5.4.2014 | 15:40
Sjálfstæðisflokkurinn EKKI Svikið NEITT
Afstaða mín varðandi esb er skýr og hef ég útskýrt mína afstöðu mjög vel þannig að hún ætti að vera öllum ljós.
Hagsmunir íslands er það sem skiptir öllu máli og það er ekki best fyrir hagsmuni íslands að hér verði aftur mynduð hrein vinstri - stjórn - þjóðin er vel brennd eftir síðustu ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn sem er lýðræðislegasti stjórnmálaflokkur landsins hefur ekki lokað neinum leiðum eða svikið nein loforð varðandi ESB þannig að þeirri staðreynd sé haldið til haga.
Bjarni er mjög traustur og góður maður og hann myndi aldrei gera neitt sem væri gegn vilja þjóðarinnar og er hann reiðubúinn að gera allt sem hann getur til að útkljá þetta mál á sem lýðræðislegastan hátt.
Hagsmunir íslands er það sem skiptir öllu máli og það er ekki best fyrir hagsmuni íslands að hér verði aftur mynduð hrein vinstri - stjórn - þjóðin er vel brennd eftir síðustu ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn sem er lýðræðislegasti stjórnmálaflokkur landsins hefur ekki lokað neinum leiðum eða svikið nein loforð varðandi ESB þannig að þeirri staðreynd sé haldið til haga.
Bjarni er mjög traustur og góður maður og hann myndi aldrei gera neitt sem væri gegn vilja þjóðarinnar og er hann reiðubúinn að gera allt sem hann getur til að útkljá þetta mál á sem lýðræðislegastan hátt.
Afstaðan til ESB alltaf verið skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2014 kl. 16:57
Það lofuðu allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar að þjóðin fengi að kjósa en verður þá staðið við það loforð?
Friðrik Friðriksson, 5.4.2014 kl. 17:27
Ingibjörg - takk fyrir innlitið :)
Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 17:37
Friðrik - þetta mál verður leyst á lýðræðislegan hátt á þessu kjörtímabili.
Samfylkinign sagði 3 sinnum NEI við að þjóðin kæmi að málinu og er í dag 12.9 %9 flokkur.
Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 17:39
Búinn að heyra þetta margoft að Samfó sagði 3 sinnum NEI en Framsóknarflokkurinn er kominn í 13 prósentin og er á hraðri niðurleið enda ekki skrítið, og ef þetta á að vera á lýðræðislegan hátt að þá hlýtur að vera að þjóðin fái að kjósa um þetta mál.
Friðrik Friðriksson, 5.4.2014 kl. 17:45
Friðrik - esb - málið er búið að fara mjög illa með Sjálfstæðisflokkinn og ef hann stendur ekki við sitt loforð um að þjóðin komi að málinu fyrir lok kjörtímablsins þá er hætt við því að illa fari fyrir flokknum 2017.
Helst myndi ég vilja fá skýr svör á næstu 2- 3 vikum þannig að þetta muni ekki skaða flokkinn 31.mai.
Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 18:17
Friðrik - bara bæta við atvinnulíð kallar á að þssar samingaviðræður verði klárðar og það skiptir miklu máli.
Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 18:21
Óðinn, ég trúi ekki að þú viljir kalla þetta samningaviðræður. Það á bara að stoppa þetta ólýðræði kattasmalanna eins og það hófst. Það á ekki að kjósa um það sem kemst ekki neitt og er stopp og getur ekki verið neitt nema stopp. Þetta snýst um fullveldisframsal, ekki samningaviðræður, punktur, og núverandi ríkisstjórn getur ekki verið með.
Elle_, 5.4.2014 kl. 20:39
Það á að stoppa ólýðræðið sem hófst í júlí 09, ekki kjósa um það. Það skiptir engu máli í heildina hvað einn og einn stjórnmálamaður lofaði, hvorugur stjórnarflokkurinn lofaði þessu, hvað sem Friðrik og co. halda fram.
Elle_, 5.4.2014 kl. 20:53
Við framseldum fullveldið til Noregs með Gamla Sáttmála árið 1264 og hinar mirku miðaldir gengu hér í garð með hungri svo miklu að við þurftum að kyngja stolti okkar og seðja hungrið með því að éta það sem okkur var kærast þ.e handritin. Og nú vilja menn gera það sama, framselja fullveldið og fiskimiðin til Brussels .
Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 21:02
Eitt enn, Óðinn, minnihluti fyrirtækja landsins vill þetta, þó fyrirmenn SA og SI kannski vilji það, þeir eru í miklum minnihluta. Það er minnihluti allsstaðar, hvort sem þú skoðar fyrirtækin, stjórnmálamennina eða þjóðina. Það væri galið af stjórnarflokkunum að stoppa þetta ekki núna. Og sammála Rafni.
Elle_, 5.4.2014 kl. 21:17
Elle - það er rétt að hrósa samfylkunni fyrir að svínbeygja VG 2009 að fá þá til að segja JÁ við því að sækja um aðild að esb gegn landsfundarályktun flokksins og skýru loforði SJS kvöldið fyrir kosningarnar.
2009 lagði Sjálfstæðisflokkurinn til að þjóðin myndi fá að segja til um það hvort farið yrði af stað í þetta ferli - VG fékk skýr skilaboð um að samþykkja það ekki. Það má líka segja að VG hafi svikið stjórnarsáttmálann við Sf að vinna gegn máliu t.d í sjálvarútvegs&landbúnaðarráðuneytinu undir stjórn JB.
Það voru alþingskosningar 2013, báðir stjónarflokkarnit telja að hagsmunum íslands sé best komið utan esb en orð BB sem formanns flokks vega mjög þungt.
Það var gerð 30 milljón kr. skýrslua um esb - tveimur dögum eftir að hún kom fram lagði GBS fram tillögu um að draga umsóknina - það voru stór mistkök - við það breyttist allt.
Nú snýst þetta ekki um esb - eða ekki esb - heldur lýðræðislegan rétt þjóðarinnar til að koma að málinu.
Ég hef alltaf sagt að það er bara aðild í boði - og það er þannig og margir vilja að spurning sé JÁ/NEI ESB.
Óðinn Þórisson, 5.4.2014 kl. 22:06
Óðinn, hefði ég verið í sporum Gunnars Braga, hefði ég gert nákvæmlega það sama í þessu máli, bara fyrr. Væri ég rænd heima af nokkrum þjófum, hefði ég samband við lögreglu. Það væri af og frá að lögregla (og dómstólar) leyfði þjófunum að kjósa um hvort þeir mættu halda þýfinu.
Elle_, 5.4.2014 kl. 22:22
Elle - það sem hefði verið eðlilegt, sleppa skýrslunni fyrst hún skipti engu máli og leggja fram tillögu strax á haustþingi 2013 að draga umsókina til baka - og þá væri þetta mál búið í dag - ríkisstjórnin hefur skýran meirihluta.
Gunnar Bragi var klaufalegur í þessu máli, hálfgerðir einræðistilburðir líkt og Össur var með og ákvörðun Gunnars Braga hefur haft mjög slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn í aðrganda sveitarstjórnarkosninga.
Óðinn Þórisson, 6.4.2014 kl. 10:35
Óðinn, skýrslan skipti máli og farið var eftir skýrslunni, eins og ég skil það. Og mér finnst líka að þeir hefðu átt að stoppa þetta fyrr, burtséð frá einhverri skýrslu.
Elle_, 6.4.2014 kl. 11:22
Elle - ef þetta var stefna átti það að vera fyrsta mál á dagská nýrrar ríkisstjórnar að leggja fram tillögu um að draga umsókina til baka - hversvegna að bíða svona lengi ? enginn tilgangur - er ekki illu best aflokið strax ef það var skoðun stjórnarflokkana.
Óðinn Þórisson, 6.4.2014 kl. 12:12
Óðinn, satt að það var aldrei eftir neinu að bíða með það. Það átti bara að stoppa það strax og fyrri stjórnarflokkar voru reknir eftirminnilega af þjóðinni.
Elle_, 6.4.2014 kl. 19:07
Vel brennd eftir síðustu ríkisstjórn? Var ekki þjóðinn skaðbrennd eftir ríkisstjórn Geirs Haarde?
Jón Kristján Þorvarðarson, 6.4.2014 kl. 19:23
Elle - esb - var ekki eitt af stóru málum ríkisstjórnarinar en því miður var GBS mjög kalufalegur þegar hann lagði fram tillöguna - hefði átt að bíðá þar til umræðunni um skýrsluna myndi ljúka. Nú er málið í utanríkisnefnd þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta.
Óðinn Þórisson, 6.4.2014 kl. 19:29
Jón Krístján - ísland lenti í alþjóðlega fjármálahruninu og á versta tíma fór Samfylkingin í tætlur.
Vinstri - stjórninni tókst ekki að endurreisa ísland eftir þennan skell 2008 EN endurreisnin er hafin.
Það er alveg ljóst að ef fyrrv. ríkisstjórn hefði gert eitthvað gagn þá hefði hún ekki fengið þennan skell 27.aprí.
Óðinn Þórisson, 6.4.2014 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.