Kristin trú er okkar þjóðtrú

Kristin trú er þjóðtrú okkar íslendinga og þó svo ákveðinn hópur sem ég tel vera minnihlutahóp vill aðskilað ríkis og kirkju þá er hæpið að það gerist næstu árin.

Við eigum að halda í þau gildi sem felast í kristinni trú og berjast fyrir henni með hið góða að leiðarljósi.

Ég er mjög ánægður með þingmenn míns flokks Sjálfstæðisflokksins mæti til kirkju fyrir þingsetningu og sýni það að þeir styðja okkar þjóðkirkju og þau góðu gildi sem kristin trú stendur fyrir.


mbl.is Sóknargjald hækkar á hvern einstakling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Í öll þau u.þ.b. 20 ár þar sem hugur fólks hefur verið kannaðu til aðskilnaðar ríkis og kirkju hefur ekki í svo mikið sem eitt ár mælst undir 50% stuðningur við það. Að jafnaði hefur verið um 63-74% stuðningur við aðskilnað.

Það er alveg rétt hjá þér að kristni er þjóðtrú sem er allt annað en þjóðartrú. Þjóðartrú er heldur ekki til, enda ekki hægt að segja að þjóð sé trúuð frekar en að þjóð sé gagnkynhneigð eða í ákveðnum lit þegar stór hluti hennar er það ekki. Rétt um helmingur þjóðarinnar telur sig kristna, skv. könnun sem Biskupsstofa lét gera um árið, og ef vel er skammtað mætti giska á að ríkiskirkjan eigi ca. 35% af því, á góðum degi. 

Kristin gildi eru ekki góð, og enginn siðaður maður sem hefur kynnt sér kristin gildi vs. t.d. húmanisma gengs við þeim kristnu. Hins vegar er töluverður hluti þjóðarinnar, sem samanstendur mest megnis af rúmlega miðaldra karlmönnum, sem virðist hafa verið innrættur rækilega í æsku og sér með engu móti útfyrir heimahagann. Þetta er eflaust ágætis fólk sem slíkt, en ver vonlausan og deyjandi málstað. Það verður mikil þjóðarbót þegar þetta fólk dettur inn í ellina og rödd þeirra dofnar.

Reputo, 10.9.2014 kl. 23:44

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Reputo - því miður er ákveðinn hópur sem virðist hafa það sem eitt af sínum aðalmarkmiði að tala niður kristna trú og þau góðu gildi sem hún stendur fyrir.
Meirihluti þjóðarinnar svaraði spurningunni um ákvæði í stjórnarskrá um þjóðkirkjuna já, veit að það fór mjög í taugarnar á mörgum.
Ég verð að hryggja þig með því að rödd kristinnar trúar mun aldrei döfna/þagna eins og þó óskar.

Óðinn Þórisson, 11.9.2014 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband