Það er gott að eiga einkabíl

Fólk þarf að mæta á ákveðinum tíma í skóla, vinnu o.sfrv og þá er gott að eiga einkabíl þar sem maður stjórnar því sjálfur hvort maður mætir á réttum tíma en ekki horfa upp á strætó bruna framhjá.

Reykjavík er einkabílaborg og verður það klárlega áfram meðan stræstó heldur áfram að bjóða upp á svona " glæsilega " þjónustu.


mbl.is Stútfullur strætó keyrir framhjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Í stútfullum strætó eru ca 70-100 mans og ef hver þeirra væri á einkabíl væru það ca 70 eikabílar. Það færi nú að þrengjast um á götunum Óðinn og þú kæmist ekki lönd né strönd.

Það er erfitt fyrir Stætó að áætla hvað þarf að hafa mikið umleikis fyrst á haustin og það vantar vagna til að mæta þeirri aukningu.

Fidel Castró á Kúbu  leysir málið þannig að hann notar treilera til að aka mold og möl á nóttunni en hengir svo þar tilgerða farþegavagna á treilerana á daginn. Þarna eru trukkarnir nýttir í botn.

Það mætti gera tilraun með það þegar gömlum vagni er lagt að breyta honum í aftanívagn og hringja í Þrótt þega álagið eykst???

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.9.2014 kl. 18:26

2 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Reykjavík verður einkabílaborg að minnsta kosti út þessa öld einfaldlega vegna þess að byggðin er svo rosalega dreifð sem gerir erfitt fyrir almannasamgöngum. Höfuðborgarsvæðið er áberandi stórt svæði fyrir aðeins 200.000 manns.

Það á samt ekkert að vera neitt tabú að viðurkenna þetta. Flestir sem nota strætó gera það í neyð en ekki vegna þess að þeim finnst það vera svo frábær kostur.

Ríkið mætti alveg fara að slaka á ofurálagningunni svo að sem flestir ráði við að reka bíl. Fyrir utan börn og nemendur þá eru þetta fyrst og fremst látekjufólk sem er í vögnunum og mér finnst það vera sorgleg þróun á stéttaskiptingu. Rekstur á bíl á að flokkast sem eðlilegur hluti hér á landi frekar en lúxus.

Hallgeir Ellýjarson, 8.9.2014 kl. 18:39

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - hvað með öryggi þessara 70 - 100 einstaklinga sem eru ekki öryggisbeltum ef strætó lendir í slysi ?
En setjum það til hliðar, bílastæðum hefur verið fækkað í Borgartúni úr hvað 88 stæðum í 33 og við Hverfisgötu hefur þeim verið fækkað um hvað 2/3.
Fyrrv. og núverndi borgarstjórnarmeirihluti hefur ákveðið að fara í 10 ára vegaframkvæmdastopp í Reykjavík og má segja að báðir þessir meirhlutar séu í raun fjandsamlegir einkabílum.
Auðvitað er þetta stopp gert gegn einkabílnum og frelsi fólksað velja hvernig það ferðast.
Þetta er hugmyndafræðileg barátta sem t.d GMB tapaði inn Sjálfstæðisflokksins.
Förum í vegaframkvæmdir, hættulegustu gatnamótin í Reykjavík eru kringlumýrabraut/miklabraut, misæg gatnamót þar ættu að vera alger forgangmál ef ekki nema bara til að auka öryggi fólks.
Núverandi meirihluti var að henda 51 milljón í listavek á blokkum í breiðholti, þetta kallast að fara illa með skattpeninga Reykvíkinga.
Áhugavert að þú nefnir Fidel, það hefur verið sagt að núverandi meirihluti sé sá rauðasti frá upphafi.

Óðinn Þórisson, 8.9.2014 kl. 20:05

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hallgeir - mjög málefnalegt og gott innlegg í umræðuna um einkabílinn.

Það eru sjálfsögð manréttindi að eiga og geta rekið einkabíl en það verður alltaf erfiðara og erfiðara að fólk eigi sjáflt bíl ef borgaryfirvöld ætla að halda áfram að hatast við einkabílin og gera ekkert í vegaframkvæmdum í höfuðborginni.

Í þessu sjáum við sósíalistmann í sinni tærustu mynd að gera almenningi eins erfitt fyrir og hægt er.

Hafðu í huga að það tekur tíma að innleiða þessa breytingu að gera erfitt fyrir einkabíilnum en það mun gerast í litlum áföngum.

Óðinn Þórisson, 8.9.2014 kl. 20:16

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Óðinn ég er fylgjandi rafbílavæðingu eins og kostur er. Held að þetta verði allt að vera í bland, það er farsælast.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.9.2014 kl. 20:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fólk á einkabílum mætir að mínu viti hlutfallslega oftar of seint í vinnuna, því það leggur yfirleitt of seint af stað, rakar sig jafnvel og málar á ljósum. Fólk sem tekur strætó er tímalega í því, því það veit að það þarf að hafa tímann fyrir sér. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2014 kl. 21:46

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - þetta snýst um val fólks til að velja þann ferðamáta sem það vill.
Strætó í dag eins og þessi frétt staðfestir er ekki að veita þá þjónustu sem hann á að gera.
Við erum bara einfaldlega líka það fá og dreifð byggð að strætó getur aldrei gengið eins oft og hann þarf til að hann verði raunvörulegur valkostur nema fyrir eins og kemur hér fram hjá Hallgeiri fyrir skólafólk og láglaunafólk.
Frelsið felst í einkabílnum.

Óðinn Þórisson, 8.9.2014 kl. 22:22

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - get einfaldlega ekki tekið undir þetta hjá þér en á endan snýst þetta um svo ég segi það enn einu sinni frelsi fólks til að velja hvernig það ferðast, ef fólk hvort sem það velur strætó, hjóla, labba, einkabílinn þá snýst þetta um einstaklinginn að mæta á réttum tíma og það er bara vont að treysta á strætó sem keyrir framhjá manni.

Óðinn Þórisson, 8.9.2014 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband