14.5.2014 | 07:23
Dónaskapur Steingríms í garð heiðurskonunnar Vigdísar
Ég á því miður ekki von á því að Steingrímur J. biðji Vigdísi Hauksdóttur afsökunar á framkomu sinni sem svo sannarlega var honum til minnkunnar.
Vigdís er reyndar orðin vön þessari ömurlegu framkomu vinstri - manna í hennar garð - en það sem brítur mann ekki gerir mann sterkari.
Áfram Vígdís.
Vigdís er reyndar orðin vön þessari ömurlegu framkomu vinstri - manna í hennar garð - en það sem brítur mann ekki gerir mann sterkari.
Áfram Vígdís.
Sagði Vigdísi að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér finnst sum sé ekkert að því hvernig Vigdís hagaði sér? Þér finnst kannski ekki að Vigdís ætti frekar að biðjast afsökunar á barnaskap sínum?
Mæli með því að hlusta á ræðuna, þá kannski sérð þú hvers vegna Steingrímur sagði henni að þegja.
Tómas, 14.5.2014 kl. 08:19
Tómas hann Steingrímur á bágt og þú ættir sjálfur að hlusta á ræðuna aftur vegna þess að hún er uppfull af réttlætingum, það varð stórfeldur fólksfluttningur vegna þeirra aðgerða sem hann og Jóhanna komu með þegar þau voru með völdin og voru kosin til valda vegna fagra loforða um skjaldborg fyrir heimili og fyrirtæki landsmanna...
Það var ekkert smá sem hann og Jóhanna reyndu að troða Ivesave á herðar okkar og hvar væru Íslendingar í dag ef það hefði nú tekist...
Hann á að gera þjóðinni þann greiða að koma sér frá...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.5.2014 kl. 09:05
Steingrímur benti m.a. á þá mismunun sem ætti sér stað milli búsetuforma hjá fólki og líkur væru á að það gæti leitt til málaferla.
En hvað var Vigdís að gera á þessu randi fyrir framan ræðustól, var hún ef til vill að leita að forsætisráðherra lýðveldisins, kíkja undir borð og athuga hvort hann væri þar?
Þá má furðu gegna að frámámenn ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera viðsaddir umræðuna. Við hvað eru þeir hræddir?
Það er meir en dónaskapur að mínu mati, að mæta ekki til skyldustarfa sinna á Alþingi. Með því er þjóðinni gefið langt nef.
Allt venjulegt fólk kann þá mannasiði að ganga ekki fyrir myndavél þegar verið er að taka myndir.
Það ætti að setja það í þingsköp að fólki yrði að fara á fjórum fótum ætti það erindi framhjá pontunni.
Áberandi hve forseti Einar missti stjórn á sér eitt sekúndu brot þegar hann sló í bjölluna eftir að Steingrímur sagði Vigdísi að þegja.
Mér fannst nú ræða Steingríms yfirgrips mikil og málefnalega og benti hann á marga veika punkta.
Hvað varð um allt féð sem átti að sækja til hrægammana? Það er nú eðlilegt að menn verði sárir yfir svona ræðum. Menn héldu nefnilega að Steingrímur væri búin að vera, en svo er auðsjáanlega ekki.
Hann er í fínu formi.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.5.2014 kl. 09:26
Heyrðu,þegiðu óðinn.Þetta var ágætt hjá honum Steingrími stórkjafti. Vigdís átti ekkert með að vera að gjamma þetta.
Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2014 kl. 10:03
Ingibjörg: Ég skil ekki fólk sem heldur að fólksflóttinn sé SJS að kenna. Ertu að reyna að segja mér að hrunið (sem var ótvírætt að mestu Sjálfstæðisflokki og Framsókn að kenna, og ótvírætt minnst SJS að kenna) sé ekki meginorsökin? Það þykir mér mikil yfirsjón.
Má vel vera að hægt hefði verið að gera margt betur, en efast ég um að aðrir hefðu gert betur en SJS í kjölfar hrunsins. Ekki virtust xD og xF mjög hjálpsamlegir á þeim tíma. Þín er sönnunarbyrðin að sýna fram á að aðrir hefðu gert mun betur. Ég gæti trúað því að aðrir hefðu kannski gert eitthvað smá betur. Ég ætti mjög bágt með að trúa því að aðrir hefðu gert mun betur.
Talandi um fögur loforð - hlustaðir þú á ræðuna hans SJS? Hverjir voru nú kosnir nú síðast með fögrum loforðum um peningagjafir frá hrægömmum? Hverjir eru að falla gjörsamlega á rándýrum kosningaloforðum sínum?
Verst finnst mér þó þetta fyrsta - að kenna SJS um meginþorra þeirra áhrifa sem hrunið hafði. Það þykir mér skammarlegt.
Tómas, 14.5.2014 kl. 15:02
„Heiðurskona“???
Hvað áttu við Óðinn? Þessi Vigdís er uppfull af hroka talar niður til annarra að hætti Sigmundar Davíð og er vægast sagt mikil hneykslunarhrella, hörmung þingsins.
Guðjón Sigþór Jensson, 14.5.2014 kl. 15:20
Stórkjaftur? Það er þá það eina sem er stórt á þessum litla manni.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2014 kl. 16:42
Tómas - hef hlustað á ræðu SJS i heild sinni.
Það er alveg ljóst að framkoma hans við Vigdísi er ekki boðleg og spurning hvort ekki votti fyrir kvennfyrirlitningu.
Óðinn Þórisson, 14.5.2014 kl. 17:16
Ingibjörg - sammála ræða SJS var uppfull af réttlætingum og virðist hann engan vegin geta viðurkennt að vinstri - stjórnin gerði lítið eða ekki neitt og það sem hún gerði var illa gert og í raun jók fátæktina með sínum skattahækkunum á fólk og fyrirtæki.
Skjaldborg vinstri - stjórnarinnar um heimilin varð að gjaldborg um heimilin.
SJS heldur því enn fram að Svavarsamgurinn hafi verið góður.
Óðinn Þórisson, 14.5.2014 kl. 17:21
Þorsteinn - það er í raun fáránlegt ef út í það er farið að SJS skuli enn vera þingmaður að hann hafi ekki löngu sagt af sér v.icesave og esb svo ekki sé minnst á sp-kef/byr klúðrið.
Það er bara þannig að SJS þoldi ekki að heyra sannleikann frá VH og tapaði sér algjörlega i dónaskap - ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta.
VG var svo illa farinn eftir hann að þeir neyddust til að fá sér nýtt " gluggaskraut eins og einn góður maður kallaði núverandi formann VG.
Óðinn Þórisson, 14.5.2014 kl. 17:27
Guðjón - þar sem hún er að fara svona mikið í taugarnar á vinstra - liðinu þá hlítur hún að vera gera eitthvað rétt.
Aðförin að VH er ein sú svænasta sem hér hefur sést. - skoðaðu commentakerfin.
Óðinn Þórisson, 14.5.2014 kl. 17:33
Guðmundur - það má gera ráð fyrir því að sagan muni dæma SJS illa sem stjórnmálamann.
Óðinn Þórisson, 14.5.2014 kl. 17:35
Óðinn það er dónaskapur að kjafta út í sal. Fólk á að nota pontuna til að koma málum sínu fram. Þú er það skynsamur maður Óðinn að þú veist þetta, Þess vegna er ég hissa hvað þú ert að trekkja þetta mál upp. Ef til vill nauðsynlegt að halda athyglinni á því svo önnur mál komist ekki í sviðsljósið. Að mínu mati var þetta allt innana marka hjá Steingrími og annað eins hefur nú verið lesið yfir fólki á Alþingi Íslendinga. Og að rigsa svona fyrir framan ræðustól alveg sama hver á í hlut er ókurteisi og var planað í því augnamiði að fipa ræðumann. Vitanlega á forseti að sjá um að það sé friður við þingstörf alveg eins og kennari reynir að skapa þokkalegt andrúmsloft í kennslustund.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.5.2014 kl. 18:34
Ekki er ég aðdáandi Steingríms né hef nokkurn tíman kosið hann. Það sem þú skrifar hér að ofan Óðinn hlítur að vera skrifað til að fólk skrifi athugasemdir hjá þér. Þú varla meinar þetta.
Að segja Vigdísi að þegja er líklega það besta og það vinalegasta sem þú getur sagt við hana. Þessi kona opnar varla á sér munninn nema að það komi einhver vitleysa út úr henni og ættu því vinir hennar að segja henni oftar að þegja.
Baldinn, 14.5.2014 kl. 20:02
Án þess að taka afstöðu með eða móti nokkrum í þessu tiltekna máli, þá hefur framkoma og hegðun margra á Alþingi fyrr og nú komið þeim sem þekkingu hafa á almennum fundarsköpum spánskt fyrir sjónir.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 20:02
Þorsteinn - allir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta mál, hvar man ekki eftir dónaskáp hans í garð Geirs, hver man ekki eftir dónaskap Katrínar Júl. í garð Bjarna Ben, hver man ekki eftir dónaskap Lúðvíks og Björn Vals í garð Illuga, það má öllum vera það ljóst vinstri - menn verða eitthvað að fara að skoða sína framkomu.
Steingrímur eins og ég hef sagt hér áður hefði löngu verið átt að vera búinn að segja af sér vegna þeirra mála sem ég hef margoft farið yfir hér.
Óðinn Þórisson, 14.5.2014 kl. 22:23
Baldinn - það er jákvætt að heyra að þú hafir aldrei kosið SJS&VG og færð plús fyrir það.
Það er griðarlega mikilvægt þegar svona orð falla eins og gerði hjá SJS að fjallað sé um þau - hann á ekki að komast upp með þetta.
Það vantar alla virðingu hjá þessum manni fyrir fólki með aðrar skoðanir en hann sjálfur.
Óðinn Þórisson, 14.5.2014 kl. 22:26
Kristján - nú er Samfylkingarspuni í gangi að þetta hafi allt verið Vigdísi Hauks. að kenna.
Það er rétt að rifja upp þegar Steingrímur kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bylmingshögg í öxlina - hefur aldrei beðist afsökunar á þessu en garði allt sem í hans valdi stóð til að koma honum í fangelsi - Landssómsmálið - Steingrímur mun alltaf hafa það yfir sér og honum til mikillar minnkunnar.
Óðinn Þórisson, 14.5.2014 kl. 22:32
Óðinn , þú skorar á Vigdísi að halda áfram hér í færslunni, þannig að þú villt hafa þetta svona. Eitthvað vakir fyrir þér.
Það er þannig að það eru kjósendur sem ráð því hverjir komast á þing en ekki bloggarar á Mbl.is. Ég hef hvergi mælt því bót það sem þeir náungar hafa gert sem þú lýsir.
Geir Haarde reif sig upp í hástert eftir Landsdóm og fór þar alveg með sig, í staðin fyrir að vera mjúkur og njóta þó þess sem hann fékk út úr Landsdómi sem var í mínum huga mikill sáttardómur fyrir hann.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.5.2014 kl. 22:38
Í hverri hirð voru höfð hirðfífl, þeir voru ráðnir til þess. Þessi ríkisstjórn þarf ekki að ráða neinn úrvalið er mikið en Vigdís er þar áberandi fremst meðal jafningja.
Óli Már Guðmundsson, 14.5.2014 kl. 22:56
Ég hlýddi á þingræðu Steingríms sem var sköruleg, en menn geta deilt um innihaldið. Framsóknarmenn voru býsna duglegir í frammíköllum, þó sér í lagi Vigdís Hauksdóttir. Viðbrögð Steingríms voru að mínu mati tiltölulega hógvær og ekki einu sinni fréttaefni. Hvernig frétt sem ekki er einu sinni fésbókarfærslu-virði getur orðið að stórfrétt er umhugsunarefni. Og að menn sjái ástæðu til þess að blogga um ekki-frétt er líka umhugsunarefni. Sýnir einfaldlega að sumir geta ekki greint kjarnan frá hisminu.
Jón Kristján Þorvarðarson, 14.5.2014 kl. 23:44
Þorsteinn - ég stend með VH í hennar baráttu gegn vinstra - liðinu og hvet hana til að halda því áfram.
VG má eiga það þeir vildu pólitísk réttarhöld yfir pólitískum andsæðingi.
Það er ekki hægt að ræða um landsdómsmálið án þess að minnast á Sigríði Ingibjörgu, Helga Hjörvar, Skúla Helgason og Ólínu Þorvarðardóttur - það sem þau gerðu verða þau að eiga við sjálfan sig eða var þetta ákveðið á þingflokksfundi Samfylkingarinnar ?
Hvað var hann svo dæmur fyrir, halda ekki fundi - brandari.
Það kæmi aldrei til greyna að Sjálfstæðisflokkurin myndi senda SJS fyrir landsdóm þó svo að vissulega verðskuldi það.
Óðinn Þórisson, 15.5.2014 kl. 07:13
Óli Már - þín ath. er gott dæmi um hvað VH, BB, SDG, GBS o.fl stjórnarliðar þurfa að hluta á allan daginn.
Þessavegna hvet ég þetta fólk til að gefast aldrei upp fyrir vinstra - liðinu.
Óðinn Þórisson, 15.5.2014 kl. 07:15
Jón Kristján - hann kann vissulega ræðulistina upp á 10 en hann ætti ferkar að sýna auðmýkt og biðja þjóðina afsökunar á getuleysi sinnar ríkisstjórnar og að hafa ekki staðið við loforð sitt um skjaldborg um heimliln og hafa ætlað að skatta þjóðina í drasl.
Það er lítil von að mikil breyting verði á alþingi með SJS er þar - það þarf einhver góður maður að tala við hann og fá hann til að sjá ljósið og fara.
Óðinn Þórisson, 15.5.2014 kl. 07:19
Óðinn, það þætti nú ekki gott í Húsfélögum ef engir fundir væru haldnir. Þá mundi allt drabbast niður fljótt. Stjórnarskráin kveður á um að halda fundi um mikilvæg málefni 17 gr. Er þá stjórnarskráin brandari? Það er gott að það liggi þá fyrir.
Forsetinn átti afmæli í gær 14. maí 71 ára gamall. Þjóðin átti að fá reiknivél á netið þar sem hún gæti farið og reiknað út stöðu sína. Hvar er reiknivélin? Framsóknarflokkurinn var samvinnuflokkur en sú grein hefur tilheyrt vinstri hlið stjórnmála. Er búið að breyta því?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.5.2014 kl. 08:46
Þorsteinn - nú er það þannig að haldnir voru þeir ríkisstjórnarfundir sem átti að halda.
Kannski hefði þeir orðið eitthvað fleiri ef Samfylkingin hefði komið fram með einhverja skýra vísbendingu um að fall blasti við í bankakefinu en bankamálaráðherra Samfylkingarinnar gerði ekkert og ber því vissulega mikla ábyrð.
Það hefur komið fram að málþóf stjórnaanstöðunnar hefur komið í veg fyrir að ríkisstjórnin hefur náð að klára þau mál sem hún ætlaði að vera búin að klára.
Framsóknarflokkurinn hefur borið gæfu til að skylja að það gerist ekkert í atvinnumálum i samstarfi við vinstri - flokkana.
Óðinn Þórisson, 15.5.2014 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.