlar ekki að hefja aðildarviðræður nema að undangengnu þjóðaratkvæði. Það er ekkert loforð um neitt þjóðaratkvæði.
Elle_, 19.2.2014 kl. 23:44
Jón Kristján - það sem skiptir máli er það sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum, þar kemur hvergi fram að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um framhald aðildarviðrænanna á þessu kjörtímabili.
Vissulega hafði BB talað fyrir á fyrri hluta kjörtímabsins en þetta samsteypustjórn og hefur ekki náðist inn - eflaust hefur BB gert allt til að svo yrði.
Óðinn Þórisson, 20.2.2014 kl. 04:55
Elle - báðir flokkar eru með stefnu að hagsmunum íslands sé betur komið utan esb og því mjög óeðlilegt að þeir leiði viðræður um aðild þar sem það er enginn samningur í boðii - ef þú sækir um vilt þú ganga inn í esb - það er mjög brengluð umræða hér um að fá sem bestan samning - þetta eru aðildarviðræður.
Rétt það er ekkert loforð í stjórnarsáttmálanum um að halda þj.atkvæaðgreiðslu um esb enda væri það hálf fáránlegt og eignlega hálfgert harakiri fyrir ríkisstjórnina.
Óðinn Þórisson, 20.2.2014 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.