29.9.2014 | 17:41
Tökum Skota okkur til fyrirmyndar
Ég hef enga trú á því að íslenska þjóðin samþykki aðild að esb en án þjóðaratkvæðagreiðslu þá munum við hjakka í áfram í sama farinu án niðurstöðu.
Tökum Skota okkur til fyrirmyndar og látum þjóðna ákveða þetta sjálfa.
Gæti stutt úrsögn úr ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er nokkur leið að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu með ríkisfjölmiðlana í höndum sjálftökuliðs ESB vina. Það held ég ad yrði aldrei viðurkennt sem frjáls skodanamyndun meðal þjóðarinnar.
K.H.S., 29.9.2014 kl. 20:18
K.H.S - ég treysti ekki rúv en ég vil að esb - málið verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðsu.
Óðinn Þórisson, 29.9.2014 kl. 21:36
Það er rétt, en það sem þarf að gera er eftirfarandi (í þessari röð):
1. Draga aðlögunarumsóknina að ESB tilbaka strax á haustþingi (eins og ríkisstjórnin lofaði).
2. Ef það síðar myndast meirihluti á Alþingi um að sækja um aðild að ESB, hvenær sem það verður, þá verði það lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu með einfaldri spurningu: Ertu hlynnt(ur) því að Ísland sæki um aðild að ESB? Já eða Nei.
3. Þegar síðan einfaldur meirihluti kjósenda hefur sagt Nei, þá er búið að grafa málið endanlega.
Það þýðir ekkert að halda þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr en búið er að draga umsóknina tilbaka fyrst. Því að þjóðin var aldrei látin kjósa um hvort ætti að sækja um aðild 2010, enda var vinstristjórninni andskotans sama um skoðun þjóðarinnar.
Aztec, 1.10.2014 kl. 01:13
Actec - utanríkisráðherra lagði tillöguna fram á síðasta þingi á kolröngum tímapunkti, þegar enn var verið að ræða 30 milljóna skýrsluna.
Það sem gerist var að stjórnarflokkarnir guggnuðu á málinu.
Ef stjórnarflokkanir tala sig saman og gera þetta rétt er alveg hægt að ná tillögunni í gegn að draga esb umsóknina til baka.
Ég hef samt frekar trú á því að haldin verði þjóðaratkvæðagreisla á næstu 2 árum um hvort þjóðin vilji halda þessu ferli áfram.
Samfylkingin á þetta esb - klúður alveg sjálfir, höfðu 4 ár til að klára það en tókst ekki.
Óðinn Þórisson, 1.10.2014 kl. 07:11
Já, þess vegna þarf að gera þetta rétt í þetta skiptið. Draga umsóknina tilbaka og síðan innan 2ja ára ef það myndast meirihluti á þingi fyrir því að sækja um á ný - að spyrja þjóðina fyrst. Núverandi ríkisstjórn á ekki að lappa upp á klúður vinstristjórnarinnar, heldur drepa umsóknina ólöglegu umsvifalaust.
Á meðan núverandi ástand ríkir (Ísland enn með stöðu umsóknarríkis) gæti næsta vinstristjórn (sem kemst til valda 2017 ef núverandi stjórn klúðrar þessu máli og svíkur kjósendur) einfaldlega haldið áfram með ferlið án þess að gera neitt. Og ekki fer sú stjórn að spyrja þjóðina fyrst.
Aztec, 1.10.2014 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.