4.3.2014 | 20:34
ÉG styð ríkisstjórnina - esb málið klúður Samfylkingarinnar.
í upphafi skydi endan skoða - það er eitthvað sem samfylkingin hefði átt að hafa í huga 2009 - höfum það alveg kritaltært að esb - málið er komið upp á sker vegna getu/viljaleysis flokksins.
Þegar flokkurinn fer úr ríkisstjórn þá hafði hann sett málið á ís, aðeins klárað 11 kafla og átti eftir að opna sjávarútvegs og landbrúnaðarkaflana.
Samfylkinign sagði 3 sinnum á síðasta kjörtímabili NEI við að þjóðin kæmi að málinu.
Það er ekkert annað ríkisstjórnarsamstarf mögulegt á þessu kjörtímabili, það þarf að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað, endurReisa velferðarkerfið, lækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki og þetta eru stóru málin og x-d og x-b eru einu flokkarnir sem geta gert þetta og því styð ég ríkisstjórn borgarlegu flokkana.
Evrópusambandið vildi skýr svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað heldur þú að það séu margir kjósendur Ríkisstjórnarinnar meðal þeirra sem hafa verið að mótmæla á Austurvelli og skrifa undir áskorunina á vefnum?, ég held að þeri séu ekki margir.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 21:18
Kristján - held að fáir hafi kosið x-d eða x-b eitthvað sérstaklega út á einhverja esb - ást.
Óðinn Þórisson, 4.3.2014 kl. 21:23
þar er ég þér sammála öll þessi fjandans þvæla þarf að taka enda svo stjórnvöld geti snúið sér að því sem máli skiptir, að koma efnahagslífinu á fullt skrið, það vilja andstæðingar þeirra sennilega ekki.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 21:27
Kristján - þetta esb - mál verður ekki klárað á þessu kjörtímabili - það ætti að vera öllum ljóst.
Það þarf að breyta hér um stefnu, hverfa frá stefnu vinstri - manna þar sem allir eiga að hafa það jafn skítt og í að fólk fái tækifæri til að bjarga sér sjálft.
Atvinnustefna vinstri - manna gengur ekki upp að það megi ekki nýta auðlindir okkar.
Óðinn Þórisson, 4.3.2014 kl. 21:43
það sem er númer eitt að ESB málinu er að það var sett af stað tómu flaustri óundirbúið og markmið okkar í raun ókskilgreind síðan fá núverandi stjórnvöld þessa sjóðheitu kartöflu sem þau vilja eðlilega ekki framfylgja þá gera þau það sem þeim ber að gera samkvæmt sinni sannfæringu, að slíta þessu. allt þetta tal um þjóðaratkvæðagreiðslu er tómt kjaftæði þvi einu þjóðaratkvæðagreiðslurnar sem hafa lögformlegt gildi eru Forsetakosningar, Alþingiskosningar, og atkvæðagreiðsla um málskot Forseta.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 21:54
Kristján - mistökin eru Samfylkingarinnar að hafa ekki fengið umboð frá þjóðinni til að fara af stað í þetta ferli.
Ef ríkisstjórnin vill draga umsóknina til baka þá hefur hún þingstyrk til þess og fullt umboð sinna flokka.
Óðinn Þórisson, 4.3.2014 kl. 22:22
Já og að mínum mati á Ríkisstjórnin að halda sínu striki óháð skoðanakönnunum og mótmælum os.frf hér er þingræði og við kusum þetta þing í síðustu Alþingiskosningum og það er það sem gildir.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 22:28
Ekki alltaf sammála síðuritara en nú er ég allavega alveg sammála.
"mistökin eru Samfylkingarinnar að hafa ekki fengið umboð frá þjóðinni til að fara af stað í þetta ferli"
Halelúja !!! :)
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2014 kl. 23:11
Gæti ekki verið meira sammála ykkur herrar minir , og húrra fyrir Rikisstjórninni !
rhansen, 4.3.2014 kl. 23:28
Ég gæti ekki heldur verið meira sammála ykkur .
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.3.2014 kl. 23:36
Af óútskýrðum ástæðum þá virðist halelúja-söfnuðurinn gleyma því að "skilanefnd kosningaloforða" (lýðurinn í allri sinni dýrð) stendur kröftuga vakt.
Það gagnast ákaflega lítið að berja höfðinu við steininn og benda á fortíðina og kenna einhverjum öðrum um stöðuna. Kosningaloforðin (í það minnsta Sjálfstæðisflokksins) voru ákaflega skýr hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna.
Jón Kristján Þorvarðarson, 5.3.2014 kl. 01:20
Kristján - það er bara ein skoðanakönnun sem skiptir máli - alþingskosningar - þar fá flokkar sitt umboð og sf fékk 12.9 %
Óðinn Þórisson, 5.3.2014 kl. 07:06
Guðmundur - þetta snýst um mistök Samfylkingarinnar í upphaf málsins - gott að við erum sammála um það.
Óðinn Þórisson, 5.3.2014 kl. 07:08
rhansen - þetta er flott ríkisstjórn og hún mun klára þau mál sem hún var kosin til að gera.
Óðinn Þórisson, 5.3.2014 kl. 07:09
Ingibjörg Guðrún - takk fyrir innlitið :)
Óðinn Þórisson, 5.3.2014 kl. 07:10
Jón Kristán - það er ekki hlutverk núverandi stjórnarflokka að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar í esb - málinu.
Óðinn Þórisson, 5.3.2014 kl. 07:12
Svona að bena á að það voru fleiri en Samfylkingarmann sem samþykktu að sækja um aðild að ESB.
Bendi á að farið var í raun í einu og öllu að tillögum Framsóknar um að sækja um aðilda að ESB með störngum skilyðum og bera svo samningin undir þjóðina. Það var engin krafa frá framsókn um að þjóðinn myndi greiða akvæði um að hefja viðræður. Ef þið trúið mér ekki hlustið á þetta http://www.youtube.com/watch?v=i428bRkF4aE
Ef að Samfylkingin klúðraði málum er þá ekki rétt að núverandi ríkisstjórn bjargi því og framfylgi vilja 70% þjóðarinnar um að fá að kjósa um framhaldið?
Ef hún gerir það ekki er hún þá ekki að klúðra málum líka?
Og svona ef við erum að tala um að Samfylkingin hafi klúðrað málum eru menn þá að segja að þeir vildu að samningurinn væri kominn í gegn og við gætum séð hann og greitt atkvæði um hann?
Annars veit ég ekki betur en að Samfylkingin hafi unnið kosninga sigur 2009 einmitt út af ESB málum. Framsókn vildi sækja um þá fyrir kosnigar og Bjarni Ben og Illugi skrifuðu fyrir þær kosningar lærðar greinar um að sækja bæri um. Sjallar auglýstu fyrir kosnignar snögguleiðina að taka up evru.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2014 kl. 00:01
Magnús - það sem skiptir máli er að þinn flokkur fékk mjög glæsilega kosningu 2009 einmitt út á esb - og loforð um að koma heim með samning á kjörtímabilinu - fylgishurn flokkksins 27 apríl var svar fólksins við að þetta loforð var ekki efnt.
Nú er það verkefni núverandi stjórnarflokka að einhvernegin að leysa þetta esb - mál í sátt við þjóðina því þjóðin vildi að þessir flokkar myndu endurReisa landið eftir rúmlega 4 ára stjórn vinstri - manna.
Besta lausnin er að taka málið af dagskrá og kjósa svo 2017 JÁ/NEI hvort þjóðin vilji inn í ESB þar sem við vitum að aðeins aðild er í boði.
Óðinn Þórisson, 6.3.2014 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.