7.9.2014 | 12:16
Jákvæður fyrir þvi að Rúv verði selt
Ég er að eðlisfari mjög jákvæður einstaklingur og verð því að nálgast söluna á rúv á þann hátt.
Mig dreymir fallega drauma um að hætta að borga 18 þús á ári til þessarar stofnunar og væri þess í stað mjög jávæður fyrir þvi að láta mínar krónur fara beint til LSH.
Það blundar í mér bóndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 888609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverjir komu þessum 18.000 króna nefskatti á koppinn Óðinn? Það er ekki RUV að kenna að skatturinn er hærri en sú upphæð sem rennur til RUV. Ef RUV verður selt þurfa höfundar nefskattsins einfaldlega að hanna nýjan nefskatt fyrir þig að borga. Þannig að sala RUV ein og sér losar þig ekki undan skattinum hversu jákvæður sem þú ert. Það gæti atkvæðið þitt hinsvegar gert.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2014 kl. 15:23
Sammála óðinn. En hvað er að þér Axel minn. Verkjar þig ekkert í nefið eins og okkur hinum. Blessaður bara fáðu þér í nefið og hættu þessu. Ef við losnum ekki við nefskattinn eins og þú segir væri þá allaveganna ekki betra að láta hann renna beint í sjúkrahúsið.
Jósef Smári Ásmundsson, 7.9.2014 kl. 15:42
Eru ekki nægir nefskattar sem renna þangað nú þegar Jósef? Væri ekki nær að byrja á því að beina skattlagningunni þangað sem fjármagnið er í stað þess hlífa handhöfum þess fram í rauðan dauðan? Eru menn búnir að gleyma því þegar heilbrigðisráðherra néri lauk í augun á sér áður en hann kom í sjónvarpið og sagði 6 milljarða vanta í rekstur Landsspítalans og hann sægi ekki aðra leið en að auka álögur á sjúka og aðra landsins vesalinga og orðaði þar frábæra leið - nýjan aumingjaskatt - legugjöld? Þetta sagði sá "dáðadrengur" daginn eftir að hann og félagar hans í ríkisstjórninni léttu álögum upp á 11 milljarða af Sægreifunum! Skítapakk, sem svona haga sér, segi ég og þeir verða það áfram Jósef, hversu oft sem ég annars fengi mér í nefið. (sem ég er hættur að gera (virkaði ekki!))
Sjálfstæðismenn elska nefskatta og álögur á handvalda þjóðfélagshópa. Þeir lækka t.d. almennu skattaprósentuna (til að hlífa þeim betur settu) sem nemur einum milljarði en leggja samhliða á nefskatt eða aðrar álögur á "valda" þjóðfélagshópa upp á 2 milljarða og segjast svo hafa lækkað skatta og kjánarnir sem kjósa þá ráða sér ekki fyrir kæti og hrópa á torgum og sínum bloggum: Sjáið hvað þeir eru góðir!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2014 kl. 16:11
Með Þér í því Axel. T.D. banka og fjármálastofnanir. En ég vil að fólki sé frjálst að velja sér fjölmiðla og tímarit. Og svo skulum við gefa þjóðkirkjuna til Hjálpræðishersins. Herinn getur þá predikað í sjálfboðavinnu. Óþarfi að láta alla þjóðina halda uppi þessum prestum. Ertu ekki sammála mér ÓÐINN?
Jósef Smári Ásmundsson, 7.9.2014 kl. 17:00
Axel - sala ríkisins á húsi og rekstri rúv - til einkaaðilda myndi alltaf vera betra fyrir neytandann því þá yrði rúv - eins og aðrir fjölmiðlar að vera með dagskrá sem þeir sem keyptu áskrift hefðu áhuga að horfa á.
Þessa peninga mætti nota beint í að byggja nýjan LSH og kaupa ný tæki þar sem allir vita að svo vantar á LSH, ný tæki til að hjálpa fólki og nýjan LSH til að fari betur um starfsmenn og sjúkinga.
Ég skal glaður gefa 18 þús á ári til LSH meðan ég er hér.
Óðinn Þórisson, 7.9.2014 kl. 18:20
Jósef - það er rangt að skattpína eina atvinnugrein og færa peningana yfir í eitthvað annað eins og fyrrv. ætlaði að gera og bjó til gúmmítékka sem fjárfestingaráætun eftir að hún færi frá.
Í stjórnlagaþingskosningunum var kosið um ákvæði í stjórnarskrá um þjóðkirku, meirihuti þjóðarinnar sagði Já.
Það sem þarf að gera er að breyta stjónarskánni þannig að þjóðarakvæðagreislur verði bindandi.
Ef niðurstaðan í bindandi varðandi þjóðikjuna yrði Nei þá mun ég ekki gera ath.semd við það og mun þá líklega borga bara beint til minnar kirkju sem boðar kristna trú.
Óðinn Þórisson, 7.9.2014 kl. 18:36
Áttu ekki við Óðinn, að þínir menn steli RÚV eins og þeir hafa stolið fjölmörgum eignum sem voru sameign þjóðarinnar?
Jóhannes Ragnarsson, 7.9.2014 kl. 22:04
Ég myndi gjarnan vilja gefa Óðinsmönnum minn hlut í þessari" þjóareign" Jóhannes. Stjórnlagakosningin var ógild að dæomi ykkar sjálfstæðismanna og ég er sammála því. Kosningaþáttaka var undir 30%. Það skín í gegn tækifærissinninn Óðinn þegar þú segir þetta. Er ekki bara best að kjósa um þetta samfara næstu kosningum? Hvað finnst þér?
Jósef Smári Ásmundsson, 8.9.2014 kl. 10:27
Og ég er að sjálfsögðu sammála þér með veiðigjöldin. Þau eiga einfaldlega að hverfa.
Jósef Smári Ásmundsson, 8.9.2014 kl. 10:29
Jóhannes - það er mjög alvarlegt að saka einhvern um þjófnað, fólk er saklaust þar til sekt viðkomandi hefur verið sönnuð og þannig að þeirri staðreynd sé haldið til haga þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei verið fundunn sekur um þjófnað á neinni stofnun.
Óðinn Þórisson, 8.9.2014 kl. 17:58
Jósef - þannig að það komi fram þá er ég ekki tækifræissinni en fannst rétt að nefna þetta því ég veit að vinstri - menn voru mjög ósáttir við þessa niðurstöðu. Eina spurning sem ég svarði Já.
Óðinn Þórisson, 8.9.2014 kl. 18:00
Og eins og ég hef sagt Jósef þá þarf að breyta lögum um þjóðaratkvæðagreislur þannig að þær verði bindandi.
Þá má setja í einn pakka, Nató, Esb, þjóðkirjkun, útiloka vg frá stjórnmálum o.s.frv.
Óðinn Þórisson, 8.9.2014 kl. 18:02
Held ég verði nú að gera athugasemd við þetta síðasta. Ef þú ert lýðræðissinni sem ég veit að þú telur þig vera þá er ekki hægt að kjósa um að útiloka flokka. Sem dæmi: kjósum um að útiloka VG- nú það verða allir fylgjendur Sjálfstæðis-, framsóknar-, og allra hinna flokkanna samþykkir því 85% svo hann er úti. Næst um að útiloka framsókn- 90% meðfylgjandi því. Sjálfstæðismenn- 70% samþykkir. Og svo framvegis. Og það endar með því að Ég sem er algjörlega á móti öllum flokkum verð einn eftir. Hvers konar vitleysa er þetta?
Jósef Smári Ásmundsson, 9.9.2014 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.