Ríkisstjórnarflokkarnir eiga skilið góða kosningu 31.mai

Góður árangur ríkisstjórnarinnar á þessu fyrsta ári ætti að skila ríkisstjórnarflokkunum góðu fylgi á laugardaginn.
Við erum að sjá fjárfestingar fara í gang, búið að er koma til móts við skuldsett heimili sem fyrrv. ríkisstjórn sagði að ekki yrði meira gert fyrir.


mbl.is Útgerðin aldrei skilað meiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér Óðinn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.5.2014 kl. 08:25

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - takk fyrir innlitið :)

Óðinn Þórisson, 29.5.2014 kl. 08:28

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er sammála Sigmundi með útgerðina. En landsmálapólitíkin og sveitarstjórnarpólitíkin eru hvort sinn hluturinn. Ég er ekki hrifinn af Framsókn í borginni og framboðið á ekki skilið að fá góða kosningu.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.5.2014 kl. 10:34

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóeef - Sveinbjörg Birna hefur komið að krafti og talað skýrt og það hefur farið illa í marga vinstri - menn sem líta á hana sem mikla ógn þar sem hún lætur ekki buga sig þrátt fyrir verulega mikla og ósanngjarna gagnrýni og á hana og beinlíns verið að gera henni upp skoðanir.

Ef eitthvað er að marka skoðanakannair er Sveinbjörg inni - spurning með 2 - það yrði flokk fyrir flugvallarvini. 

Það þarf að ræða islam á ísalndi.

Óðinn Þórisson, 29.5.2014 kl. 13:24

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ríkisstjórnarfokkarnir hafa ekki skliað neinum árangri það ár sem þeir hafa verið við völd. Þvert á móti hafa þeir valdið skaða á þeim árangri sem seinasta ríkisstórn hafði náð í að snúa vörn í sókn eftir það mikla hrun sem við urðum fyrir og var einmitt sök núverandi stjórnarflfokka. Atvinnuleysi hefur hætt að minnka og hagvöxtur hefur ekki aukist frá því sem hann var í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Núverandi stjórnarflokkar settu af nýsköpunaráætlun fyrri rikisstjórnar sem hefði án efa minnkað atvinnuleysi og aukið hagvöxt. Það gerður þeir undir því yfrskini að hún væri ekki fjármögnuð en staðreyndin er sú að hún var það en nýja ríkisstjórnin afturkallaði þá fjármögnun að mestu leyir til að setja enn meiri pening í vasa útgerarmanna og tekjuhæstu einstaklinganna.

Sveinbjörg hefur ekki ogðið frir neinni ósanngjarnri gagnrýni. Hún á skilið alla þá gegnrýni sem hún hgefur fengið. Og það er sorglegur vitnisburður að það skoli henni inn í borgastórn að ala á hræðslu við minnihlutahóp sem liggur vel við höggi og ná sér þannig í atkvæði rasista í borginni.

Sigurður M Grétarsson, 29.5.2014 kl. 18:33

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - fyrrv. ríkisstjórn kláraði ekkert af þeim málum sem ætlaði að klára, breyta stjórnarskránni, breyta fiskveiðistjórnunarkefinu, þjóðin fengið að kjósa um aðildarsamning við esb o.s.frv ætla að sleppa því að minnast á skjaldborgina um heimilin.
20 mai undirritaði iðnaðarráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir fjárfestingarsaming um kísilver i Helguvík.
Rikisstjórnin er að vinna í þvi að breyta skattakefinu, lækka skatta á fólk og fyrirtæki sem er forsenda þess að fólk hafi meiri ráðstöfunartekjur.

ISLAM er ekki minnihlutahópur - ég skora á þig að kynna þér ISLAM.
 

Óðinn Þórisson, 29.5.2014 kl. 19:02

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ein aðalástæða þess að mörg af þeim málum sem leitt hefðu til mikilla framfara náðust ekki í gegn hjá seinustu rúkisstjórn var grímulaust málþóf stjórnarandstöðunnar sem tók eigin hagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.

Það var staðið við skjaldborgina um heimilin. Hlutfall þjóðarinnar undir fátæktarmörkum minnkaði í tíð seinustu ríkisstjórar þrátt fyrir mikla kreppu. Það gerðist einmitt vegna þess að ríkisstjórnin stýrði byrgðum af hruninu sem ríkisstórn Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflikks olli þannig að það lenti minnst á þeim verst settu. En þá kvörtuðu þeir betur settu mest og það eru fyrst og fremst þeir sem eru að halda því fram að skjaldborgin hafi aldrei kmið.

Núverandi ríkisstjórn kemur nú með stórar niðurgreiðslum á lánum fólk sem fæst er í erfiðum málum og fjármagnar niðurgreiðsluna þannig að það mun að mestu bitna á verst settu heimiunum meðal annars vegna þeirra vaxtahækkana sem mun leiða af henni. Þesar aðgerðir munu því fjölga gjaldþrotum heimila, fjölga þeim heimilum sem eiga ekki fyrir mat og auka ójöfnuð í þjófélaginu.

Ef einhver ríkisstjórn á skilið þau ummæli að slá skjaldborg um fjármagnseigendur en ekki almenning þá er það núverandi ríkissjórn.

Sigurður M Grétarsson, 29.5.2014 kl. 19:18

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - minnihlutastjórnin kom ekki sínum málum í gegn vegna þess að hún hafði ekki meirihluta til að koma málum í gegn eins og t.d esb sem hún setti á ís vegna sundrungar innan ríkisstjórnarinnar með málið.
Jóhanna sagði 2010 að ekki yrði gert meira fyrir skuldsett heimili og nú hefur þessi ríkisstjórn gert það - ömurlegt fyrir Jóhönnu að hafa það á bakinu ásamt öllu öðru sem hún kláraði ekki nema hvað var það með braut ekki Jóhanna jafnréttislög við skipan í embætti en datt ekki í hug að segja af sér sem hefði verið það eina rétta.
Fyrr. ríkisstjórn var hugmyndafræðilega og getulega dauð rúmu ári fyrir kosningarnar 2013 en hékk samt áfram - var það bara til að leyfa Jóhönnu að klára sinn " farsæla " stjórnmálaferil - hvað með hagsmuni þjóðarinnar.
Það er hefur og verður alltaf hugmyndafærðilegur munur á vinstri - og miðju/hægri - í nálgun á skatta þar sem þið vinstri - menn trúið á há skatta.
Eitt af því besta sem núverandi ríkisstjórn hefur gert var að henda gúmmítékk fyrrv. ríkisstjórnar.
Eftir stendur að fyrrv. ríkisstjórn fékk rauða spjaldið 27 apríl 2013 - fékk falleinkun hjá þjóðinni þannig að ekki var hún mjög ánægð með hennar " góðu " verk.

Óðinn Þórisson, 29.5.2014 kl. 20:42

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vissulega hjálpaði það ekki að vera ekki með traustan mneirihluta á þingi. En hvað varðar aðgerðir fri skuldsett heimili þá er það rétt að fyrri ríkisstjórn taldi ekki rétt að láta skattgreiðendur greiða niður lán fólks sem flest var í gróða með sín húsnæðiskaup. Þessi aðgerð sem núverandi ríkisstjórn er að gera mun fjölga gjaldþrotum heimila, fjölga heimilum sem ekki eiga fyrir mat og fjölga þeim heimilum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Það er vegna þess að þessi aðgerð mun leggja miklar bygðar á verst settu heimilin bæði skattalega og vegna hærri vaxta vegna þess hvernig hún er fjármögnuð. Þessi verst settu heimili muni hins vegar minnst fá út úr þessum millifærslum milli heimila landsins.

Núvernaid ríksistjóprn er því aðeins að bæta hag sumra skuldugra heimila á kostnað annarra skuldsettra heimila og þá helst þeirra sem eru í verstu stöðunni. Þegar við það bætist að flest þessara heimila eru i gróða með sín húsnæðiskaup og þar með engin réttlæting fyrir því að láta skattgreiðensur greiða niður skuldir þeirra þá frellur þessi aðgerð ekki bara á hagkvæmnisprófinu heldur líka á réttlætistprófinu.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var engan vegin hugmyndafræðilega dauð en hún kom einfallega ekki í gegn málum sem hefðu verið þjóðþrifamál vegna þess að sumir stjórnarmenn gengu í lið með stjórnarandstöðu í að hindra framgang þeirra. Stærstu málin þar eru bæði fiskveiðistjórnunarmálið sem núverandi ríksstórn er að eyðleggja til að þóknast kvótagreifum og vinnaf þannig gegn almannahag. Það sama má segja um ESB málið en það mun bæta lífskjör almennings að ganga í ESB en það eru ákveðin sérhagsmunaöfl með ítök í Sjálfstæðisflokknum sem hafa ekki hag af því. Og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið til í að taka hag þessara afla fram yfir almannahag þá er minsta málið að fá þann flokk til að gera sitt til að koma í veg fyrir það.

Hvað varðar úrskurð kærunefndar jafnréttismála varðandi ráðningu hjá Jóhönnu þá var það einfaldlega svo að engin ráðning hjá íslenska ríkinu fékk jafn faglega meðferð og sú ráðning. En niðurstaðan var einfaldlega sú að kærunefnd jafnréttismála var ósammála þeirri ráðningaskrifstofu sem Jóhanna leitaði til um það hver væri hæfasti umsækjandinn. Mat á hæfi umsækjanda eru ekki skýr vísindi og geta því alltaf tveri aðilar komist að mismunandi niðurstöðu. Og þó skoðun Kærunefndar jafnretismála hefi ekki verið nálægt því eins faglega og skoðun ráðningstofnnnar sem meðal annars tók viðtöl við bæði umsækjendur til að meta þá eins vel og kostur er auk þess að taka viðtöl við vænta samstarfsmenn til að meta hvaða kostir umsækjenda væru mikilvægr sem kærunfefndin gerði ekki þá breytir það ekki því að það er mat kærunefndarinnar sem gildir en ekki mat ráðningstofnunnar. En að halda því fram að Jóhanna hafi verið vísvitandi að brjóta jafnréttislög er út i hött. Það er einnig frekar langsótt að gera kröfu til afsagnar ráðherra bara af þvi að hans ráðgjafar komast að annrri niðurstöðu en Kærunefnd jafnréttismála um þa hver sé hæfasti umsækjandin um tiltekið starf.

En öfugt við margítrekaða úrskurði Kærunefndar jafnréttismál gagnvart fyrrum ráðherrum Sjálfstæðisflokskins þá var Jóhanna ekki vísivitandi að gagna framhjá hæfri umsækjanda um starf. Ráðningar nokkurra skildmenna Davíðs Oddsonar eru skýrt dæmi um misnotkun ráðherra á ráðningavaldi sínu en þannig er því ekki farið í þessu dæmi hjó Jóhönnu.

Sigurður M Grétarsson, 29.5.2014 kl. 22:29

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Og varðandi fyrra svar þitt þá eru múslimar svo sannarlega minnihlutahópur hér á landi. Þeir eru um þúsund talsins.

Islam er trú eins og Krisnti og hvorki betri eða verri en hún. Múslimar eru heldur hvorki betra eða verra fólk en Krisntir. Það eru skemmd epli alls staðar.

Það er því ekkert sem réttlætir það að brjóta í bága við jafræðisákvæði stjórnasrskrárinnar eða laga um kirkjusjóð bara til þess að komast hjá því að hér verði reist moska. Og þegar stjórnmálamaður nær sér í atkvæði með gjörsamlega tilefnislausum hræðsluáróðri gagnvart minnihlutahópi þá er það ekki bara lágkúruleg leið til atkvæðaveiða heldur líka siðlaus leið. Að ala að tilefnislausu á tortryggni gagnvart minnihlutahópi sem liggur vel við höggi er svo aumt að engu tali tekur.

Sigurður M Grétarsson, 29.5.2014 kl. 22:33

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - það er rétt að hafa í huga að aðgerð ríkisstjórnarinnar var almenn - það var útilokað að gera allt fyrir alla þó svo að vinstri - menn hafi verið með þann spuna.
Ef ríkisstjórn gat ekki orðið komið málum í gegn hefði þá ekki verið eðlilegast að hún segði af sér ? Ríkisstjórn sem kemur ekki málum í gegn í gagnslaus.
Þú getur haft allar skoðanir sem þú vilt varðandi jafnréttisáfall Jóhönnu sem niðurstaðan liggur fyrir.
Varðandi esb - þá var það aðalmál sf í kosningunum 2009, talað um 18 mán en tókst ekki að klára málið á 4 árum - Samfylkingin væri ekki dag 12,9 % flokkur ef hann hefði staðið fast á esb - málinu gagnvart vg. 

Óðinn Þórisson, 30.5.2014 kl. 19:18

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - oddviti framsóknar er ekki með neinn hræðsluáróður - hún opnaði þara umræðuna um að reykvíngar fengju að kjósa um hvort byggja eigi mosku á þessum stað.

ISLAM er ekki minnihlutahópur - ég hef kynnt mér ISLAM - hefur þú gert það ?  

Mannstu eftir Soffíu Hansen málinu ?

Óðinn Þórisson, 30.5.2014 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband