18.8.2014 | 19:14
Sigmundur Davíð getur ekki gengið framhjá Vigdísi
Umhverfisráðuneytið er í raun bara skúffuráðuneyti og þar sem Vigdís er lögfræðngur og staðið sig mjög vel sem alþingismaður og nú sem formaður fjárlaganefndar þá treyti ég henni fullkomlega til að taka dómsmálaráðuneytið og í einni skúffunni verði umhverfismál.
Betra að klára þetta fyrr en síðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það færi illa á því ef formaður fjárlaganefndar væri samtímis ráðherra. Ef ekki væri fyrir það myndi ég annars taka undir með þér.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2014 kl. 20:40
Guðmudur - vissulega er Vigdís mikilvæg, hún er bæði formaður fjárlaganendar og í hagræðingarnefndinni en það er flott fólk innan beggja flokka sem geta tekið við af henni, t.d Gulli tæki við sem formaður fjárlaganefnar og hin unga og glæsilega þingkona framsóknar Jóhanna María sem v.formaður fjárlaganefndar.
Óðinn Þórisson, 18.8.2014 kl. 21:53
Ég er ein þeirra sem vil að Vigdís setjist í ráðherrastól,þótt hún sé í viðamiklu embætti núna,er hún kjörin í dómsmálin.
Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2014 kl. 00:53
Hvers vegna eru menn blindaðir af því að dómsmálaráðherra þurfi að vera þessi eða hinn þingmaðurinn? Það er her manns utan þings sem mundi valda því embætti ágætlega.
Jón Kristján Þorvarðarson, 19.8.2014 kl. 08:09
Helga - sammála ég held að hún sé rétti einsatklingurinn sem dómsmálaráðherra.
Það er gríðarlega flott mannval í stjórnarflokkunum og þeir finna góðan til að taka við af henni en nú er tími Vigdísar Hauks kominn að setjast við ríkisstjórnarborðið.
Óðinn Þórisson, 19.8.2014 kl. 08:11
Jón Kristján - það er ekki valkostur að í ráðherrastól setjist einstaklingur utan stjórnarflokkana enda ekkki ástæða þegar þú ert með einstakling sem er tilbúinn í verið eins og Vigdís er.
Óðinn Þórisson, 19.8.2014 kl. 08:14
Óðinn - Fullyrðing þín er algjörlega úr lausu lofti gripin. Lýðurinn er orðinn langþreyttur á hrossalækningum. Ég minni t.d. á könnun sem var gerð fyrir örfáum árum síðan. Þar kom fram að mikill meirihluti, tæp 80%, vill að ráðherrar séu líka sóttir utan þings. Verkefni alþingismanna er nokkuð skýrt, í stuttu máli að setja lög og sjá um að pólitískri stefnu sé fylgt. Ráðherrar á hinn bóginn geta verið ópólitískir fagmenn hver á sínu sviði.
Ertu nokkuð búinn að gleyma, svo dæmi sé tekið, að Geir Hallgrímsson var utanþingsráðherra á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra 1983-1986? Svo annað dæmi sé tekið þá var Magnús Jónsson utanþingsráðherra á sínum tíma (fjármálaráðherra) og það liðu rúmlega 60 ár þar til næst settist hagfræðingur í stól fjármálaráðherra.
Jón Kristján Þorvarðarson, 19.8.2014 kl. 10:48
Jón Kristján - ég skildi mjög vel á sínum tíma þegar vinstri - stjórnin kallað til ráðherra utan þingflokkana enda mannvalið heldur lítið en það á ekki við um núverandi stjórnarmeirihluta þar sem nóg er af hæfileikaríkum einstaklingum sem geta tekið að sér erfið verkefni.
Ég held að við vitum báðir hversvegna Jóhanna, Svandís og Steingrímur sögðu ekkii af sér, þar var það ekkert annað en að slá skjaldborg um það sem skipti þetta fólk mestu máli völdin.
Óðinn Þórisson, 19.8.2014 kl. 11:19
Óðinn - Því miður einkennist "málefnaleg" umræða þín af upphrópunum um vinstri þetta og vinstri hitt. Ég er farinn að hallast að því að þú sért með "default" vinstri hnapp á tölvuborðinu þínu. En hver flýgur eins og hann er fiðraður.
Jón Kristján Þorvarðarson, 19.8.2014 kl. 12:02
Jón Kristján - þetta er einfaldlega rangt hjá þér en ekki ætla ég að reyna að breyta þinni skoðun.
Óðinn Þórisson, 19.8.2014 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.