Árni Páll skuldar Bjarna Ben. afstökunarbeiðni

" Ata stjórnarandstöðuna auri "
Þetta sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar um heiðursmanninn Bjarna Ben. á alþingi í dag.

Þannig að það komi hér skýrt fram þá var ekkert í orðum Bjarna Ben. sem gat vakið upp svo sterk viðbrögð frá formanni Samfylkingarinnar en ég geri ekki ráð fyrir því að Árni Páll biðji heiðursmanninn Bjarna Ben. afsökunar.


mbl.is Yfirlýsing ASÍ kom Bjarna á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Vigdís Hauksd. á inni fjölmargar afsakanabeiðnir, Hanna Birna á inni heilan hestburð af afsakanabeiðnum og nú á Bjarni Ben. inni afsökunarbeiðni. Einhverjir fleiri sem ég gleymi? 

Jón Kristján Þorvarðarson, 17.9.2014 kl. 23:09

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Breytingar á sköttum tí tíð síðustu ríkisstjórnar.

Ef litið er til skatta sem síðastastjórn lagði á eru þeir svona.

Nýir skattar í tíð vinstristjórnar eftir 2010.
 Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um 100% frá árinu 2009 og er nú 20%
 Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað um 11% á sama tíma, úr 18% í 20%.
  Tekjuskattur á einstaklinga hefur hækkað um 9% að meðaltali með þrepaskiptu skattkerfi.
 Útsvar hefur hækkað um 11% að meðaltali.
Efra þrep virðisaukaskatts hefur hækkað úr 24,5% í 25,5% en auk þess hafa fjölmargir vöruliðir verið færðir úr neðra þrepi í efra þrep.
Samhliða því var 14% virðisaukaskattsþrep lagt niður og flestar vörurnar færðar í efri flokk, 25,5%
 Erfðafjárskattur hefur hækkað um 100%, úr 5% í 10%.
Áfengisgjald á bjór og léttvín hefur hækkað um 20% en 17% á sterk vín.
 Tóbaksgjald hefur hækkað um 24% í nokkrum skrefum og hækkar aftur á næsta ári.
 Kolefnisgjald, sem fyrst var lagt á árið 2010, hefur síðan þá hækkað um 98% á gas- og dísilolíu, 92% á bensín, 52% á flugvélaeldsneyti og 97% á brennsluolíu.
  Árið 2010 voru lagðir á nýir skattar, orkuskattar, á rafmagn og heitt vatn.
 Olíugjald hefur hækkað um 34% frá árinu 2007 og almennt bensíngjald um 164%.
Sérstakur bankaskattur var lagður á í fyrra, 0,041%.
Viðbótarlífeyrissparnaður er fyrst skattlagður í ár í sömu hlutföllum og tekjuskattur einstaklinga.
 Auðlegðarskattur var lagður á árið 2010 og hefur hækkað um 20% síðan þá. Skatturinn var sagður tímabundinn.
Almennt bensíngjald hefur hækkað um 134%
Árið 2010 var fyrst lagður á svokallaður afdráttarskattur á vaxtagreiðslur, 18%
Nýr skattur, gistináttagjald, var lagður á fyrir árið í ár þegar innheimtar eru 100 kr. af hverju seldu rúmi, Þá skiptir engu hvort um er að ræða hótel eða sjúkrahúshótel.
Til hefur staðið að færa virðisaukaskattþrep á gistiþjónustu úr 7% í 25,5%.
Til hefur staðið að hækka vörugjöld á einstaka matvæli með „hliðsjón af manneldismarkmiðum“ – þetta á að færa ríkinu um 800 milljónir króna.


 Fjármálaráðherra Jóhönnu og Steingríms sagði þetta í viðtali við Viðskiptablaðið 23. ágúst 2012;

,,Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er íefra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði ígegnum tekjuskattinn.
Skýrara verður það ekki.
Fjármálaráðherra vinstri stjórnarinnar vildi eitt þrep í vsk og það var stefna stjórnarinnar að endurnýja ekki hinn svokallaða auðlegðarskatt.
Nú getur enginn haldið því fram að ekki hafi verið deilur í síðustu ríkisstjórn en enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þessum ummælum ráðherrans.
Af hverju hefur Samfylkingin og VG skipt um skoðun?

 Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki."

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 17.9.2014 kl. 23:09

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - Árni Páll myndi vissulega styrkja sig ef mann myndi biðja Barna afsökunar, yrði meiri maður fyrir það, en hæpið fynnst mér að  hann gerði það. .

Var ekki Árni Páll að flagga sínum kristnum gildum - hvar eru þau þessa dagana ?

Óðinn Þórisson, 17.9.2014 kl. 23:42

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vigfús -

„Ekkert slíkt prinsipp var fyrir hendi hjá síðustu ríkisstjórn sem hækkaði álögur á allt og alla. Þetta er sama fólkið og kemur hér upp og hefur hvað hæst um auknar álögur,“ sagði hann. „Sömu dramadrottningarnar og víluðu ekki fyrir sér að hækka álögur á þá sem lægst höfðu launin svo ekki sé talað um skerðingar á kjörum aldraðra og öryrkja.“
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknar 
 

Niðurstaðan er auglaus, stjórnarandstaðan er vart hæf til að taka þátt í mumræðunni t.d um heilbrigðismál

Óðinn Þórisson, 17.9.2014 kl. 23:55

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er aðferð Árna Páls til að vekja eftirtekt,eftir að flokkssystkin hans hafa margsinnis sakað hann um linkind. Glórulaus tuddagangur skilar aumingja stráknum öngvu.

Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2014 kl. 00:20

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - það er allt í lagi að vera ákveðinn og málefnlegur, það var Árni Páll alls ekki.

Hans framkoma í þingsal í gær er honum og flokknum hans til skammar.

Óðinn Þórisson, 18.9.2014 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband