Hjólabrú röng forgangsröðun

Ég vona að lögreglan nái í þann sem gerði þetta og viðkomandi fái sinn dóm.

Það er fullomlega fáránleg forgangsröðun hjá borgaryfirvöldum að ráðast í þessa framkvæmd en á sama tíma eru engar vegaframkvæmdir á dagskrá næstu árin í Reykjavík.

En þetta sýnir bara þá fjandsamlegu stefnu sem borgaryfirvöld reka gagnvart einkabílinum. 


mbl.is Vír strengdur yfir hjólabrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Það er hroðalegt að gagnrýna hjólabrú á forsendum þessa níðingsverks. Þú ættir að skammast þín!

Jón Kristján Þorvarðarson, 28.9.2014 kl. 15:27

2 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Svona álíka að mótmæla i jarðarför hermanns og pirrast yfir mismunandi kynhneigð manna.

Róbert Þórhallsson, 28.9.2014 kl. 16:11

3 Smámynd: gummih

Já þú meinar - kannski var þarna skoðanabróðir þinn að "mótmæla" aðförinni að einkabílnum?

gummih, 28.9.2014 kl. 17:08

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vá.

Skeggi Skaftason, 28.9.2014 kl. 17:30

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - þar sem ég er lýðræðissinni og styð tjáningarfrelsið þá leyfi ég öllum ath.semdum að standa þó svo að viðkomandi sýni mér fullkominn dónaskap.

Óðinn Þórisson, 28.9.2014 kl. 18:02

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Róbert - já einmitt - eða þannig :)

Óðinn Þórisson, 28.9.2014 kl. 18:03

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

gummt - finnst þér þetta vera boðlegt hja þér.

Óðinn Þórisson, 28.9.2014 kl. 18:04

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skeggi - mjög málefnalegt :)

Óðinn Þórisson, 28.9.2014 kl. 18:05

9 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Þetta eru þau allra heimskulegustu ummæli sem ég hef heyrt Óðinn. Þetta hefur bara ekkert við slysið að gera. Sé ekki að það sé nein vöntun á vegaframkvæmdum í Reykjavík. Þú kannski bendir mér á vöntunina við tækifæri.

Að blanda þessari skoðun þinni við frétt um þetta hræðilegu árás. Já ég segi árás því slys er þetta ekki. Þetta má flokka sem tilraun til manndráps því vír sem strengdur er svona sem gildra fyrir hjólreiðamann, á stað sem allsekki á nein hindrun að vera getur ekki flokkast sem annað . Það er vonandi að lögreglunni takist að komast að einhverju, sem ég þó þykist vita að sé ólíklegt. Ég þori ekki að hugsa til enda hvað hefði gerst hefði vírinn lennt á hálsi hjólreiðamannsins.

Stefán Þór Steindórsson, 28.9.2014 kl. 18:07

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stefán Þór - lestu aftur fyrstu línuna í færslunni.

Ef þér líður befur að hrauna yfir mig þá þú um það, ekkert nýtt fyrir mig.

Af þinni bloggsíðu:

„Ég ákveðnar skoðanir, skrifa alltaf undir nafni og stend alltaf við það sem ég segi“

 

„Það getur verið að þér mislíki það sem ég segi en oft eru bara fleiri en ein hlið á málunum og það er þá bara mín hlið og þín hlið.“

Óðinn Þórisson, 28.9.2014 kl. 18:28

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn, þetta var ekki slys - heldur tilræði, sem hefði allt eins getað farið á versta veg. Hvað ef barn hefði hjólað á vírinn?

Því er þessi færsla þín er smekkleysa af fyrstu gráðu! Svo bítur þú höfuðið af skömminni með því að fela þig á bak við tjáningarfrelsið.

Vertu maður til að viðurkenna mistökin og hættu að klóra yfir skítinn. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2014 kl. 19:50

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Síðustu hálfa öldina hafa námast allar samgönguframkvæmdir verið fyrir bíla fyrir utan nokkur síðustu ár. Það er því mun meiri og brýnni þörf fyrir góðar samgöngur fyrir önnur farartæki en bíla heldur en meiri framkvæmdir fyrir bíla. Það eru ekki margar borgir í heiminum sem þjóna bílum betur en Reykjavík og reyndar höfuðborgarsvæðið í heild.

Sigurður M Grétarsson, 28.9.2014 kl. 20:17

13 Smámynd: Gunnlaugur Ásgeirsson

Óðinn, sammála hvoru tveggja.


Raunar eru töluverðar framkvæmdir, en þær ganga mest út á að setja reiðhjólastíga þar sem voru fyrir bílastæði, sbr. Borgartún.


Í borgarstjórn situr fólk sem ekki lítur á sig sem þjóna borgarbúa, heldur drottnara. Fólk sem beitir miskunarlaust valdi til að nauðga fólki til að lúta sínum vilja. Liðið skal á reiðhjólin með góðu eða illu.


Ég er bíllaus hjólamaður sjálfur, en offorsið og hrokinn sem einkennir borgarstjórnina gengur fram af mér...

Gunnlaugur Ásgeirsson, 28.9.2014 kl. 23:06

14 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Vá.
Fyrst var það fjandsamleg aðför að einkabílnum. Núna er það miskunnarlaus nauðgun!

Það munar engu um það!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.9.2014 kl. 11:25

15 Smámynd: aage

Eru allir Sjálfstæðismenn svona útá túni ??

aage, 29.9.2014 kl. 11:53

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er engin að þröngva fólki á reiðhjól. Það er bara verið að gera reiðhjólið að raunhæfum möguleika fyrir fleyri en er í dag. Hvað varðar Borgartúnið þá er það einfaldlega svo að þegar um er að ræða rými sem ekki er hægt að stækka þá þarf að skipta því upp á nýtt milli hinna ýnmsu samgöngumáta ef niðurstaðan er að hlutur eins þeirra meiri en eðlilegt og sanngjarnt geti talist. Það varð einfaldlega niðurstaða borgarstjórnar að hlutur hjólreiðamanna í því rými sem er til skiptanna í Borgartúni hafi verið of lítið samaborið við það rými sem bílar hafi haft.

Ökumenn bifreiða hafa verið forgangshópur í samgöngum í Reykjavík í áratugi og löngu kominn tími til að sinna betur öðrum vegfarendum. En það er oft þannig að þegar taka í óeðlileg forréttindi af ákveðnum hópum að þá upplifa þeir það oft sem einhverja árás á sig.

Sigurður M Grétarsson, 29.9.2014 kl. 17:04

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - það kemur hvergi fram hjá mér að þetta hafi verið slys þannig að þeirri staðreynd sé haldið til haga og vil ég biðja þig um að lesa fyrstu setninguna í færslunni aftur.
Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því að segja skoðun mína á hjólabrúum, það eru einhverjir aðrir hér sem skulda mér afsökunarbeiðni sem ég að sjálfsögð fá ekki.

Óðinn Þórisson, 29.9.2014 kl. 17:51

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - reykjavík er, hefur og verður bílaborg en það virðist vera sem ákveðin öfl í þessu þjóðfélagi sem eru fjandsamleg frelsi fólks til að ákveða sinn ferðamáta sem séu að reyna að kúga í gegn sinum vilja á aðra.

Óðinn Þórisson, 29.9.2014 kl. 17:58

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunnlaugur - borgartún er mjög gott dæmi um einkabílahatrið hjá borgaryfivöldum en þar var stæðum fækkað úr 88 niður í 33.

Tek undir með þér hvernig þessi öfl stjórna Reykjavík, þetta minnir óhuggnalega á stjórnarfar í löndum sem við viljum alls ekki bera okkur saman við.

Óðinn Þórisson, 29.9.2014 kl. 18:02

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg - þú hefur væntanlega hjólað í vinnuna í morgun í " góða " verðrinu :)

Óðinn Þórisson, 29.9.2014 kl. 18:05

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nr.15 ég tek sérstaklega " mark " á nafnleysingjum :)

Óðinn Þórisson, 29.9.2014 kl. 18:07

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - mjög sérstakt hjá þér að verja Borgartúnsklúðrið en kemur mér ekki á óvart.

Það sem skiptir máli er þetta, frelsi fólks til að ákveða sjálft hvernig það ferðast en ekki kúgað til að velja samgöngumáta sem gengur ekki upp nema hjá örfáu fólki eða á eldra fólk, helsjókut fólk að hjóla, þessi rök hjá þér standast enga skoðun. 

Ég hef engan áhuga að láta Hjálmar Sveinsson ákveða hvernig ég ferðast.

Óðinn Þórisson, 29.9.2014 kl. 18:16

23 Smámynd: Kommentarinn

Alltaf jafn smekklegur Óðinn.

Annars hjólaði ég í morgun og það var bara fínt. Smá bleyta...

Kommentarinn, 30.9.2014 kl. 12:02

24 Smámynd: Kommentarinn

"Það sem skiptir máli er þetta, frelsi fólks til að ákveða sjálft hvernig það ferðast en ekki kúgað til að velja samgöngumáta" - Óðinn

Við getum þá verið sammála um þetta. Ef það á ekki að kúga alla til að velja langdýrasta valkostinn (einkabílinn) þá er ekki nema sanngjarnt að pínulitlu broti af því fjármagni sem hefur verið eytt í einkabílaframkvæmdir síðustu áratugina sé eytt í aðra valkosti. Ef fólk á að hafa val þá verður að eyða í meira en bara eitthvað eitt fyrir alla.

Kommentarinn, 30.9.2014 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband