9.10.2014 | 23:35
Glæsilegur fundur Heimssýnar
Þar sem ég sat allan fund Heimssýnar í kvöld á Hótel Sögu get ég staðfest að fundurinn var mjög málefnalegur og glæsilegur í alla staði.
Það er rétt að þakka fyrrv. formanni og heiðurskonunni Vigdísi Hauksdóttur fyrir sín frábæru störf fyrir Heimssýn.
Það kom fram í máli hennar að stór hluti af ákvörðun hennar um að stíga til hliðar var vegna þess að að pólitískir andstæðingar hennar og þá um leið Heimssýnar hafa gagnrýnt Heimssýn fyrir eitthvað sem hún sagði án þess að það tengdist Heimssýn.
Ef að tillaga um afturköllun umsóknar íslands að esb verður aftur lögð fram þá verður það gert með þeirri flullvissu að hún verður samþykkt.
Jón Bjarnason kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki ef Óðinn, heldur þegar. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki gengið til næstu kosninga nema klára þetta mál, í samræmi við stefnu flokkanna og loforð fyrir síðustu kosningar.
Þetta var eitt af stóru málunum fyrir síðustu kosningar, enda fór síðasta ríkisstjórn af stað með umsóknina án umboðs þjóðarinnar og án raunverulegs meirihluta á Alþingi. Niðurstaða síðustu Alþingiskosninga var skýr.
Því er mikilvægt að stjórnvöld endurveki þingsályktunartillögu um afturköllun aðildarumsóknar. Enginn vafi er á um að meirihluti er fyrir henni á Alþingi og ekkert annað en sleifarskapur að klára ekki þetta mál.
Það er því ekkert "ef" í þessu máli.
Gunnar Heiðarsson, 10.10.2014 kl. 09:41
Gunnar - vissulega geta ríkisstjórnarflokkarnir gengið til næstu alþingiskosninga með þetta mál í lausu lofti en það er einfaldlega ávísun á afhroð beggja stjórnarflokka.
Bjarni mun aldrei samþykkja að tillagan verði lögð aftur fram nema fullvíst verður að hún verði samþykkt, ríkisstjórnin gæti vart liðað ef hún myndi ekki formlega síta aðildarviðræðunum.
Sammála Samfylkingunni esb - flokki íslands var hafnað, tapaði 11 af 20 þingsætum.
Óðinn Þórisson, 10.10.2014 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.