29.5.2014 | 08:27
Flugstjórnar Landhelgisgæslunnar um flugvöllinn
"Flugstjórar Landhelgisgæslunnar tala skýrt þegar kemur að flugvellinum í Vatnsmýri. Þeir ítreka mikilvægi vallarins og segja að aðflugsbúnaðar hans "hafi oft skipt sköpum" fyrir sjúkraflug þyrlna gæslunnar og hvetja fólk til að hafa þær staðreyndir í huga í komandi kosningum."
Ég vil flugvöllinn áfram í vatnsmýrinni
Reykvíngar sem eiga fjölskylur og vini á landsbyggðinni ættu að hafa þetta að leiðarljósi 31.mai.
Ósætti um framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haukeland sykehus í Bergen er ekki með þotuflugvöll við sjúkrahúsið. Hef aldrei heyrt um vandamál vegna sjúkraflutninga til þessa besta sjúkrahúss í Noregi. Flesland-flugvöllurinn í Bergen er töluvert langt frá sjúkrahúsinu. c.a. 30 mínútna keyrsla, pús/mínus, eftir því hvernig umferðarálagið er.
Það er ekki heiðarlegt að nota þessa þyrlublekkingu í umræðum um flugvöllinn í Reykjavík.
Það verður að tala um hlutina af heiðarleika, ef umræðan á að skila réttlæti fyrir alla landsmenn. Landsbyggðin er háð flugi til höfuðborgarþjónustunnar. Það er nú þegar allt of dýrt fyrir landsbyggðina að sækja þessa höfuðborgarþjónustu. Það vita og skilja allir sem einhverntíma hafa lifað og starfað á landsbyggðinni.
Það er ekki sjúkraflutninga-þjónusta við Íslandsbúa (erlenda/innlenda), sem þarfnast þotuflugvallar við fyrirhugað nýtt sjúkrahús. Þannig lítur þetta flugvallarmál út, frá mínu sjónarhorni. Þarf sjúklinga-þotu-flugvöll fyrir tilvonandi sjúklinga fyrirhugaðs sjúkrahúss? Hvaðan eru þeir sjúklingar að koma?
Þeir baktjalda-kúgunar/hótunar-ráðamenn (ó-lýðræðiskosnir) hafa mikið á siðferðis-samviskunni, sem vísvitandi þegja yfir heildarsannleika þessa sjúkrahúss-máls.
Hér er eitthvað annarlegt hagsmunamál í gangi, sem almenningi hefur ekki verið sagt frá. Og það er niðurbrjótandi fyrir almenning, að ekki fari fram heiðarleg og opin umræða um staðreyndir.
Traust verður aldrei keypt/skapað með vísvitandi blekkingum og þöggun á alvarlegum staðreyndum. Og leysir því engan vanda þegar upp er staðið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.5.2014 kl. 12:02
Anna Sigríður - um það erum við ósammála að ég tel að innlegg flugstjóra landhelgisgæslunnar skipti mjög miklu máli - þetta er fagmenn og á þá ber að hlusta.
Samfylkingin sem er að mælast með mesta fylgið í reykjavík vil loka flugvellinum, ekki komið fram með neina lausnir á sjúkraflugi/einkaflugi/innanlandsflugi - bara að loka flugvellinum - það er vart heiðarlegt gagnvart þeim um 70 þús sem skrifuðu undir flugvöllinn áfram í vatnsmýrinni.
Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir millilandaflugið og hefur mikla vigt vegna þess að þær þvotur sem flugleiðir eru að nota geti lent það.
Það sem
Óðinn Þórisson, 29.5.2014 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.