2.4.2014 | 13:50
Alþingskosningar 2017
Það eru rúm 3 ár til næstu alþingiskosninga þannig að það er í sjálfu sér nægur tími til stefnu fyrir þetta fólk að stofna þennan nýja flokk og koma fram með stefnuskrá.
Ríkisstjórnin mun ekki falla það er alveg ljóst enda hver á að taka við það eru engir aðrir valkostir í stöðunni og Árni Páll ekki líkegur nokkurn tíma til að verða forstætisráðherra enda sparkaði Jóhanna honum út úr sinni ríkisstjórn.
Ekki upplifað önnur eins viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkisstjórn sem tekst að fylla Austurvöll af mótmælendum dag eftir dag á fyrsta starfsári mun ekki lifa í 4 ár. Það þarf enga sérfræðinga til að sjá það.
Óskar, 2.4.2014 kl. 13:59
Óskar - alþingskosnignar eru bindandi til 4 ára nema að annar stjórnarflokkurinn fari í tætlur eins og Samfylkingin gerði jan 2009.
Það mun ekki gerat núna - það er klárt mál.
Óðinn Þórisson, 2.4.2014 kl. 14:33
Það hefur nú þegar komið fram í fréttum að það andar köldu milli Sigmundar og Bjarna, svo köldu að Simmi er hættur að láta Bjarna vita þegar hann fer af landinu! Ég trúi því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé svo vitlaus að láta afglapana, þjóðrembupakkið og ofurheimska ráðherra framsóknar slátra enn meiru af fylginu sem þegar er komið niður í 23% eða svo. Ríkisstjórnin nær ekki lengur að hanga í 40% fylgi aðeins ári eftir valdatökuna. Einhver sagði þegar fyrri ríkisstjórn var í svipuðu fylgi að hún njóti ekki stuðnings þjóðarinnar og ætti að segja af sér. Þessi "Einhver" var reyndar Bjarni Benediktsson!
Óskar, 2.4.2014 kl. 14:41
Held að Óskar sé með þetta Óðinn, því miður.
hilmar jónsson, 2.4.2014 kl. 14:57
Óskar - það sem skiptir máli er að Samfylkingin var stofnaður sem höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins þannig að fyrir hann að fara aftur í samstarf við sf kemur ekki til greyna og það andar verulega köldu milli SDG og ÁPÁ svo ekki sé minnst á mjög ólka afstöðu flokkana til esb.
Það myndi vera mjög slæmt fyrir báða flokkana að slíta þessu og svo eins og ég segi er enginn annar valkostur í stöðunni.
Óðinn Þórisson, 2.4.2014 kl. 15:20
Hilmar - Óskar er einmitt ekki með þetta.
Óðinn Þórisson, 2.4.2014 kl. 15:20
Það er bara einn galli á gjöf Njarðar fyrir Vinstrið.
Kjósendur annara flokka en Stjórnarflokkanna sem geta hugsað sér að kjósa svona framboð.
það segir sig sjálft að ef þessir flokkar yrðu fyrir svona miklum búsifjum þá væri lítið eftir hjá þeim.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 15:34
jú Óðinn það er nefnilega annar valkostur í stöðunni. Samfylking og sjálfstæðisflokkurinn geta vel starfað saman, það eina sem þarf að gera er að standa við loforð um að þjóðin fái að ákveða sjálf framhaldið í ESB málinu. En sjálfstæðisflokkurinn ætlar enn um sinn að láta Sigmund og hina skelfilegu samráðherra hans draga sig lengra út í kviksindið. - Ég heyri reyndar á mörgum sjöllum að þeir eru við það að fá nóg af gjörsamlega óhæfum ráðherrum og alþingismönnum framsóknarflokksins.
Eins og einhver orðaði það ágætlega, í fylgisbylgju framsóknar í kosningunum skolaði á land í Alþingishúsinu alls kyns þaraþönglum. Betur er ekkert hægt að orða þetta. Að sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við þetta lið er meiraðsegja að mínu mati fyrir neðan virðingu hans.
Óskar, 2.4.2014 kl. 15:41
Kristján - vg fékk 10 % og sf fékk 12% og það má segja að það jávkæða við þetta nyja framboð ef af yrði að vg myndi detta út af þingi.
EN vinstr - menn vilja ekki ræða þessar tölur sem þú nefnir - það hentar þeim ekki.
Óðinn Þórisson, 2.4.2014 kl. 16:04
Óskar - stærstu mistök í sögu Sjálfstæðisflokksins var þegar forysa flokkins tók þá ákvörðun um að fara í samstarf við Samfylkinguna - þau mistök mun flokkurinn aldrei endurtaka.
Stjórnarsamstarf snýst um traust - það traust braut Samfylkingin jan 2009 og það er eitthvað í það að Sjálfstæðsflokkurinn muni aftur treysta honum - það er bara þannig.
Þetta er 4 ára verkefni sem stjórnarflokkarnir eru í - verkefnið er að:
lækka skatta á fólk og fyrirtæki
leysa skuldavanda heimilainna
breyta rammaátælun
búið er að breyta og freska náttúruverndarlögum vinstri - manna þar til 2015
Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks fær sinn dóm frá kjósendum 2017.
Óðinn Þórisson, 2.4.2014 kl. 16:09
Ég hef engar minnstu áhyggjur,þeir verða púaðir niður,eða þannig.
Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2014 kl. 16:49
Helga - ríkisstjórn sem lætur skoðanakannir og rétt fólks til að mótmæla hafa einhver áhrif á sig á að segja af sér - þessi ríkisstjórn mun ekki bregðast kjósendum sínum.
Óðinn Þórisson, 2.4.2014 kl. 16:54
Óðinn nýjustu tölur http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/04/02/fylgi-stjornarflokkanna-komid-undir-40-prosent/
Þessi ríkisstjórn hefur NÚ ÞEGAR brugðist kjósendum sínum enda aðeins með 37% fylgi. Heimsmetsskuldaleiðréttingin reyndist heimsmet í lygum og lýðskrumi. Sjálfstæðisflokkurinn ber líka ábyrgð á þessum svikum ásamt sviknum loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Leiðin liggur aðeins niður á við hjá þessum flokkum og þessari stjórn. Ég hef sagt það að hún lifir ekki út árið og stend við það.
Óskar, 2.4.2014 kl. 19:15
Óskar - vinstri - menn og þeirra fjölmiðlar munu og hafa gert alllt til þess að þessi ríkisstjórn falli.
Ég horfi á þetta eins og ríkisstjórnin gerir að þetta er 4 ára verkefni - og það er innan við ár sem búið er.
Og ég ítreka það er ekkert annað stjórnarmynstur sem kemur til greyna.
Ég spái því að þessir flokkar verði a.m.k 3 kjörtímabil
Óðinn Þórisson, 2.4.2014 kl. 19:45
Mér sýnist ríkisstjórnin nú sjá um það sjálf algjörlega uppá eigin spýtur að hún falli. 3 Kjörtímabil !!! þú átt 5aur dagsins Óðinn :)
Óskar, 2.4.2014 kl. 20:00
Óskar - að hleypa vinstri - flokkunum ekki að ætti að vera næg ástæða til að halda út í allt kjörtímabilið.
Óðinn Þórisson, 2.4.2014 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.