16.5.2014 | 21:30
Glæsilegt hjá ríkisstjórn heimilanna
5.ára bið er á enda - loksins - loksins er komið að heimilum landsins - þrátt fyrir baráttu vinstri - flokkna gegn málinu hefur ríkisstjórn hagsmuna heimilanna í landinu klárað málið.
Þetta er ekki tími til að rifja upp orð JS um að ekki verði meira gert fyrir skuldsett heimili - þetta er mikill gleðidagur og gleymum ekki flokkunum sem sögðu NEI - 31.mai vð þessari aðgerð ríkisstjórnar heimilanna.
Leiðréttingin samþykkt á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ja - ef þetta hefðu verið peningar 'hrægammana' (og 200-300 milljarðar) en ekki OKKAR þá mætti kannski segja "móður allra kosningaloforða".
Rafn Guðmundsson, 16.5.2014 kl. 22:41
Rafn - tvennt annarsvegar að 22 þingmenn kjósa gegn heimilunum og hinsvegar hér hefur verið afsannað það sem JS sagði 2010 að ekki væri hægt að gera meira fyrir skuldsett heimili.
Óðinn Þórisson, 17.5.2014 kl. 15:16
Á fundi sem haldinn var síðastliðið fimmtudagskvöld var samþykkti svohljóðandi ályktun:
"Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna fimmtudagskvöldið 15. maí 2014 skorar á Alþingi að grípa til ráðstafana áður en þing fer í sumarfrí og framlengja án tafar frestun á nauðungarsölum og framlengdum samþykkisfresti sem samþykkt var með bráðabirgðarákvæði við lög um nauðungarsölu (nr. 90/1991) þann 19. desember síðastliðinn. Mikilvægt er að fresturinn verði framlengdur, einkum þar sem enn er óljóst hvenær heimilin fái þær leiðréttingar sem þau vænta. Ef ekkert verður að gert er hætta á því að nauðungarsölur hefjist að nýju með fullum þunga þann 1. september áður en Alþingi kemur saman að nýju á haustþingi, sem líkur eru á að muni leiða til aukins húsnæðisvanda og félagslegar upplausnar."
Guðmundur Ásgeirsson, 17.5.2014 kl. 18:04
Óðinn. Hvaða heimilum voru þessir 22 þingmenn að kjósa gegn? Og hvaða heimilum voru hinir 33 þingmenningir að kjósa gegn.
Stgaðreynd málsins er þessi. Verst settu heimilin fá lítið eða ekkert úr úr þessum aðgerðum Þau þurfa hins vegar að greiða kostnaðinn við þær bæði með hækkuðum sköttum og þeim vaxtahækkunum sem aðgerðunum mun fylgja. Því munu þessar aðgerðir fjölga gjaldþrotum heimila, fjölga þeim heimilum sem ekki eiga fyrir mat eða öðrum nauðsynjavörum.
Hvernig getur það talist vera að greiða atkvæði gegn heimilunum að vilja ekki slíkan pakka?
Sigurður M Grétarsson, 17.5.2014 kl. 18:53
Guðmundur - flott hjá Hagsmunasamtökum heimilanna að samþykkja þessa ályktun.
Óðinn Þórisson, 18.5.2014 kl. 09:19
Sigurður - það kom SDG mjög á óvart að þessir 22 þingmenn voru á NEI - takkanum en það er þeirra lýðræðislega ákvörðun - en mjög sérstakt að vera á móti þessari aðgerð og verða þeir sem það gerðu að eiga það við sjálfan sig.
" Staðreynd málsins " - það liggur alveg fyrir að ríkisstjórnin væri ekki að fara í þessar aðgerðir ef þær myndu skaða heimilin.
Ælti skúrkuinn sé ekki fyrrv. ríkisstjórn - engin skjaldborg um heimilin - bara gjaldborg um heimilin.
Óðinn Þórisson, 18.5.2014 kl. 09:24
Óðinn. Þessi setning þín er alveg kostuleg.
"" Staðreynd málsins " - það liggur alveg fyrir að ríkisstjórnin væri ekki að fara í þessar aðgerðir ef þær myndu skaða heimilin."
Þetta er svo mikið rugl að það hálfa væri nóg. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur hafa nokkurn tíman haft hag heimilanna í landinu að leiðarljósi við sínar ákvaarðanir. Þeir hafa alla tíða starfað fyrst og fremst með hagsmuni flokkseigendaklíka sinna að leiðarljósi og hafa alla tíð gert það sem er betur til þess fallið að afla þeim atkvæða heldur en það sem kemur heimilunum til góða. Og allra síst hafa þessir flokkar haft hag verst settu heimila landsins í fyrirrúmi. Það má vel sjá á aðgerðum þeirra í skattmálum síðast þegar þeir voru í ríkisstjórn. Þá lækkuðu þeir skattprósenduna en lækkuðu persónuafslátinn að raungildi. Þannig hækkaði skattbyrgði tekjulægstu heimlanna en lækkaði hjá tekjuhæstu heimilunum.
Aðgerð ríkisstjórnarinnar í skuldamálum er sama marki brennd. Hún þrengir að verst settu heimilunum sem þurfa að borga brúsan fyrir niðurgreiðslu lána sem koma betur settu heimilunum helst til góða.
Þau heimili sem hagnast á þessum aðgerðum eru heimili sem skulda einungis verðtryggð húsnæðislán. Þau eimili sem skulda líka mikið af öðrum lánum eins og bílalánum, yfird´rattarlánum, greiðsludreifingu á kreditkortum og svo framvegis munu tapa á þessum aðgerðum því vextirnir á þeim lánum munu hækka. Þau heimili sem ekki skulda húsnæðislán en skulda þessar gerðir lána munu fara allra verst út úr þessum aðgerðum.
Það eru því verss setu heiilin sem ekki geta keypt sér bíl eða heimilistæki með því að safna fyrirþeim frst vegna lágra tekna munu því bera bytgðarnar af gjöf ríkisstórnarinnar til hinna heimilanna og það jafnvel heimili sem hafa hagnast á sínum húsnæðisviðskiptum og þar af leiðandi ekki orðið frir neinum forsendubresti.
Sigurður M Grétarsson, 18.5.2014 kl. 11:22
Sigurður M - framsókn og sjálfstæðisflokkur eru einu borgarlegu flokkarnir á íslandi og hafa alltaf barist fyrir hagsmunum fólksins í landinu.
"Besta leiðin til að bæta kjör láglaunafólks er sú að búnir verði til hvatar til að hækka lægstu launin, í stað þess að hvatinn til þess sé enginn, og jafnvel neikvæður."
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
"sá merkilegi atburður átti sér stað á föstudagskvöld að þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá við lokafjárlög 2012
Þau s.s. treystu sér ekki til að samþykkja sín eigin fjárlög - er hægt að verða vitni af meiri áfellisdómi yfir eigin verkum ?"
Vigdís Hauksdóttir
Fyrrv. ríkisstjórn féll á prófinu - hélt að það væri hægt að skatta þjóð út úr kreppu.
Hafðu í huga að þettta voru almennar aðgerir, ÖS hefur sagt að það voru stærstu mistök fyrrv. ríkisstórnar að fara ekki í svona aðgerir.
Þú getur verið alveg rólegur þetta er aðeins fyrsta kjörtímabil þessara ríkisstjórnar :)
Óðinn Þórisson, 18.5.2014 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.