Erfiðasta verkefni sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið að sér

Það virtist sem margir hafi haldið að verkefni þessarar ríkisstjórnar yrði leyst nánast með því að smellla fingum en það að taka við eftir rúmlega 4 ára vinstri - stjórn er eitthvað sem engin ríkisstjórn hefur áður staðið frammi fyrir.
Nú á annað árið í röð á aðfara að leggja fram ábyrg og hallalaust fjrálög en slíkt sást aldrei hjá fyrrv ríkisstjórn.
Verkefnið er enn það sama leysa skuldavanda heimilanna, lækka skatta og álögur, endurreisn LSH og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað og í raun að endurreisa ísland eftir vinstri - stjórnina.

mbl.is Fylgi Framsóknar eykst lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn..ertu með fjögurra ára minni. Við hverju tók síðasta ríkisstjórn, hvað gerðist hér á árunum 2007-2008 og svo eftir það.

Staðan núna er hreinn lúxus miðað við hvernig ástandið var þegar síðasta ríkisstjórn tók við. 

Þú ert nú dálítið billegur stundum :-( 

Legg til að þú farir að kynna þér hvað gerðist á Íslandi fyrir hrun og í hruninu.

Svona til upprifnunar voru tók þáverandi ríkisstjórn við 200 milljarða halla á ríkissjóði..og svo lestu bara um allt hitt...ok ? 

Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2014 kl. 13:28

2 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Sumir lifi í þannig (Óðins)heimi að þeir sjá ekki lengra en nef þeirra nær.

Jón Kristján Þorvarðarson, 7.8.2014 kl. 14:20

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég er bara næstum orðlaus yfir vitleysuni í þér Óðinn. Ætlarðu að halda því virkilega fram, að þessi ríkisstjórn hafi fengið erfiðara verkefni, heldur en sú vinstri, sem þurfti að rétta af hrunið? Þó að þú styðjir sjallaflokkinn og þar með ríkisstjórnina,þá verðuru að vera hreinskilinn, en ekki að vera með e.h. bölvað rugl, flokkurinn þinn er enginn Guð almáttugur. Eigðu góðan dag Óðinn.

Hjörtur Herbertsson, 7.8.2014 kl. 14:42

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - nú var það þannig að Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar alþjóðlega bankahrunið skall á íslandi og bankamálaráðherra var Samfylkingarimaðurin Björgvin G. Sigurðsson.
Þú mannst að Samfylkingin sprakk í tætlur á fundi í þjóðleikhúskjallaranum.

Fyrrv. ríkisstjórn tókst ekki að klára neitt af þeim stóru málum sem hún ætlaði að klára eins og t.d að leyfa mér að kjósa um aðildarsamning við esb.

Hér eru smá upplýsingar fyrir þig um hvað núverandi ríkisstjórn stóð frammi fyrir:

Þróun starfa:

Störfum fækkað á almennum vinnumarkaði 9 - 16 þús
Störfum fjölgað um 120 - 200 hjá ríkinu
Störfum fækka hjá um 290 - 350 hjá Landsspítalanum

Ný ríkisútgjöld:

Rannsókn á falli í slensku bankana 2008
Stjórnlagaþing
Rannsóknarnefndir alþingis
Saksóknari alþingis
Landsómur
Samtalas : 2000 milljónir

Óðinn Þórisson, 7.8.2014 kl. 14:43

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - þú verður ekki sakaður um málefnalegt innlegg.

Óðinn Þórisson, 7.8.2014 kl. 14:44

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - það má segja að vinstri - stjórnin hafi hamlað eðlilegri endurreisn eftir að alþjóðlega fjármálahruni skall á íslandi með því að endalausum skattabreytingum sem gerðu ekkert annað en að gera ástandið verra en það var.
Það er ekki hægt að skatta þjóð út úr kreppu það einfallega dýpkar kreppuna og þessi stefna fyrr. ríkisstjórnar " you aint seen nothing yet " féll falleiknun 27 mai 2013.
Eitt af mörgum mistökum fyrr. ríkisstjórnar var að sameina félags&heilbrigðismál og en þeirri kolvitlausu ákvörðun hefur núverandi ríkisstjórn breytt.
Það hefur engin ríkisstjórn áður þurft að koma að borðinu eftir rúmlega 4 ára óstjórn vinstri manna. 

Óðinn Þórisson, 7.8.2014 kl. 14:53

7 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Óðinn - Varðandi ranghugmyndir þínar ákvað ég að hafa innleggið á tiltölulega kurteisislegum nótum. Það er nánast tilgangslaust að rökræða við menn sem horfa svo stíft í ljósið að þeir fá glýju í augun og sjá ekki það sem stendur þeim næst.

Jón Kristján Þorvarðarson, 7.8.2014 kl. 15:54

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn ætlar þessi ríkisstjórn að leyfa þér að kjósa um aðildarsamning að ESB?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2014 kl. 16:08

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - eru ranghugmyndir að hafa ekki sömu skoðanir og vinstri - menn og ef svo er þá er ég sekur um að vera með ranghugmdir.
Varðandi kurteysi þá hef ég alltaf verið kurteis í mínum svörum við þá sem hafa sýnt mér kurteisi.
Rétt það er tilgangslaust að rökræða við einhvern sem stendur fastur á sínum skoðunum og lætur ekki beygjast.

Óðinn Þórisson, 7.8.2014 kl. 16:51

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - ég hef alltaf mætt á kjörstað og nýtt minn lýðræðislega rétt og ég vil að þjóðin fái að kjósa um hvort hún vill halda áfram aðildarviðræðum við esb áður en kemur að alþingskosningum 2017.
Samfylkingin var 3 sinnum á nei takkanum um að þjóðin kæmi að málinu.

Óðinn Þórisson, 7.8.2014 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband