Hvert er þá erindi Pírata í pólitík ?

„Það er svosem ekki mikið um til­lög­una að segja. Það er svo­lítið sér­stakt að van­traust­stil­laga út af leka­máli skuli koma frá Pír­öt­um. Ég hélt að þeir væru helstu stuðnings­menn leka, lög­legs og ólög­legs,“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Er ekki rétt að Píratar svari þjóðinni hvert er þeirra erindi er í pólitík ?
mbl.is Út í hött að Píratar styðji lekann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þórisson

Kynnirðu þér ekki þau framboð sem eru í boði í hverjum kosningum? Þetta kemur allt farm í stefnuskránni. Mjög skýrt. Það á ekki að vera hægt að misskilja þetta svona eins og forsætisráðherra gerir.

Ragnar Þórisson, 19.8.2014 kl. 20:37

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ragnar - ég held að margir séu einmitt með sömu skoðun og SDG á Pírötun og er það þá ekki þeirra að reyna að leiðrétta þennan misskiling ?

Óðinn Þórisson, 19.8.2014 kl. 21:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Brot á persónuvernd og leki eru sitthvor hluturinn, margir hefðu gott af því að læra að greina þar á milli.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2014 kl. 21:37

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - Píratar eru þeir ekki anarkistar ?
Þetta ferðalag þrímenningana er bara tímaeyðsla.

Óðinn Þórisson, 19.8.2014 kl. 21:52

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þarf ekki að kæra fjölmiðlana líka fyrir brot á persónuvernd?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.8.2014 kl. 23:10

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er furðulegt að þetta mál fái ekki frið á meðan línurnar eru að skýrast...

Birgitta Jónsd. studdi Velferðarstjórn Jóhönnu og það segir mér allt sem segja þarf um hana...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.8.2014 kl. 23:31

7 Smámynd: Ragnar Þórisson

Það er þá aldeilis að menn teigðu sig langt eftir þessum misskilning. Það er ansi grunnhyggið þykir mér að halda að nokkur maður styðji leka á persónuupplýsingum einstaklinga. Þetta er alls ekki flókið.

Ragnar Þórisson, 19.8.2014 kl. 23:37

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, Píratar eru ekki anarkistar.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2014 kl. 00:16

9 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Óðinn - Stundum velti ég því fyrir mér hvort þú sért ekki með öll hnífapörin í skúffunni. Í upphafi reyndir þú með flennifyrirsögn að tromma upp stemmingu fyrir HBK með því að fullyrða að hún hefði staðið sig miklu betur í embætti en Ögmundur. Svo vel hefur henni tekist til að hún varð að grátbiðja SDG um að losa sig við dómsmálin en fá að halda öðru. Auðvitað eftirtektarverður árangur.

Fyrir ekki svo löngu síðan krafðir þú DV um afsökunarbeiðni á sínum fréttaflutningi. Nú sætir hægri hönd HBK ákæru.

Að þinni sögn hefur umboðsmaður Alþingis slegið tóm vindhögg varðandi embættisfærslur HBK og ætti líka að biðjast afsökunar, rétt eins og DV.

Og svo er það aðför vinstri manna að Sjálfstæðisflokknum og HBK. Svo slæm er þessi aðför raunar að þeir þurfa einnig að biðjast afsökunar á sínum "ljóta pólitíska leik".

En svo bregðast krosstré sem önnur tré því nú eru það Píratar sem gegna hlutverki ljóta karlsins. Er ekki erfitt að þrífast í heimi þar sem allir eru svona óskaplega vondir?

Jón Kristján Þorvarðarson, 20.8.2014 kl. 01:31

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - þú ættir að hlusta á viðtal við Karl G. framsóknarþingmaður og fyrrv. blaðamaður í bítínu á bylgunni.

Óðinn Þórisson, 20.8.2014 kl. 07:33

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg - kannski er þetta bara athygilsskýki hjá Pírötum.
Rétt það er ekki gott að vera með það á ferilskránni að hafa stutt Jóhönnustjórnina.

Óðinn Þórisson, 20.8.2014 kl. 07:34

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - nú hvað eru þeir þá þeir segjast ekki vera vinstri - ekki hægri - nú segjast þeir ekki vera lekaflokkur, held að þeir þurfi að skýra sitt erindi í pólitk.
Það er ansi holur hljómur í öllu þessu hjá Pírötum og þeir virðast vera í einhverri  óvissuferðalagi með stefnu og hugsjónir sínar.

Óðinn Þórisson, 20.8.2014 kl. 07:38

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján  ef þú vilt vera ókurteins verður þú að gera betur, hef fengið þetta allt á mig áður.

En snúum okkur að málinu um Hönnu Birnu, nei það er ekkert mál sem snýr að Hönnu Birnu fyrir utan aðstðarmann sem hún leysti strax frá störfum og axlaði ábyrð og baðst lausnar frá dómsmálum, eitthvað sem Svandís og Jóhanna höfðu ekki siðferði til að gera að axla ábyrð og þær voru báður fundnar sekar. Hanna Birna er saklaus og ég stend við allt sém ég hef sagt í þessari aðför að heiðurskonunni Hönnu Birnu.

Óðinn Þórisson, 20.8.2014 kl. 07:42

14 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Í "björgunarleiðangri" þínum reynir þú nú sem fyrr að klína öllu misjöfnu upp á Svandísi og Jóhönnu. Er ekki miku nærtækara fyrir þig, gegntæran Sjálfstæðismanninn, að rifja upp að flokksfélagi þinn, Gunnar J. Birgisson, var fundinn sekur fyrir afglöp í starfi? Axlaði hann ábyrgð á sínum tíma?

Jón Kristján Þorvarðarson, 20.8.2014 kl. 10:56

15 Smámynd: Baldinn

Ert þú eitthvað að miskilja sjálfan þig núna Óðinn eða hentar það rétttrúnaðinum núna að bulla um Pírata. Ef þú ekki nennir að kinna þér fyrir hvað píratarnir standa að þá væri skárra fyrir þig að halda ig við eitthvað sem þú skilur.

Baldinn, 20.8.2014 kl. 10:57

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - það sem þú kallar að klína upp upp á Svandísi og Jóhönnu eru staðreyndir sem ekki er hægt að deila um.
Jóhanna braut ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þegar hún gengdi embætti forstæisráðherra og formannsSamfylkingarinnar og það hvarflaði aldrei að henni að segja af sér.´

Gunnar var mikill baráttumaður gegn vinstra - liðinu hér í kóp hélt þeim frá völdum og þessvegna er Kópaovgur eins flottur bær og hann er í dag og rétt að nefna Sigurð heitnn Geirdal.

Óðinn Þórisson, 20.8.2014 kl. 17:33

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - færlan er um ummæli SDG og þar af leiðandi fyrir hvað Píratar standa og þeirri spurningu er enn ósvarað og verður kannski seint svarað enda óljóst hver eru baráttumálin.
Það að leggja fram vantraust á ráðherra sem hefur ekkert gert af sér er í meira lagi stórfurulegt og vekur upp fleiri spuringar um á hvaða ferðalagi þeir eru.

Óðinn Þórisson, 20.8.2014 kl. 17:40

18 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Óðinn - þú svaraðir ekki spurningunni varðandi Gunnar J. B. Hvers vegna? Og svo er það Björn Bjarnason. Hann gekk í berhögg við jafnréttislög og fékk úrskurð þar að lútandi. Þáverandi dómsmálaráðherra (Björn Bjarna) reyndi þá að afsaka sig með því að tiltölulega nýleg lög væru orðin úrelt. Ýmsir vildu líka meina að hann hefði einnig brotið stjórnsýslulög en á það var aldrei reynt.

Svaraðu nú spurningunum sem varða þína flokksbræður áður en þú ræðst á einstaklinga úr öðrum flokkum.

Jón Kristján Þorvarðarson, 20.8.2014 kl. 19:48

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - eins og ég benti Baldinn á þá fjallar færslan um ummæla SDG um Pírata.
Birgitta var í Bhr sem varð svo að Hrey. og nú er hún í Pírötum.
Hún studdi landsdómsákæruna á hendur GHH og nú ætlar hún að leggja fram vantraust á saklausa konu.
Það var skoðun margra að Bhr hafi í raun bara verið hækja Jóhönnustjórnarinnar og þegar ég held að það hafi verið tækifæri til að bregða fæti fyrir hana þá brást Biritta og Bhr.
Hvaða gagn hafa svo þessir smáflokkar gert ?
Eru þetta bara ekki tækifærissinnar ?


Óðinn Þórisson, 20.8.2014 kl. 21:56

20 Smámynd: Ragnar Þórisson

Óðinn. Færðu rök fyrir því að smáflokkar séu tækifærissinnar. Um leið verðurðu að færa rök fyrir því að stóru flokkarnir séu það ekki.

Annars virðist vera sem að Sigmundur Davíð hafi verið að hugsa um ranga aðila þegar hann lét þessi ummæli falla. Þessi ummæli virðast eiga mun betur við um höfunda ritstjórnarpistla Morgunblaðsins.

http://eyjan.pressan.is/silfuregils/wp-content/uploads/2014/08/1908057_10204679446129066_3396960987951760586_n.jpg?f5df2f

Ragnar Þórisson, 21.8.2014 kl. 10:11

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ragnar - ef við tökum Sjálfstæðisflokkinn sem er fjöldahreyfing. Landsfundur er haldinn á 2 ára fresti þar sem sjálfstæðisfólk úr öllum landshlutum kemur saman og ræðir málin og marka stefnuna. Það eru reglulegir félagsfundur hjá flokksfélugum flokksins t.d í kóp einu sinni í viku.
Frambjóðendur sækja umboð sitt til flokksmanna sjálfra og hafa þurft að sanna sig.

Hvernig var raðað á lista Besta á sínum tíma, jú líti klíka, það var svo líka með næsta besta, L-listinn, Bhr, það voru um 40 einstaklingar sem settu saman lista Bjartar framtíðar o.s.frv.

Kannski mun ég skrifa færslu um nákvæmlega þetta muninn á fjöldahreyfingu eins og Sjálfstæðisflokkurinn er og litlum flokkum sem flestir endast mjög stutt og skila engu.

Þú getur alveg sleppt því að vitna í EH.

Óðinn Þórisson, 21.8.2014 kl. 17:56

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Erindi Pírata í pólitík virðist semsagt vera mjög óljóst og spurning hvort það sé ekki komið að endalokum smáflokka.
Píratar ættu auðveldlega að geta sameinast flokki eins og vg og það verði í raun ekki nema 5 flokkar í framtíðinni enda tel ég að Björt Framtíð sé búin að festa sig í sessti.
Sjálfstæðisflokkur
Framsókn
Samfylkingin
VG
Björt Framtíð

Það þarf ekki fleiri flokka á íslandi.

Óðinn Þórisson, 21.8.2014 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband