Er x-d að verða viðskila við Atvinnulífð ?

Það virðist vera að Sjálfstæðisflokkurinn sé að verða viðskila við atvinnulífið og erfitt að gera sér grein fyrir á hvaða ferðalagi flokkurinn er. Össur - CCP - Marel - / SA - SI

Vilhjálmur Bjarnason og Ragnheður Ríkharðsdóttir munu greiða atkvæði gegn því að umsóknin verði dregin til baka - það er mikið fagnarefni.

Ég tel það algjörlega GALNA ákvörðun að slíta þessum viðræðum EN ég er EKKI á leðinni í Samfylkinguna ENDA ekki jafnaðarmaður - ég ER FRJÁLSLYNDUR Sjálfstæðismaður og hér mun EKKERT gerast nema með öflugu atvinnulífi.
mbl.is Rætt um Evrópumálin á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú liðast þessi spillingarklíka og klofnar. Hvoru megin verður þú Óðinn ?

hilmar jónsson, 23.2.2014 kl. 19:34

2 Smámynd: rhansen

Nú er eg hætt að skilja þig  Óðinn .og af hverju ættum við að enda okkar lifdaga i ESB ....Sem við eigum enga samleið með á nokkurn hátt .....her er hægt að gera gott atvinnulif og mannlif ef fólk hættir að halda að allt se betra annarsstaðar en i túninu heima !.....Og um hugsunin um að binda mina og annara afkomendur  inni svona bandalag sem Mun enda með ósköpum og engin veit hvar við lenntum þá ?? gerir mig virkilega reiða ...við höfum ekki leyfi til þess ...það er svo einfallt ...

rhansen, 23.2.2014 kl. 19:49

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ragnhild, Sumir Sjallar taka stundum smá sönsum.

Ekki fá panik kast.

hilmar jónsson, 23.2.2014 kl. 19:53

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hilmar - með þeirri stefnu og hugmyndafræði sem flokkurinn er byggður á um lýðræði - stétt með stétt.
Þorsteinn Pálsson hefur farið vel yfir málið.

Óðinn Þórisson, 23.2.2014 kl. 20:20

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú líst mér aðeins betur á þig..

hilmar jónsson, 23.2.2014 kl. 20:23

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - ég vil benda þér á færslu hjá mér - 22.2.2014 | 11:53 - þar fer ég yfir esb - málið og útskýri mína afstöðu að ég tel mjög vel.

Bjarni talði mjög skýrt fyrir kosningar - um að þetta færi í þj.atkvæði á fyrri hluta þessa kjörtímabilsins.

Samfylkingin eyðilaggði í upphafi þetta mál með mjög svo ólýðræðislegum vinnubrögðum - þeir fengu sinn skell 27 apríl 12.9 %

Óðinn Þórisson, 23.2.2014 kl. 20:24

7 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Annað hvort er það þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi ESB-viðræður eða þá að viðræðurnar við ESB verði settar á ís, það er gjörsamlega galin ákvörðun að slíta þessum viðræðum því það gæti haft alvarlegar afleiðingar ef ákveðið væri seinna að fara í viðræður við ESB en Eiríkur Bergmann segir "Ef umsóknin verður dregin til baka þá held ég að það verði ekki opnað fyrir umsókn aftur næstu 15 til 20 árin"

Það verður enginn sigurvegari í þessu máli ef ríkisstjórnin ákveður að slíta þessum viðræðum, þetta er gjörsamlega farið úr böndunum.

Friðrik Friðriksson, 23.2.2014 kl. 20:33

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur á að vera stimplaður samfylkingarmaður. Held að flestir fagni því á þessum síðustu og verstu þegar fram kemur sjálfstæðismaður með sjálfstæða hugsun. Það eru líka margir sem ekki tilheyra neinum flokkum og taka afstöðu til hvers máls fyrir sig, þar á meðal ég.

Ég skil nú ekki að þú sért eitthvað hissa á þessum viðbrögðum, þar sem flestir aðilar vinnumarkaðarins, þar á meðal forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem hvað best standa, hafa frá upphafi lýst yfir stuðningi við að viðræður verið kláraðar. Þessir menn eru í rekstri og þurfa stabilitet og framtíðarsýn. Þetta virðist hins vegar ekki skipta stjórnvöld neinu máli.

Það hlýtur líka að teljast verulegt áhyggjuefni þegar menn ganga svona gersamlega á bak orða sinna í jafn stóru máli og þessu. Traust á pólitíkinni hefur ekki verið merkilegi upp á síðkastið og þessi uppákoma sendir það alveg niður í kjallara.

Haraldur Rafn Ingvason, 23.2.2014 kl. 20:52

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Óðinn, samtökin SA, SI og Viðskiptaráð sendurspegla ekki vilja fjöldans og sannarlega ekki vilja langflestra kjósenda Sjálfstæðisflokksins, sem standa gegn aðild Íslands að ESB, ítrekað í ótal könnunum 75-80%. Svo vill til að Hilmar Veigar og aðrir harðir ESB- aðildarsinnar eru forstjórar fyrirækjanna sem þú mefndir, en þúsundir sjálfstæðra fyrirtækja og verktaka eru í eigu og stjórn Sjálfstæðisfólks, sem stendur flest gegn ESB eins og kannanirnar sýna svo vel.

Ívar Pálsson, 23.2.2014 kl. 22:13

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"en þúsundir sjálfstæðra fyrirtækja og verktaka eru í eigu og stjórn Sjálfstæðisfólks, sem stendur flest gegn ESB eins og kannanirnar sýna svo vel".

Getur þú bent mér á þessar upplýsingar?

Haraldur Rafn Ingvason, 23.2.2014 kl. 22:30

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Haraldur Rafn, það gefur raunar auga leið, þótt ekki væri nema vegna stærðar flokksins, ef um venjulega dreifingu væri að ræða. En þar að auki er það þekkt staðreynd að sjálfstæðir atvinnurekendur finna gjarnan samhljóm við stefnu Sjálfstæðisflokksins. En afsakið, ég man ekki núna hvað könnun ég hafði í huga, með samsetningu kjósenda flokksins.

Ívar Pálsson, 23.2.2014 kl. 22:55

12 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ekkert mál, en ef það rifjast upp setur þú kannski link á hana. Ég vil gjarna geta flett upp svona upplýsingum til að sjá hvernig landið liggur. Senniega er þetta fagiðjótseinkenni

Haraldur Rafn Ingvason, 23.2.2014 kl. 23:12

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - eins og við höfum rætt hér áður og erum að ég held sammála um að það hefði átt að spyrja þjóðina áður en farið var af stað.
Þó svo að sf hafi sagt 3 sinnum NEI við að þjóðin kæmi að málinu þá gaf formaður x-d mjög skýrt loforð um þj.atkvæðagreiðslu og sagði á fyrri hluta þessa kjörtímabils og þá hugsanlega samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum.
Þessi ákvörðun getur aldrei annað en haft áhrif á x-d eins og það hafði á x-s að klára ekki dæmið.

Óðinn Þórisson, 24.2.2014 kl. 16:44

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Haraldur - þegar atvinnulífið gargar á ríkisstjórnina og grátbiður hana um að taka ekki þessa skelfilgu ákvörðun þá er maður hugsi að flokkur atvinnulfísins x-d ætli að hafa SA að engu og þeirra skýrslu - er ekki boðlegt.

Menn eiga að geta lært af því hvernig fyrrv. ríkisstjórn hegðaði sér - hún kolféll vegna ólýðræðislegra vinnubragða og standa ekki við sitt loforð um að slá skjaldborg um heimilin og eflaust hafa einhverjir x-s kosið bjarta framtíð

Óðinn Þórisson, 24.2.2014 kl. 16:53

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ívar - það er bara mín skoðun að þegar x-d virðist ekki eiga lengur samleið með SA þá hlútur maður að spyrja sig á hvað ferðalagi er flokkurinn.

Ég styð virkt lýðræði, ég mæti alltaf þegar prófkjör er&og hefur verið í x-d, icesave - sinnum o.s.frv. og ég vil fá að mæta á kjörstað og segja mína skoðun á ESB,.

Óðinn Þórisson, 24.2.2014 kl. 16:55

17 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þykir svolítið skrítið þegar menn kalla sig "viðræðusinna" þegar engar eru viðræðurnar nema þá kanski á þann veg að ESB þráspyr hvenær við verðum búin að taka upp allt regluverkið og aðlagast ESB svo við getum klárað inngönguna.

Ef það verða sérlausnir felast þær ekki í því að við fáum að ráða yfir fiskinum nema kanski að 12 sjómílum. Að öðru leiti væri það eitthvað smávægilegt með tímatakmörkunum um það hvenær við værum búin að aðlagast ESB að fullu.

Sjálfstæðismaður eða ekki, það eru ESB sinnar í öllum flokkum bara færri á hægri kantinum.

Mæli með að þú skoðir frekar lög og regluverk ESB sem við neyðumst til að taka upp frekar en að vilja þessa feygðarför sem þú kallar "viðræður"...

Ólafur Björn Ólafsson, 24.2.2014 kl. 18:17

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólafur Björn - ég tel mig ágætlega uppslýstan um esb, hef skrifað um esb reglulega undanfarin ár, eflaust ekki allt rétt enda bara mannlegur.


Ég hef alltaf sagt að það var ólýðræðislega farið af stað í þetta ferli, á því ber samfylkingin alla ábyrgð og þeir kláruðu ekki það sem þeir söguðust ætla að klára og fengu til þess 4 ár.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að mínu mati lýðræðislegast flokkurinn á íslandi - flokkur fólksins - er hann hræddur við niðustöðu þjóðaratkvæðagreislu um esb ? ef svo er þá verður hann ekki mikið lengur burðarflokkur á íslandi.

Óðinn Þórisson, 24.2.2014 kl. 21:10

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Óðinn, ég benti einmitt á það að sjálfstæðir atvinnurekendur finna gjarnan samhljóm við stefnu Sjálfstæðisflokksins. En flokkurinn þarf ekki að elta niðurstöðu kosningar hjá Samtökum Atvinnulífsins til þess að skilgreina stefnu sína. Til þess er mjög lýðræðislegt fyrirkomulag eins og þú nefnir sjálfur og einmitt það lýðræði skila stefnunni að ESB aðild skyldi hætt og sérstaklega tekið fram að flokkurinn standi gegn ESB aðild. Bjarni Ben fylgir flokksmönnum í þessu, sem standa 9 á móti einum gegn ESB aðild.

Ívar Pálsson, 24.2.2014 kl. 23:49

20 Smámynd: Ívar Pálsson

Þessu er við að bæta úr MBL.is í dag: Meirihluti félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er andvígur inngöngu í Evrópusambandið af þeim sem afstöðu tóku með eða á móti í skoðanakönnun sem gerð var fyrir félagið og kynnt á aðalfundi þess 5. febrúar síðastliðinn. 60% eru samkvæmt því andvíg inngöngu í sambandið en 40 henni hlynnt.

Ívar Pálsson, 25.2.2014 kl. 07:12

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ívar - flokkurinn þarf að hlusta á atvinnulífið. Að slíta þessum viðræðum á þessum tímapunkti rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar er að mínu mati röng ákvörðun.
Tveir valkostir voru mun betri annarsvegna að hafa viðræðunum áfram á ís eins og fyrrv. ríkisstjórn gerði eða hitt vera óhræddir við þjóðarvilja og kjósa um þetta mál á fyrri hluta kjörtímabilisins eins og BB sagði - það hefði verið ákveðin sátt við sjálfstæða evrópumenn. 

Óðinn Þórisson, 25.2.2014 kl. 07:24

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ívar - ccp, marel, össur - sa - si - svþ - ég tek mark á þegar atvinnulífið lætur í sér heyra enda er ég þeirrar skoðunar að án öflugs atvinnulfís þá verður ekki hér öflugt t.d velferðarkerfi.

Svo verður að hafa í huga að landsfundur er mjög þröngur hópur, formaður hefur ekki flokkinn á bak við sig eins og formaður sf - þessu þarf að breyta.

Óðinn Þórisson, 25.2.2014 kl. 07:26

23 Smámynd: Ívar Pálsson

Við viljum báðir öflugt atvinnulíf. Tengslin við sem flesta atvinnurekendur eiga að vera sem best og þar er ég sammála að t.d. netkosningar í flokknum væru viturlegastar. Enda kæmi þá skýrar fram að 9 á móti 1 Sjálfstæðismönnum standa gegn inngöngu í ESB.

Ívar Pálsson, 25.2.2014 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband