Þjóðaratkvæðagreislu Um Flugvöllinn

"Við leggjum áherslu á að íbúar geti haft áhrif á mál sem standa þeim nærri og við ætlum að beita íbúakosningum í ríkari mæli.“ 

Þetta er að mínu ákveðin mistök hjá x-d i reykjavík - auðvitað er það þjóðarinnar að ákveða hvort flugvöllurinn verði þarna áfram eða ekki.

Rúmlega 60 þús hafa skrifað undir áskorun um það - hvað með vilja fóksins ?

mbl.is Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Fór ekki fram atkvæðagreiðsla um flugvöllinn árið 2001?

Friðrik Friðriksson, 18.4.2014 kl. 14:17

2 identicon

Það flotta við sveitastjórnir Óðinn er að þær mega og eiga að vera nákvæmlega sama um vilja allra annara nema sinna eigin kjósenda. Þær eru til staðar til að verja hagsmuni íbúana en ekki annara sveitarfélaga.

Þetta er eithvað sem Reykvíkingar föttuðu fyrir löngu að xD og xB hafa engan áhuga að gera fyrir okkur hér í RVK og því eiga þeir ekki lengur upp á pallborðið.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 15:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er aldrei þessu vant sammála þér Óðinn, auðvitað er flugvöllurinn mál allra landsmanna. En líklega telur fylgislaus leiðtoginn ykkar það ekki vænlegt til fylgisauka að setja fram þá kröfu að íbúar annarra sveitarfélaga hlutist til um skipulagsmál í Reykjavík. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.4.2014 kl. 16:20

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik -

"AF þeim 30.219 borgarbúum sem tóku þátt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarinnar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar vilja 14.913 eða 49,3% að flugvöllurinn verði fluttur annað en 14.529 eða 48,1% að hann verði áfram í Vatnsmýrinni. "

Þetta var árið 2001 - núna er 2014.

Ég skil mjög vel áhuga ykkar Reyknesinga á þvi að flugvellinum verði lokað og innan&sjúkraflugið flutt til kef.



Óðinn Þórisson, 18.4.2014 kl. 16:43

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - ég bíð nú eftir skýrslu Rögnu nefndarinnar - en ef flugvellinum verði lokað þá er beinlíns rangt að byggja nýjan LSH í reykjavík - enda á nýr LSH að sinna öllum landsmönnun en ekki bara íbúðum reykjavíkur.

Hvað með flugsöguna - hún er í Vatnsýrinni - á bara að stroka yfir hana ?

Óðinn Þórisson, 18.4.2014 kl. 16:48

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - þetta er mjög sérstakt hjá Halldóri og hans fólki að taka þessa nálgun á málið og það mun verða til þess að flokkurinn fær skell 31 mai.

Halldór átti að gera það sama og Óskar.

Óðinn Þórisson, 18.4.2014 kl. 16:51

7 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Óðinn - En ég vill ekkert sérstaklega fá völlinn hingað suður, málið er að hvort sé einhver rekstrargrundvöllur fyrir að reka tvo flugvelli í 50 km fjarlægð frá hvor öðrum.

En völlurinn verður þarna næstu árin þangað til annað kemur í ljós.

Friðrik Friðriksson, 18.4.2014 kl. 17:28

8 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Flutningur flugvallarins er vandlega falið dæmi um baktjaldamakk þeirra sem vilja búa í Skerjafirðinum.

 Þeir munu smátt og smátt minka flugvöllinn þar til hann verður ónothæfur.

 Síðan munu peningamenn- með ránsfeng úr bönkum okkar og rán á sparife landsmanna fá lóðir þar á ofurverði- nóg af peningum.

 þeir sem trúa að 100 fm. íbúðir verði byggðar á dyrasta landsvæði jarðar- ættu að hugsa ---aðeins !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.4.2014 kl. 17:40

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - ef það er niðurstaða Rögnunefndarinnar að loka flugvellinum þá verður henni líklega ekki breytt.

Ef það er niðurstaðan þá get ég ekki séð að það sé hægt að reka 2 LSH með 50 km fjarlægð - þá fer nýji LSH til Kef.

Það verður enginn flugvöllur byggður á öðrum stað í Reykjavík - engin peningar til þess.

Hefur ekki Höskuldur  talað um að leggja fram frumvarp um að taka skiuplagsvaldið í Vatnsmýrnni af Reykjavílk. ?

Og eins og ég segi verður strokað yfir stóran hluta af flugsögunni.

Óðinn Þórisson, 18.4.2014 kl. 17:43

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Erla - rétt það er ákveðinn hópur, í raun lítll þrönsýnn hópur í r.v.k sem skiur ekki hlutverk flugvallarins sem vilja láta loka honum.

Sammála þeir munu taka smá land í einu með það markvið að loka flugvellinum - um leið og þeir loka fystu brautinn við hlíðenda er ljóst að flugvellinum verður ekki bjargað - þeir vilja koma fystu vinnuvélinni inn sem fysrst til að hefja skemmdarverkið.

Flugvöllurinn er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál og rúmlega 60 þús hafa skrifað undir að flugvöllurinn verði þarna áfram.

DBD talar um að " venjulegt " geti keypt þarna íbúðir - þetta er beinlíns hlægilegt

Flugvöllurinn er uppeldismiðstöð fyrir unga flugmenn - þarna er vagga einkaflugsins - og nú á að taka þetta svæði eignarnálmi.

Óðinn Þórisson, 18.4.2014 kl. 17:52

11 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Óðinn - Það er alveg rétt hjá þér að það verður enginn flugvöllur byggður á öðrum stað í Reykjavík, en ég sem hef mikla flugdellu á háu stigi vill alls ekki sjá Reykjavíkurflugvöll hverfa enda hefur hann mikla sögu, spurning með uppfyllingu á Lönguskerjum fyrir íbúðarbyggð.

Friðrik Friðriksson, 18.4.2014 kl. 18:02

12 identicon

Alltaf sömu hryllingssögunar Óðinn.

Þetta ástand mun aðeins enda á eina vegu á meðan ríkið semur ekki við Reykjavík á jafnræðis grundvölli. Flugvöllurinn verður rifin í sundur hægt og rólega þangað til að hann hverfur.

Einhliða fyrirskipanir frá ríkinu án þess að taka tilit til hags RVK gerir ekkert nema ýta undir andúð íbúana (hvernig er fylgið þessa dagana annars).

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 18:47

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - meirihluti borgarfulltrúa vill að flugvellinum verði lokað sem fyrst og hefur m.a verði gert samkomulag við byggingarvélag Hlíðarenda að hefja framkvæmdir og loka einni brautinni.

Þessi meirihlluti er ekki í neinun tengslum við vilja landsbyggðarinnar.

Mín skoðun er þessi,  það verður að stoppa allar fyrirhugaðar framkvæmdir og eignaruppgöku þar til Rögnu nefndin hefut skilað sinni niðurstöðu eða ætla menn að falla á sama pitt og GBS varðandi ESB.

Það er verið að tala um að reka einkaflugið úr vatnsmýrinni strax 2015 - án þess að nein lausn sé fundin á því hvert það eiga að fara.

Það þarf að nást sátt um það að innanlansflugið og sjúkraflugið verði þarna áfram.

Óðinn Þórisson, 18.4.2014 kl. 19:44

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - þegar þú ert með borgarstjórn í höfuðborginni sem skilur hvorki hlutverk reykjavíkur sem höfuðborgar eða hlutvert flugvallarins þá kallar það á viðbrögð frá ríkinu sem eiga að verja hagsmuni allra landsmanna en ekki bara cafe -late 101 liðsins.

Óðinn Þórisson, 18.4.2014 kl. 19:46

15 identicon

Ef þetta væri bara 101 liðið þá væri xD og xB kannski með meira fylgi en 28% samtals.

Og hvar er þetta hlutverk okkar skilgreint í lögum eða reglugerðum? Það eina sem stjórnarskráin skilgreinir er að við erum tilneydd til að hýsa þingið og ráðuneytin ásamt því að vera eina kjördæmið sem þingið má fikta í kjördæma mörkum á sér til skemmtunar.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 20:32

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - ef það er almennur vilji borgarfulltúa að vilja ekki sinna málefnum landsbyggðarinnar og þetta er allt svona þvingandi fyrir þá finnum við bara aðra höfuðborg.

Reykjavík er ekki upphafið og endirinn á öllu á íslandi - leyfum bara þessu 101 cafe late liði að vera í sinni hjóla/kaffihúsaborg.

Óðinn Þórisson, 18.4.2014 kl. 20:52

17 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta flugvallarmál á sér frekar grunnar rætur eins og kom fram hér áðan þá kusu um 30 þúsund reykvíkingar um hvort flugvöllurinn ætti að vera eða fara. Allt í góðu með það sem slíkt, en þeir geta þá einfaldlega borgað nýjan flugvöll fyrir okkur hin sem fengum ekki að kjósa.

Það að rífa niður almannasamgöngur vegna þess að það hentar ákveðnum íbúum landsins er að sjálfsögðu ekkert annað en ofbeldi og valdníðsla að verstu gerð.

Það mætti alveg kjósa um það annarstaðar en í reykjavík hvort að þeir sem búa þar eiga að hafa kosningarétt. Fróðlegt er að horfa til Ameríkanans í því tilelli, þar er málum fyrir komið að þar sem Þingið situr allt í DC,ásamt opinbera apparatinu þá fær almenningur einfaldlega ekki að kjósa !!

http://www.wisegeek.org/does-washington-dc-have-a-governor-senators-and-representatives.htm

Kv.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.4.2014 kl. 21:16

18 identicon

Sindri, það er nákvæmlega þetta viðhorf sem lætur Reykvíkinga horfa á landsbyggðina og hugsa út í það afhverju okkur á ekki að vera nákvæmlega sama um það sem ykkur finnst.

Afar lýðræðislegt að svipta 30% þjóðarinnar atkvæðarétti.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 00:32

19 identicon

Alveg sammála þér Óðinn, ef við erum svona ósveigjanleg hér í Reykjavík þá má þingmeirihlutinn breyta stjórnarskránni og flytja sig eithvert annað eins og kannski til Húsavíkur, afar fallegt þar.

Verður að muna að flestum Reykvíkingum er líklegast alveg sama hvort við erum Höfuðstaðurinn eða ekki.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 00:43

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sindri - þessi kosning var 2001 og munurinn það lítill, lítl þáttaka og það langt síðan hún fór fram að hún er í raun vart marktæk 2014.

Það virðist vera mjög erfitt að koma því inn hjá þessum litla þröngsýna hóp að flugvöllurinn er samgöngumáti - hæpið er að þeir í cph myndu eyðilggja lestarstöðina til að byggja þar íbúðir - svo vitlausir eru þeir ekki.

Ef borgarstjórn r.víkur ætlar að halda áfram þessum einstengislega hætti og eins og þú segir með  þessu ofbelti þá er ekkert annað í stöðunni en ríkið stoppi þá.

Óðinn Þórisson, 19.4.2014 kl. 08:17

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - það var íbúðarkosning um stækkun álversins - samfylkingin þar í bæ fattaði ekki að berjast fyrir þvi að það yrði gert - málið tapaði og gríðarlegir peningar til hfn - bæjar töpuðust.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að flytja stjórnsýsluna til, kef , byggja þar nyjan LSH - öll störfin í kringum flugvöllinn til kef - hvað ætli það sé mikill tekjumissir fyrir r.v.k - rétt mikill - en eflaust er þetta fólk það vitlaust að það skilur þetta ekki fyrr en efftir á eins og þeir sf - men gerðu í hafn.

Það er búið að fækka bílastæðum úr 88 í 36 í borgartúninu og taka 2 / 3 af bílastæðunum við hverfisgötu af - engin hjól á hverfisgötunni - þar verða bara tómar búðir - skipulagsslys.

Óðinn Þórisson, 19.4.2014 kl. 08:22

22 identicon

Það er búið að fjarlægja bílastæði hér og þar við hverfisgötu og borgartún en í staðin hafa komið frekar stór bílastæðahús sem dekka málið nema fólk er það latt að geta ekki gengið 10 metra.

Það að flytja stjórnsýsluna til KEF skiptir litlu sem engu máli fyrir Reykjavík þar sem A) Stór hluti þeirra sem vinna í ráðuneytinu búa ekki í RVK heldur nágranna sveitar félögum og greiða því ekki útsvar til RVK og B) Stæðsti hluti fasteignagjalda ríkisstofnana sem eru hýstar í RVK enda í jöfnunarsjóði sveitarfélaga og RVK fær aftur ekki tekjur af því.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 12:51

23 identicon

Athugasemdin um að flytja LSH til KEF er síðan eitt af skemmtilegri hálmstráum sem þið grípið í út að því að þið hafið greinilega ekkert hugsað út í þetta.

Jú afar gott högg á RVK þar sem okkur væri refsað fyrir að vera ósammála hinum á landinu (og giskaðu á hvað yrði um 25% fylgi xD þá). En þið gleymið að þið væruð að refsa Kópavogi, Hafnafirði, Garðabæ og Mosfellsbæ sem í dag eru öll vígi xD í landspólitíkini. Flokkarnir sem stæðu á bak við svona lagað yrðu slátrað í kosningum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 13:07

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - þar var lagt af stað i breytingar á hverfisgötunni - þær breytingar sem núþegar er lokið ( langt á eftir áætlun ) er gatan verri gata en hún var.

Það skiptir miklu máli að skoðun eins og þín komi fram varðandi flugvöllinn og hlutverk hans og hlutverk Reykjavíkur sem höfuborgar - algjört skylningsleysi - því miiður.

Stór hluti af fylgishruni x-d er annarsvegnar vegar daður ákveðinna borgarfulltrúa við vinstri - meirihlutann - og hinsvegar að vera með ekki skýra stefnu, svo ekki sé minnst á að gagnrýna öll mistök vinstri - manna á þessu kjötímabili - en það er því miður ekki hægt með svona klofinn hóp. 

Við verðum bara vinna í því saman að koma í veg fyrir það flugvellinum verði ekki lokað þannig að ekki komi til aðkomu ríkissins.

Ísland er ekki bara fyrir Reykvíinga.

Óðinn Þórisson, 19.4.2014 kl. 14:30

25 identicon

Nei, mér fannst breytingin ekki hafa orðið til hins verra reyndar, ég hef reyndar notað bílastæðahúsin í miðborgini í mörg ár í staðin fyrir að reyna finna stæði rétt við þá verslun sem ég vildi fara í.

Ef þú villt finna einhvern sameiginlegan hljómgrunn meðal Reykvíkinga um skipulagsslys þá ættiru að einbeita þér að Snorrabrautini þar sem ákveðið var að setja hraðahindranir og þrengingar á stofnbraut.

Þetta er ekki skilningsleysi á þörf landsbyggðarinnar á flugvellinum, ég skil þörf þeirra fullkomlega, ég sé bara enga ástæðu fyrir því að þeir fái eithvað fyrir ekkert.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 16:18

26 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - mesta skipulagsslysið er hringbraut - DBE á það skuldlaust um það getum við a.m.k verið sammála.

En það voru borgarstjórnarkosningar 2010, borgarbúar vildi að anarkistar myndu leiða borgina sem þeir að sjálfsögu gerðu ekki og hefur borgin verið undir stjórn Samfylkingarinnar.

Það er beinlíns rangt hjá þér að halda þvi fram að landsbyggðarfólk sé að fá eitthvað frítt.

Flugvöllurinn er öryggismál, atvinnumál og samgöngumál - svo ekki sé minnst á að stór hluti flugsögunnar er í vatnsmýrinni - ef þú skilur þetta ekki get ég ekki hjálað þér.






Óðinn Þórisson, 19.4.2014 kl. 18:17

27 Smámynd: Pétur Kristinsson

Jammm. Stór hluti mannkynssögunar hefur gerst í Róm. Eigum við ekki samkvæmt þínum rökum að færa stjórn sem flestra mála þangað?

Eru flugvellir á besta landi flestra höfuðborga? Er hægt að færa flugvöllinn á skynsamlegri stað en Keflavík? Jaaaaa..... ef þú skilur þetta ekki er ekki hægt að bjarga þér. Víðsýni er ekki öllum gefin Óðinn :)

Pétur Kristinsson, 20.4.2014 kl. 04:52

28 Smámynd: Óðinn Þórisson

Pétur - tvennt annarsvegar leiðrétta hjá þér flugvöllurinn er ekki færður heldur er honum lokað og hinsvegar já það eru dæmi um að flugvellir eru á besta stað í höfuðbogum.

Ein spurning:
Er flugvöllurinn að þínu mati einkamál reykvínga ? 

Óðinn Þórisson, 20.4.2014 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband