Ekki allir MoggaBloggarar sitja við sama borð

Því miður er það svo að ekki allir MoggaBloggarar sitja við sama borð, það er ákvörðun þeirra sem stjórna þessu svæði og hafa það þannig að nokkrir bloggarar fá sín blogg birt efst á blogg.is.

Kannski er kominn tími að blogg.is hendi okkur út sem ekki eru í úrvalshópi og verði bara með sína útvöldu bloggara rétt eins og aðrir miðlar eru með.

Kannski eru bara leiðir að skylja, það verður bara að koma í ljós hvort ég bloggi hér áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, skrýtið, Óðinn, að ómerkingar eins og Magnús Helgi samfóisti fái stærðar pláss en ekki menn eins og kannski Guðmundur Jónas, Gunnar Heiðarsson og þú. 

Elle_, 24.4.2014 kl. 21:31

2 Smámynd: Elle_

Maður nokkur er með 2 bloggsíður sjálfur í Moggablogginu (en í alvöru með 5 sem hann er með aðgang að og skrifar frjálst í, bara ekki beint undir hans nafni), en undir mismunandi heitum.  Hann fær sitt stórpláss fyrir 2 síður.  Það er ekki víst Moggamenn átti sig á þessu, en þetta er letjandi fyrir hina.

Elle_, 24.4.2014 kl. 21:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hlýtur að vera gaman Elle, að geta lyft sjálfum sér á svo háan stall að geta kallað aðra ómerkinga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2014 kl. 21:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn, er þetta ekki frjáls samkeppni í hnotskurn, þar sem þeir komast oftast lengst sem duglegastir eru að stytta sér leið framhjá eðlilegum viðskiptaháttum og olnboga sig fram fyrir aðra?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2014 kl. 21:54

5 Smámynd: Elle_

Nei, en ég meinti það og hafði ekkert með stall að gera.  En hvað með þig engilinn sem aldrei kemur með neikvæð comment eða skoðanir?  Hvaða spillingarfortíð Guðna varst þú að tala um núna fyrir skömmu: Guðni skók jörðina - en nennti ekki

Elle_, 24.4.2014 kl. 21:55

6 Smámynd: Elle_

Hann er ómerkingur, hann sem dæmi laug blákaldur að ÞJÓÐARHEIÐUR, algerlega ópólitísk samtök, væri hægri-menn í grunninn.  Það er ýmislegt eftir þessu.

Elle_, 24.4.2014 kl. 21:57

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - þeir sem stjórna blogg.is hafa fullan rétt á því að mismuna bloggurum en það er vissulega skýrið að þeir skuli gera það - þeir geta lokað á mig fyrir að gagnrýna þá ef þeir vilja.
Hvað stjórnendur blogg.is fylgjast mikið með hér veit ég ekkert um en það sem þeir vissulega gera er að ég sit ekki við sama borð og ákveðinr moggabloggara - það er ósanngjart - en þeirra ákvörðun sem hér stjórna.
Kannsk á ég bara að vera þakklátur fyrir að fá að skrifa hér.

Óðinn Þórisson, 24.4.2014 kl. 22:46

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - eflaust eitthvað til í þessu hjá þér.

Óðinn Þórisson, 24.4.2014 kl. 22:49

9 Smámynd: Elle_

Óðinn, þeir loka ekkert á þig fyrir að gagnrýna þá, það hef ég aldrei séð fyrr.  Hinsvegar geta þeir örugglega ekki lesið allt sem er skrifað.  Kannski ættirðu bara að hafa samband við þá?  Hinsvegar er það óþolandi að 1 maður skuli geta skrifað pistla frjálst í 5 vefsíður bara í Moggabloggi og þar af 2 vefsíður í forgrunni.  Það getur varla verið að það hafi verið ætlunin að fólk geti bara stofnað síður með öðrum og skrifað svo næstum alltaf sjálft eins og foringi eða höfðingi. 

Þú ættir að mínum dómi ekki síður að vera þar en ýmsir.  Það að Magnús Helgi fljóti með lygunum (ekki síst lygaskuld okkar við Breta og Hollendinga) er sorglegt.

Elle_, 24.4.2014 kl. 22:55

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ertu að fatta þetta núna?

Rafn Guðmundsson, 24.4.2014 kl. 23:30

11 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og svo óðinn má spyrja sig hvort þetta sé 'blogg'. hérna geta 'bloggarar' ákveðið hverjir fá að 'kommenta' - t.d getur 'bloggari' ákveðið að eingöngu 'rétttrúa' geti kommentarð á 'bloggið' sitt. sem margir nei sinnar gera. alla vega kannast ég ekki við svoleiðis blogg

Rafn Guðmundsson, 24.4.2014 kl. 23:53

12 Smámynd: Elle_

Líkl. skiptir lengd pistla máli.  Og málfar.  Maður verður líka að vera opinberaður, samkvæmt þjóðskrá.  Það kæra sig ekki allir um.  Það vil ég ekki.

Elle_, 25.4.2014 kl. 00:02

13 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er ekki skýringin á þessu elle_. en góð tilraun til að flækja málið

Rafn Guðmundsson, 25.4.2014 kl. 00:22

14 Smámynd: Rafn Guðmundsson

en sem betur fer eru það yfirleitt bara óvandaðir 'bloggara' sem velja þessa 'sigtun' (t.d. heimssýn sem notar þetta í botn) - en of margir samt

Rafn Guðmundsson, 25.4.2014 kl. 00:27

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - það verður bara að koma í ljós þó sammála ólíklegt er að þeir loki á mig fyrir að ganrýna það augljósa.
Sammála það er eflaust ekki það sem þeir ætluðu í upphafi  að sami einstaklingur væri með 2 eða fleiri síður - þá eru menn væntanlega bara að rífast við sjálfan sig umdir hinum ýmsu nöfnum.


Óðinn Þórisson, 25.4.2014 kl. 07:13

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - hér fá allir að skráðir notendur blogg.is að tjá skoðanir sínar, engar ath.semdir teknar út og ekki lokað á neinn.

Það liggur alveg fyrir hver ég er, er ekki að fela neitt.

Það sem ég er að benda á með þessari færslu er það að blogg.is er og hefur verið með það þannig að ákveðnir bloggarar eru eru settir á hærri stall, þeirra færslu birtast lengur og því eðlilega fá þau blogg meiri lestur - Björn Bjarna. t.d leyfir engar ath.semdir.

En þetta er ekki mitt mál, þeir sem stjorna blogg.is tóku þá ákvörun í upphafi að mismuna bloggurum hér - það er alfarið þeirra mál.

Ég er aðeins að biðja um að fá að sitja við sama borð - annað ekki.

Óðinn Þórisson, 25.4.2014 kl. 07:21

17 Smámynd: Elle_

Þarna var ég ekki að tala um Heimsýn eða Vinstrivaktina, svo það komi fram, Rafn, og sé ekki að þau noti þetta í botn.  Það er alveg eðlilegt að samtök séu með bloggsíðu eða vefsíðu, en ég var að tala um ef slík bloggsíða/bloggsíður eru notaðar af nánast bara einum manni, meðan aðrir eru líka skráðir fyrir samtökunum.  Það kalla ég misnotkun.

Elle_, 25.4.2014 kl. 07:39

18 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt óðinn - ég hef enga athugsemd þegar menn leyfa engar athugasemdir - ekkert óeðlilegt þar - get ekki sagt það sama um þá sem leyfa bara 'réttar' athugsemdir og/eða þá sem leyfa bara athugasemdir frá 'réttum' aðilum

Rafn Guðmundsson, 25.4.2014 kl. 10:16

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara fyrst að minnst er á mig hér af einhverjum sem skv. síðunni hans hefur ekki bloggað síðan . Þá finnst mér ekkert skrítið að ekkert sjáist fá því fólki. Eins þá veit ég ekkert af hverju það birtast einhverjir pistlar hjá mér á forsíðu blog.is það gerðist fyrir einhverju síðan. En aðallega þá leiðist mér hugmyndafræði sem kemur fram í þessum meinlegu athugasemdum að aðeins megi koma fram ein skoðun og engin önnur á blog.is. Og tilhneiging hjá þeim sem setja athugasemdir að allir sem eru ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, framsókn og Heimssýn séu glæpamenn og eigi ekki að fá að tjá sig.

Aftur á móti sé ég pistla frá Óðni reglulega á forsíðu blog.is A.m.k. les ég þá öðru hverju og set in athugasemdir einstaka sinnum.

En menn verða að gera sér grein fyrir að öll þróun í heiminum gengur út á að menn séu ekki sammála því ef svo væri hefðu ekki nokkrar framfarir orðið því allir væru þá ánægðir og sammála.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.4.2014 kl. 10:28

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Óðinn minn, breytir engu til eða frá. Moggabloggið er dautt.

Fólk er hætt að lesa það líkt og blaðið. Hér staldra "nýjustu færslur " við ´marga daga í dálknum.

hilmar jónsson, 25.4.2014 kl. 11:09

21 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég skynja þetta reyndar þannig að það sé ákveðin pólitík í þessu-hægri pólitík. þeir setja bloggara í forsvari sem eru með "hina sönnu sjálfstæðisflokks stefnu" á hreinu og leyfa fólki síðan að sjá hina hliðina-Samfylkingana. En þegar kemur að þeim (SF)þá setja þeir að sjálfsögðu þá sem koma með aulalegustu bloggin.Sjálfur er ég ekkert að láta þetta fara í taugarnar á mér.Ég stend ekki í neinni samkeppni,vona bara að sem flestir lesi það sem ég skrifa og kynnist mínum skoðunum og sjónarmiðum-komi með gagnrýni sem kannski breytir þeim á einhvern hátt eða veiti mér þá ánægju að vera sammála.Þá veit ég að ég er ekki einn á báti.Hvort einhver Moggaritstjóri eða Bloggstjórnandi reyni að setja mig út í horn eða bera mig á burðarstól til að sína sauðheimskum almenningi hvað ég er Kúl skiptir engu máli.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.4.2014 kl. 11:33

22 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona til skýringar aftir að hafa lesið athugsemdir hér þá er elle væntanlega að tala um Jón Val þegar sagt er: "Hinsvegar er það óþolandi að 1 maður skuli geta skrifað pistla frjálst í 5 vefsíður bara í Moggabloggi og þar af 2 vefsíður í forgrunni. "

Finnst að þetta þurfi að koma fram þegar ég er eini maðurinn hér sem er nafngreindur. Ég er aðeins með eina bloggsíðu. Enda hélt ég í fávisku minni að maður mætti bara hafa eina síðu á hverri kennitölu. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.4.2014 kl. 16:56

23 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - sammála annaðhvort eru allar ath.semdr leyfðar eða engar - það gengur ekki að leyfa bara ákvðnum aðilum sem hafa eins og þú segir " réttar "skoðanir.

Óðinn Þórisson, 25.4.2014 kl. 17:18

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - það skiptir máli að blogg.is endurspegli eins fjölbreyttar skoðanir og hægt er svo lengi sem þær eru ekki meiðandi.

Við höfum að mörgu leyti ólíkar skoðanir og það er nauðsynlegt að rökræða hlutina, undanfarin ár hafa verið mikil átakaár og það hefur verið mjög grunnt á því góða milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins síðan stjórnin sprakk jan 2009.

Það væri verri heimur ef allir væru sammála - fögnum fjölbreytileikanum. 

Óðinn Þórisson, 25.4.2014 kl. 17:25

25 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hilmar - það hefur verið stefna hjá þeim sem stjórna blogg.is í langan tíma að markvisst að minnka sýnileika bloggsins - og held að þeir moggamenn yrðu ánægðastir ef þeir gætu lokað þessu en haldið inni þeim sem eru þeim þóknanlegur - en rétt blogg.is er að syngja sitt síðasta - og á því bera stjórnendur blogg.is vissulega ákveðna ábyrð eins og ég segi - þú virðist vera við það að hætta - búinn að loka ath.semdum.

Óðinn Þórisson, 25.4.2014 kl. 17:29

26 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóesef - ég hef aldrei staðið hér í neinni samkeppni og fylgist t.d ekkert með hve margir skoða þetta blogg. á hverjum degi enda er aðaltilgangur minn að koma mínum skoðunum á framfæri og vill fá að sitja við sama borð og t.d Björn Bjarna, Jón Valur, Halldór, ef ekki þá er rétt að þeir sem stjórna hér breyti þessu.

Það virðist ekki vera mikill vilji hjá stjórnendur blogg.is að þetta svæði lifi nema þá nokkrir útvaldir.

Óðinn Þórisson, 25.4.2014 kl. 17:32

27 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús #22 - sammála það er óþolandi að sami einstaklingur sé með margir blogg.síður hér á blogg.is.

Óðinn Þórisson, 25.4.2014 kl. 17:36

28 Smámynd: Elle_

Málið mitt snýst ekki um að vera ósammála eða sammála, eins og Magnús Helgi talar um í no. 19.  Hann ætti hinsvegar að hafa sleppt að ljúga.  Geri menn það, eru þeir orðnir ómarktækir (orðið ómerkingur vísaði í það). 

Og nei, ég meinti aldrei að Magnús Helgi gæti skrifað frjálst í 5 vefsíður í Moggabloggi, það er hinsvegar gegnglært hver, miðað við comment að ofan.  Hafi ég verið óþarflega harðorð við Magnús Helga, bið ég hann afsökunar, en ætlast á móti til að hann fari ekki viljandi með ósannindi.

Elle_, 25.4.2014 kl. 18:48

29 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - það var mikil óánægja með Svavarsamginn, 98 % þjóðarinnar voru ósammála vinnubrögðum Jóhönnustjórnarinnar í icesave - málinu.
Ég var einn af þeim sem taldi að ríkisstjórnin eða a.m.k Steingrímur hefði átt að segja af sér og axla ábyrð á klúðrinu.

Ég held að yfir höfuð þá sé umræðan hér á blogg.is alveg ágæt en vissulega í hita leiksins&miklar tilfynningar þá segja menn kannski aðeins of mikið.

Óðinn Þórisson, 25.4.2014 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband