20.9.2014 | 09:24
Harkaleg gagnrýni á fréttastofu Rúv
Það er löngu kominn tími til að stokka upp alla starfsemi rúv.
Með því að koma rúv frá ríkinu og til einkaaðila þá er alveg ljóst að allt öðru vísi yrðu tekið á svo alvarlegum athugasemdum eins og hér koma fram á fréttastofu rúv.
Málvillur í hverjum fréttatíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Selja RUV ?
Og fá einhvern aðila einsog Jón Ásgeir sem stjórnar fréttum og segir hvað má og má ekki ?
Nei... má ég frekar þá biðja um ritvillur.
Birgir Örn Guðjónsson, 20.9.2014 kl. 10:59
Birgir Örn - eru ekki fréttir rúv - litaðar ? og ég skyldaður til að borga 18 þús á ári i eitthvað sem ég hef engan áhuga á.
Óðinn Þórisson, 20.9.2014 kl. 13:13
Hvað viltu þá gera við Moggann? Á stundum virðist mbl.is skrifað á einhverju öðru máli en íslensku, því sumar fréttirnar eru ólesandi, morandi í málvillum og ambögum. Og fer hratt versnandi. Samt er Mogginn rekinn af frelsisunandi einkaframtakinu í sinni villtustu mynd.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2014 kl. 14:29
Ég er sammála Óðni, þótt ég fylgi ekki Sjálfstæðisflokknum að máli, heldur eigin skynsemi. Ríkisrekin útvarps- og sjónvarpsstöð er tímaskekkja (alveg eins og ríkisrekin kirkja), og það bætir gráu ofan á svart að RÚV er lélegasta sjónvarpsstöð í Evrópu að mínu mati. Dagskráin var léleg áður, en hún snarversnaði eftir að skipt var um dagskrárstjóra, sem augsýnilega er einhvers konar femínisti. Samt er ég þvingaður til að borga 18 þúsund á ári fyrir þetta drasl.
Það á að selja RÚV og síðan geta þeir sem hafa lélegan smekk keypt sér afruglara. Það getur haft tvær afleiðingar: Annað hvort fer (fyrrverandi) RÚV á hausinn, sem er ágætt því að þeir hafa ekki bætt dagskrána, eða þá að stöðin byrji að græða, því að lélegu dagskrárliðunum hefur verið hent út og í staðinn sýnt fullt af gæðaefni sem fólk vill sjá, sem er líka ágætt.
Hægt er að koma í veg fyrir að allir fjölmiðlar séu á fárra höndum með lagasetningu. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlalög hafa (að mig minnir) verið synjað tvisvar er að það voru pólítísk slagsíða á lögunum. Þannig lög gætu komið í veg fyrir að 365 eða Árvakur fengju að kaupa RÚV.
Ég hef ekki orðið var við mikið af rit- eða málfarsvillum hér á mbl, en hins vegar getur ein og ein innsláttarvilla slæðzt inn. Hins vegar eru oft málsfarsvillur, þýðingarvillur og illa skrifaðar fréttir á sorpsneplinum DV.
- Pétur D.
Aztec, 20.9.2014 kl. 14:58
Axel - ég geri ráð fyrir því að þú sért áskrifandi Morgunblaðsins og ert stuðningsmaður frelsi í rekstri sjónvarps/útvarps jafnt og heilbrigðisþjónsustu.
Óðinn Þórisson, 20.9.2014 kl. 17:53
Actec - sammála það er tímaskekkja að ríkíð sjái um rekstur rúv og að skylda fólk enn 2014 til að borga fyrir eitthvað sem það hefur ekki áhuga á er fullkomlega fáránlegt.
Ég var ekki ánægður með daður Illuga við Rúv, auka möguleika þess til að aulýsinga og þannig hjóla í frjálsu miðlana auk þess að leggja ekki til sölu á rás 2 sem hefur ekkert hlutverk lengur.
Þegar rúv verður selt þá kemur ekki til greyna að hvorki Árvakur eða 365 geti keypt það en sammála menn hefðu betur sammþykkt fjölmiðlalög Davíðs.
DV á að leggja niður.
Óðinn Þórisson, 20.9.2014 kl. 18:01
Íslenskt mál er gríðarlega vandmeðfarið enda liggja rætur margra orðtaka til gamla sjómanna- og bændasamfélagsins. Merking orðtaka sem var augljós fyrir 100-200 árum er það ekki lengur. En þetta eru falleg orðtök (flest hver) sem við viljum varðveita enda auðga þau málið. Það er sjálfsagt mál að RUV taki öllum málfarsábendingum alvarlega og ég þykist vita að stofnunin geri það þótt það komi ekki fram opinberlega.
En þessi málfarsumræða hefur hins vegar ekkert með sölu á RUV að gera og stórundarlegt að spyrða þessu tvennu saman.
Jón Kristján Þorvarðarson, 20.9.2014 kl. 22:27
Jón Kristján - rúv hefur verið að hrósa sjálfum sér og telja sig hafa eitthvað menningarlegt hlutverk og í því ljósi er þetta mun alvarlegra fyrir þá.
Ég held einmitt að með þessari gagnrýni á þennan þátt rúv er farin enn ein stoðin fyrir að ríkiið reki þetta.
Og efiir stendur spurningin eru ekki rúv fréttir pólitískt litaðar ?
Óðinn Þórisson, 21.9.2014 kl. 09:49
Enginn er fullkominn og menn eiga það til að mismæla sig eða grrípa óvart til rangra orðatiltækja. Gerist á hverjum degi í öllum fjölmiðlum.
Að skeyta þessu saman við nauðsynlega sölu á RUV er auðvitað hreinn og klár barnaskapur.
Jón Kristján Þorvarðarson, 21.9.2014 kl. 12:43
Jón Kristján - 365 hafa aldrei gert neitt tilkall til þess eins og rúv að vera menningarstofnun þar sem skrifað og tala mál er sett á undan skemmtana og afþreygingargildi.
En það er gaman að það sé enn til fólk sem ver að rúv sé enn rekið af ríkinu og vill borga 18 þús á ári.
Óðinn Þórisson, 21.9.2014 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.