Áfram Gott að búa í Kópavogi

Afleikur fyrrv. oddvita Samfylkingarinnar í miðju síðasta kjörtímabili felldi 4 flokka meirihlutann.

Þá var fátt annað í stöðunni en að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi aftur inn í meiritihlutann til að þar myndi skapast aftur festa og stöðugleiki.

Rétt að hrósa Ranneigu Ásgeirsdóttur fulltrúa kópavogslistans fyrir að sýna ábyrgð þegar það skipti mestu máli fyrir íbúa kópvogs og Kópavog.

Frábær árangur Bjartar Framtíðar í Kópavogi 31.mai skilaði flokknum 2 bæjarfulltrúm og lykilstöðu við myndum nýs meirihluta þar sem Samfylkingin hefur gert það öllum ljóst að hann muni ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum.

Íbúðar kópavogs geta gert miklar kröfur til þessa nýja meirihluta enda skipaður afburða góðu fólki.


mbl.is Ármann áfram bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég verð að viðurkenna að mér líst ekkert á þessa samsuðu hjá sjálfstæðisflokknum í kópavogi, Ármann er ekki að sýna traustann mann með því að svíkja framsókn. 

sér­lega ánægð með jafn­ari kynja­hlut­föll en í tíð fyrri bæj­ar­stjórn­ar,“ seg­ir Theó­dóra S. Þor­steins­dótt­ir odd­viti Bjartr­ar framtíðar í Kópa­vogi og nýr formaður bæj­ar­ráðs.

Ef þetta er það eina sem skiptir máli hjá oddvita bjartrar framtíðar þá lofar þessi flokkur ekki góðu, öllum ætti að vera alveg sama um hlutföllin, það sem skiptir máli er að gott og traust fólk sé að vinna fyrir okkur ekki hvers kyns það er, svo að mínu mati þá er Theódóra ekki að lofa góðu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.6.2014 kl. 19:22

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - það hefur komið fram hjá Ármanni að það hefði verið niðurstaða meirihluta bæjarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fara í meirihlutaviðræður við Bjarta Framtið.

Það kom vissulega fram í máli Birkis Jóns að hann vildi helst vinna með x-d.

Yfir 3000 tóku þátt í prófkjöri x-d í kóp og var niðurstaðan að sæti 2, 3 og 4 yrðu skipuð konum og hjá bjartri framtíð kona í 1 sæti og karl í 2.sæti en ég skil hvað þú ert að fara ég hef sjálfur alltaf talað fyrir þvi að það er einstaklingurinn sem skipti mestu máli, geta viðkomandi til þess að leysa þau verkefni sem honum eru falin.

Aðalmál nýs meirihluta verða annarsvegar skólamál og hinsvegar ábyrg fjármálastjórn bæjarfélagsins.

Óðinn Þórisson, 7.6.2014 kl. 20:22

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

það hefur komið fram hjá Ármanni að það hefði verið niðurstaða meirihluta bæjarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fara í meirihlutaviðræður við Bjarta Framtið.

Það má vera, það breytir því samt ekki að hann klúðrar þessu með því að semja fyrir úrslitin við framsókn en hættir við eftir kosningar, hann hefði nátturulega ekki átt að lofa neinu fyrir kosningar til að byrja með, þá væri þetta ekki mál. Og ég vil meina að þetta sýni ekki góðan manndóm, að lofa einhverju og svíkja það síðan, svoleiðis atferli lofar ekki farsæld í framtíðinni.

Fyrir mér er björt framtíð ekkert annað en útibú samfylkingarinnar svo að því leitinu til er ég mjög mótfallinn þessum flokki og tel það að ganga í stjórn með honum verði bara vesen og leiðindi. 

Æ greyið kópavogur..... 8) 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.6.2014 kl. 22:29

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - nú veit ég ekkert frekar en þú hvað fór á milli Birkis Jóns og Ármanns fyrir kosningar en hafa ber í huga að Ármann er ekki einvaldur í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi þarf að hlusta á það sem hans samherjar hafa að segja.

Ég skil mjög vel Birki að vera súran, hann telur að Ármann hafi gengið á bak orða sinna en það breytir ekki niðurstöðu meirihluta bæjarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Varðandi Bjarta Framtíð þá er flokurinn í raun óskrifa blað á sveitarstjórnarstiginu og það yrð mjög vont fyrir trúverðugleika flokksins að ganga á bak sinna orða eða búa til einhvern Samfylkingarspuna til að slíta þessu meirihlutasamstarfi.

Ég geri bara ráð fyrir því að Björt Framtíð sé að fara inn í þetta samstarf af heilum hug.

Svo verður að hafa í huga að Samfylkinign hefur i raun útilokað samstaf við Sjálfstæðisflokkinn þannig að valkostirnir eru ekki margir.

Það er rétt að geta þess að Birkir Jón greiddi atkvæði með landsdómsákærunni á Geir - hvort það hafi spilað einhverja rullu veit ekki.

Óðinn Þórisson, 7.6.2014 kl. 22:55

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Halldór - nú veit ég ekkert frekar en þú hvað fór á milli Birkis Jóns og Ármanns fyrir kosningar.

Það er mikið rétt, við vitum ekki hvað fór fram þarna.

en hafa ber í huga að Ármann er ekki einvaldur í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi þarf að hlusta á það sem hans samherjar hafa að segja.

Ég myndi nú ætla að ef hann fer að semja þá gerir hann það með vitund og samþykki samherja.  

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.6.2014 kl. 13:15

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - sagt er að Gunnar hafi stutt vin sinn Birki Jón gegn Ármanni með því m.a að grafa undan Ármanni og ef er eins og komið hefur fram að Birkir Jón hafi unnið á þennan veg síðustu dagana fyrir kosningar þá skil ég afstöðu Sjálfstæðisflokksins mjög vel.

Þá er Birkir Jón búinn að fyrirgera öllu trausti og því betra fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vinna með flokki þar sem er fólk sem bæjarstjórnarflokkurinn treystir

Óðinn Þórisson, 8.6.2014 kl. 14:00

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Halldór - sagt er að Gunnar hafi stutt vin sinn Birki Jón gegn Ármanni með því m.a að grafa undan Ármanni og ef er eins og komið hefur fram að Birkir Jón hafi unnið á þennan veg síðustu dagana fyrir kosningar þá skil ég afstöðu Sjálfstæðisflokksins mjög vel.

Ég viðurkenni að ef satt er þá er afstaðan skiljanleg, ég að vísu heyrði aðra ástæðu fyrir þessum samruna, en hver veit.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.6.2014 kl. 19:50

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - hver er sú ástæða sem þú heyrðir ?

Óðinn Þórisson, 8.6.2014 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband