Sanngjarnt Gjald á Geysi

Það er alveg sjálfsagt og reyndar mjög eðlilegt að landeigendur Geysissvæðisins rukki fyrir aðgang að svæðinu og 600 er ekki mikið.
Þetta er mjög flott hjá þeim að hætta gjaldtöku með þingmaður vg gengur þarna um - hann er ekki stóra málið í þessu svo fara menn bara að rukka aftur þegar hann er farinn.
mbl.is Gjaldtöku við Geysi hætt í hádeginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála. Þeir greiði sem njóta, ekki hinir að greiða fyrir þá. Þess vegna er ég á móti einhverjum passa sem ég verð látinn kaupa til 5 ára eða eitthvað slíkt. Ég vil bara greiða þegar ég mæti á svæðið, hvort sem það er við Geysi, á Þingvöllum eða við Kerið. Eins og þú segir þá eru þetta einungis 478 krónur sem landeigandinn fær, en ríkið fær 122 krónur í virðisaukaskatt. Ef það verður síðan hagnaður hjá félagi landeigenda þá tekur ríkið um 40 % þess hagnaðar í skatt. Þá eru starfsmenn í vinnu við þetta og greiðir því landeigendafélagið opinber gjöld vegna þeirra starfsmanna eins og tekjuskatt og tryggingargjald auk mótframlags í lífeyrissjóð þeirra starfsmanna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.3.2014 kl. 14:20

2 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

500.000 manns á ári * 600 kr = 300 millur. Það ætti að duga í smá andlitslyftingu.

Árlega.....

Jón Logi Þorsteinsson, 30.3.2014 kl. 14:26

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Predikarinn - það kostar peninga að reka og halda svæðinu við og það er þannig eins og við erum sammála um þá borga þeir fyrir sem vilja njóta.

T.d ætti að rukka þá sem vilja fara á útýnispallinn á Perlunni eða hreinlega borga aðgang að húisnu.

Óðinn Þórisson, 30.3.2014 kl. 14:43

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Logi - það myndi t.d leiða til þess að það fólk sem er að vinna við að innheimta þetta fái hærri laun sem bara jákvætt.

Óðinn Þórisson, 30.3.2014 kl. 14:44

5 identicon

Fólk fer og skoðar Byggingar og ýmislegt annað erlendis og greiðir fyrir með bros á vör, þar er gjaldið fyrir rekstur svæða eða bygginga, er eitthvað óeðliegt við að slíkt sé gert hér, það vekur allavega vonir  um að aðstaða sé bætt á eftirsöttum stöðum, að fyrrtast yfir því að þurfa að greiða fyrir að koma á skipulögð og vel ti höfð svæði með aðstöðu fyrir gest td salerni er það ekki bara sjálfsagður hlutur?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 15:18

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristján - vinstri - menn eru alfarið á móti þessari gjaldtöku þar sem þarna munu einkaaðildar njóta góðs af og fólk mun fá hærri laun.
Þú kemur réttliega inn á salernisaðstöðu sem einkaaðlar hafa þurft að sjá um á ákveðnum stöðum þar sem ríkið hefur ekki sinnt því hlutverki sínu.
Það er rukkað inn í kerið þannig að það er lítið mál að réttlæta þetta. 

Óðinn Þórisson, 30.3.2014 kl. 16:14

7 identicon

Óðinn þú meinar Vinstra (spenaliðið), það vill yfileitt ekki borga fyrir neitt, það vill helst vera alfarið á framfærslu hins opinbera.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 19:35

8 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Ég var nú að gera grín að verðinu, - það þarf engar 300 millur á ári í þetta. Hefur annars eitthvað verið framkvæmt þarna síðustu ár?
Súrara þykir mér að ríkið innheimtir sæmilegar summur til aðstöðubóta í formi skatta (eyrnamerkt fé), en eitthvað fréttist lítið af því hve mikið, og hvert það fer. Það eru þó talsverðar fjárhæðir.
Hvað finnst ykkur annars um kerið? Er eitthvað búið að gera þar til aðstöðubóta annað en að setja upp gjaldtöku?

Jón Logi Þorsteinsson, 30.3.2014 kl. 20:22

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristján - sammála ríkisvinstra-spenaliðið.
VG í reykjavík vill gera leikskólana gjaldfrjálsa - sýnir best á hvað vegferð þetta fólk er.

Óðinn Þórisson, 30.3.2014 kl. 21:11

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Logi - það kostar ákveðna peninga til að strarta þessu og ég er alveg sannfærður um að Geysir verður vinsælli í framtíðinni þar sem öll aðstaða verður einfaldlega betri með gjaldtöku inn á svæðið.

Það er aðeins ákveðinn vinstri - öfga náttúruverndarhópur sem neitar að borga fyrir sig inn - ég treysti að ef þetta fólk mætir þarna aftur þá verði það látið borga ef ekki þá verði því ekki helypt inn.

Óðinn Þórisson, 30.3.2014 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband