30.4.2014 | 17:17
Fyrrverandi Ríkisstjórn ekki Hústökufólk
Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Ég hef aldrei gengið svo langt að segja að fyrrv. ríkisstjórn hafi verið hústökufólk, vissulega tók hún við stjórn landsins við mjög sérstakar aðstæður, Samfylkingin var í tætlum og ísland hafði lent í alþjóðlega fjármálahruninu og vinstri - menn vildu reyna að kenna Sjálfstæðisflokknum um það.
Áð skatta þjóð út úr kreppu gengur ekki upp, það eykur bara fátækina - nú er borgarleg stjórn við völd sem ætlar að gefa fólki og fyrirækjum tækifæri til að bjarga sér sjáft.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Ég hef aldrei gengið svo langt að segja að fyrrv. ríkisstjórn hafi verið hústökufólk, vissulega tók hún við stjórn landsins við mjög sérstakar aðstæður, Samfylkingin var í tætlum og ísland hafði lent í alþjóðlega fjármálahruninu og vinstri - menn vildu reyna að kenna Sjálfstæðisflokknum um það.
Áð skatta þjóð út úr kreppu gengur ekki upp, það eykur bara fátækina - nú er borgarleg stjórn við völd sem ætlar að gefa fólki og fyrirækjum tækifæri til að bjarga sér sjáft.
Komið í veg fyrir allsherjarhrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er einhver vaxandi bilun í gangi?
"nú er borgaraleg stjórn við völd sem ætlar að gefa fólki og fyrirtækjum tækifæri til að bjarga sér sjálft"!!!!
Þetta mál snýst nú reyndar um að ríkisstjórnin hefur ákveðið að þessu fólk eigi ekki að leyfast að bjarga sér sjálft.
Ef þessu fólki leyfðist það þá væri málið ekki í þessum farvegi fólksflutninga eins og á miðöldum og sjómenn á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri væru á fullu við að fiska handa þessum vinnufúsu höndum.
Þarftu ekki að fá þér aðstoð við að hugsa Óðinn?
Það gengur ekki upp að snúa staðreyndum svona við. Svart verður ekki hvítt þótt við séum Flokksmenn í borgaralegum flokki og langi til að Flokkurinn vinni eftir þeim borgaralegu gildum sem hann segist hafa að markmiði.
Ég hef fengist við margan heilaþveginn um dagana en líklega engan jafn skelfilega útvatnaðan og þig.
Árni Gunnarsson, 30.4.2014 kl. 20:41
Árni - ríkisstjórnarflokkarnir fengu skýrt umboð frá þjóðinni til að breyta um kúrs frá skattastefnu fyrrv. ríkisstjórnar sem beið afhroð 27 apríl 2013,
Ef fyrrv. ríkisstjórn hefði gert eitthvað að viti þá hefði hún einfaldlega verið endurkjörin en fólk vildi breytingu og það væri galið að ný ríkisstjórn myndi ætla að halda áfram gjaldþrota stefnu fyrrv. ríkisstjórnar.
Ég er engum staðreyndum að snúa við þannig að því sé haldið til haga - ríkisstjórn er að bjarga sjávárútveginum frá stefnu fyrr. ríkisstjórnar sem hélt að sjávarútvegurinn væri pottur sem hægt væri að sækja endalausa peninga í.
Óðinn Þórisson, 30.4.2014 kl. 21:26
Tækifæri fólks í sjávarbyggðum til að bjarga sér sjálft felst þá í því að mega elta aflaheimildir útgerðar á annað landshorn!
Þú ert bara ekki með öllum mjalla maður.
Apar eftir orð ráðherrans frá því í dag eins og gaggandi páfagaukur.
Þú þakkar mér ekki einu sinni fyrir þegar ég er að reyna að koma vitinu fyrir þig.
Sem ekki er von af því að þú heldur að þegar ráðherra LÍÚ bullar um sjávarútveg á Alþingi sé það ígildi guðsorðs.
Þessi ályktun SDG frá því í dag sem þú vitnar til er bull og þvættingur.
Útgerð getur borgað eigin þjóð sama verð fyrir aflaheimildir og hún greiðir öðrum þjóðum, svo því sé nú haldið til haga.
Og ef útgerð trillubáts getur greitt vinavæddri stórútgerð hátt á annað hundrað krónur fyrir leigu á kílói af þorski þá er það áreiðanlega lygi að stórútgerðir kaffæri smærri útgerðir ef aflaheimildir fara á uppboð.
Engin stórútgerð myndi greiða ríkinu 150 kr. fyrir aflaheimild í þorskkílói.
Og ef ríkisstjórn smjattpattanna ætlaði að fylgja eftir eigin hugmyndafræði um sjálfsbjargir fólks léti hún það verða sitt fyrsta verk að gefa íbúum þessara sjávarbyggða óheft frelsi til veiða á bátum að 11 metrum eins og Norðmenn gerðu. Reyndu að hugsa sjálfstætt Óðinn. Það er rétt að byrja voða hægt og taka þetta í smáum skömmtum þegar menn eru orðnir alveg heilaþvegnir og ekki urmull af sjálfstæðri skoðun eftir.
(Var hún kannski aldrei fyrir hendi?)
Árni Gunnarsson, 30.4.2014 kl. 22:36
Árni - mun seint þakka fólki fyrir að móðga mig.
Það er velþekkt hjá vinstri - mönnum að nota að hægri - menn hugsi ekki sjálfstætt ef þeir hafa ekki þeirra skoðanir.
Þú hefur fullan rétt á því að telja að skoðun SDG sem ég vitna hér sé " bull og þvættingur " , ég er þér fullkomalega ósammála enda höfum við mjög ólíkar skoðanir á því hvernig eigi að reka sjávarútveginn með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Útgerðarmenn hafa lagt í mikinn kostnað að sækja auðlyndina og ef þeim gengur vel þá mun þjóðin hafa það betur.
Óðinn Þórisson, 30.4.2014 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.