Þjóðaratkvæðagreisla um flugvöllinn

Þó svo að Dagur B. hafi nánast litið á 60 þús undirskriftir um að flugvöllurinn yrði áfram í vatnsmýrinni sem klósettpappír þá er flugvöllurinn það mikilvægur okkur íslendingum að sá sem myndi standa fyrir því að loka honum ætti nánast bíða fangelsisvist. 

En til að reyna að sætta sem flesta ætti að fara með flugvöllinn, esb og nató í þjóðaratkvæðagreislu þó svo að ég held að tillaga wc - flokksins sé vart boðleg.

Flugvöllurinn er öryggismál, atvinnuál og samgöngumál, rétt að benda Degi B. á að ísland er eyja.


mbl.is Vill þjóðaratkvæði um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef ég á að segja alveg eins og er, þá finnst mér Ögmundur gera lítið úr sjálfum sér með sínum áherslumálum núna. Er hann búinn að gleyma stærstu kosningaloforðasvikunum VG? Kjósendur eru ekki búnir að gleyma þeim svikum.

Ekki veit ég hvers vegna hann Ögmundur hegðar sér svona undarlega, enda segir enginn allan sannleikann. Það þykir víst ekki gáfulegt á Íslandi að segja sannleikann og vera heiðarlegur í viðskiptum. Það hafa fjölmargir viðurkennt að hafa vitað, að VG-forystan var búin að ákveða það fyrir kosningar 2009, að svíkja þetta ESB-kosningaloforð! Mér finnst það mjög alvarlegur siðferðisbrestur, að ákveða það fyrirfram að svíkja kosningaloforð!

Ögmundur lét kjósa sig á þing með það fullyrta loforð, að hann og hans VG-forysta ætlaði ekki í ESB. Þegar Ögmundur var kominn á þing kaus hann yfirleitt með ESB-aðlöguninni, og laug því að það væri vegna þess, að hann virti lýðræðið svo gífurlega mikið!

Ég veit ekki betur en að ESB-reglurugls-bandaríkin tilvonandi séu í NATÓ!

Vill Ögmundur að Ísland verði á fölskum forsendum fríað undan glæpunum, sem NATÓ-ríkin standa fyrir? Ögmundur er falskur tónn í sínum orðum og gjörðum.

NATÓ er einungis heimsveldis-valdaráns-hertökuher, sem ESB er stór partur af.

Svona getur Ögmundur ekki hagað sér endalaust, án athugasemda og réttmætrar kröfu um skýringar!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.9.2014 kl. 18:25

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - það liggur fyrir að forysta wc - flokksins sveik stefnu flokksins í evrópumálum fyrir völd. Hann var í raun aldrei nema hækja Samfylkingarinnar í umboðslausum leiðangri hans í að afsala ísland sjálfstæði og fullveldi sínu.

Eins og kemur fram hjá ÖJ þá studdi Sf ekki þetta á síðasta kjörtímabili enda var fyrrv. ríkisstjórn á forsendum Samfylkingarinnar ekki wc - flokksins.

Óðinn Þórisson, 4.9.2014 kl. 18:47

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eg er mjög hlynntur úrsögn Íslands ur Nato og Sameinuðu Þjóða ruglinu aðallega fra fjárhagslegum grundvelli.

Þetta eru kaffi og te klubbar sem eru með of dyr félagsgjöld.

En svo langar mig að spyrja; hvaða lönd eru það sem Nato hefur hertekið?

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 4.9.2014 kl. 23:26

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það væri mjög óskynsamlegt að segja sig úr Nató, þar eigum við heima að mínu mati og það er mikill meirihluti þjóðarinnar á þeirri skoðun.

Það sem þarf að gera er breyta lögum, hve stór hluti þjóðar/þings getur farið fram á þjóðaratkvæðagreðslu og þá verður hún að vera bindandi.

Svona rugl eins og ÖJ skilar engu og er efalaust bara hugsað til að vekja athygli á sjálum sér.

Óðinn Þórisson, 5.9.2014 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 888614

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband