30.6.2014 | 07:26
Björn Bjarna, Ólafur Ragnar, Styrmir og Davíð
Það geta allir verið sammála um að tillagan um að draga til baka esb - umsóknina til baka var illa tímasett.
Það myndi sýna gríðarlegan styrk fyrir ríkisstjórnina að draga til baka esb - umsókn fyrrv. ríkisstjórnar, þjóðin var ekki spurð þegar sótt var um þannig að fordæmið er komið að draga hana til baka án aðkomu þjóðarinnar.
Það verður svo þjóðaratkvæðagreiðsla um það síðar hvort þjóðin vilji aftur sækja um aðild en það má vera öllum ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki að fara í aðildarviðræður við esb á þessu kjörtímabili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óðinn.
Það er nákvæmlega sama hvenær tillalagan hefði verið lögð fram, vinstraliðið hefði alltaf sagt að hún væri illa tímasettt og barist gegn henni.
Það sem klikkaði var kjarkleysi stjórnarliða. Um leið og stjórnarandstaðan andmælti og hertók Alþingi með fíflalátum, fóru sumir stjórnarliðar að gefa eftir.
Áður en þessi tillaga var lögð fyrir Alþingi var fengið samþykki fyrir henni innan beggja stjórnarþingflokka. Þar samþykktu allir þingmenn utan einn (Villi Bjarna) tillöguna.
Þegar síðan andóf stjórnarandstöðu hófst hljóp annar þingmaður strax úr skaftinu (Ragga Ríkharðs) og síðan fleiri eftir þeim tveim.
Eftir sem áður hafði ríkisstjórnin tryggann meirihluta á þingi fyrir tillögunni, en vegna kjarkleysis var hún látin daga uppi.
Tímasetning framlagningu þessarar tillögu skiptir því engu máli, það sem skiptir máli er hvort kjarkur er til staðar eða ekki.
Ég leifi mér enn að trúa því að málið verði endurvakið á haustdögum og það klárað með sæmd. En trúin dofnar sífell meira.
Það yrðu með stæðstu kosningasvikum sem stjórnarflokkar aðhefðust, ef málið verður ekki klárað. Það er eitt þegar annar tveggja stjórnarflokka þarf að svíkja sína kjósendur svo stjórn fái myndast, eins og VG gerði vorið 2009, annað og verraþegar báðir stjórnarflokkar, sem að auki setja málið í stjórnarsáttmálann, svíkja það síðan.
Kjósendur hefna grimmt fyrir slíkt í næstu kosningum.
Gunnar Heiðarsson, 30.6.2014 kl. 08:08
Gunnar - það er ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórjnina en að leggja tillöguna aftur fram, fari gegnum þingið á eðlilegan hátt og hún fari í atkvæðagreislu.
Forysta vg sveik stefnu flokksins í esb - málinu og fékk sína niðurlægingu 27 apríl 2013.
Samfylkingin ætlaði að klára málið á hvað 18 mán en náði því ekki á 4 árum - þeir fengu sína verðskulduðu niðurlæginu 27 apríl 2013.
Trúverðugleiki stjórnarflokkana er í húfi, þeir verða að draga umsóknina til baka og svo ef síðar meir - ekki á þessu kjörtímabili ef nýr meirihuti á alþingi vill þá verður þjóðin spurð hvort hún vilji sækja um.
Óðinn Þórisson, 30.6.2014 kl. 12:00
Hversvegna þurfum við að taka svikum sem sjálfsagðan hlut. Hvar er styrkur okkar fólksins í landinu. Við erum þau sem eru niðurlægð en ekki stjórnmálaflokkarnir. Þeir hafa alltaf rétt fyrir sér í öllum málum hvort það eru vinstri eða hægri menn.
Valdimar Samúelsson, 30.6.2014 kl. 12:13
Valdimar - ef ríkisstjórnarflokkarnir klára þetta mál ekki og draga umsóknina til baka mun fara illa fyrir þeim 2017.
Óðinn Þórisson, 30.6.2014 kl. 17:22
Hvernig væri að benda Frú Ríkarðsdóttir að ef hún er ekki samþykk stefnu Sjálfstæðisflokksins og Stjórnarsáttmálanum að Samfylkkingin eða Vinstri Grænir mundu taka við henni opnum örmum.
Burtu með Frú Ríkarðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum nóg að hafa svikarana tvo BB og HB.
Kveðja frá Seltjarnarnesinu
Jóhann Kristinsson, 30.6.2014 kl. 19:53
Jóhann - sem þingflokksformaður hlítur RR að styðja stjórnarsáttmálann.
En það sem þarf að breyta er að flokkurinn eigi þau þingsæti sem flokkurinn fær og ef þingmaður ákveður að fara í annan flokk þá tekur næsti maður á lista við hans sæti.
Óli Björn fyrir Ragnheði - góð skipti ef það væri þannig með þingsætin.
ESB - umsóknina verður að að draga til baka - það er aðalatriðið.
Óðinn Þórisson, 30.6.2014 kl. 22:46
Já Óðinn það má segja að allt sé betra en RR, en við vitum að auðvitað tekur hún sitt sæti með sér hvert svo sem hún mundi fara.
En það er enginn missir af því þó RR fari úr Sjálfstæðisflokknum, hún er skemmt epli so to speak eins og Þorgerður Kúlulánadrottning var fyrir Sjálfstæðisflokkin.
Allir muna RÚV nefskattinn sem Kúlulánadrottningin kom á með frekju og ofstopa, en auðvitað átti Kúlulánadrottningin ekkert heima í Sjálfstæðisflokknum og sama á við RR.
Kveðja frá Seltjarnarnesinu
Jóhann Kristinsson, 1.7.2014 kl. 10:33
Jóhann - það mun vissulega veikja stöðu hennar innan floksins ef ríkisstjórnin keyrir afturköllun esb - umsóknarinnar til baka og ríkisstjórn verður í raun og veru esb - nei stjórn.
Það er alveg lágmarkskrafa að þingmenn flokksiins fylgi landsfundarályktun og ef hún myndi kjósa gegn ríkisstjórninni þá væri best fyrir hana að fara eitthvað annað.
Óðinn Þórisson, 1.7.2014 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.