Snýst ekkert um ríkisstjórnina

"Samn­inga­fundi Lækna­fé­lags Íslands og samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, sem fór fram í Karp­hús­inu síðdeg­is í dag, lauk án niður­stöðu"

"Þetta er í fyrsta sinn sem lækn­ar á Íslandi, sem fengu tak­markaðan verk­falls­rétt fyr­ir tæp­um 30 árum, boða til verk­falls."  

Að segja að þetta mál snúist að einhverju leiti um ríkisstjórnina er fullkomlega fáránlegt.

Við skulum ekki gleyma ákvörðun fyrrv. heilbrigðisráðherra Guðbjarts Hannessonar að hækka laun ein starfsmanns LSH, það er ótrúlegt að hann hafi ekki sagt af sér eftir þessa skelfilegu ákvörðun.


mbl.is Stefnir í verkfall lækna á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta mál snýst um allar ríkisstjórnir, jafnt í nútíð sem fortíð. Hringlandaháttur, hagsmunapot og hrein og klár fáviska, ekkert annað, sama í hvaða flokki er drepið niður.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2014 kl. 19:23

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - þetta snýst um forgangsröðun, ætla mennn t.d að halda áfram að dæla peningum í Rúv og hvað með 18 milljarða á ári til landbúnaðarins. 

Óðinn Þórisson, 23.10.2014 kl. 20:17

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nákvæmlega þap sem ég er að segja.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2014 kl. 20:39

4 identicon

Óðinn, hvernig getur þetta ekki snúist um ríkisstjórnina. Er það ekki hún sem forgangsraðar verkefnum og kostnaði? Er það ekki hún sem heldur RÚV og landsbúnaðarstyrkjunum í gangi? Er það ekki hún sem er í samningaviðræðum við lækna sem er að enda með verkfalli læknana?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 20:43

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - þá erum við sammála 

Óðinn Þórisson, 23.10.2014 kl. 21:15

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - ef ég fengi að ráða þá væri búið að selja rúv og hætta öllum ríkisstyrkjum til landbúnaðarins.

Málið er hjá saminganefndunum. 

Óðinn Þórisson, 23.10.2014 kl. 21:19

7 identicon

Já Óðinn enn við erum ekki að tala um þig heldur núverandi ríkisstjórn Íslands sem hefur í skjóli þingmeirihluta síns valdið til að gera þetta allt. Ef þeir vildu.

.

Og hver leggur samninganefndini línunar? Síðast þegar ég leit þá var það Fjármálaráðuneytið sem, viti menn, er stýrt af ráðherra ríkisstjórnar Íslands.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 22:39

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - það hefur verið þannig undanfarið að menn séu að reyna stilla þessu máli upp að  ríkisstjórnin sé á móti LSH þegar allar tölur sýna eins og kom fram m.a í máli heilbrigðisráðherra í kastljósi að ríkisstjórnin hefur bætt talsvert í fjárveitingar til LSH.

Ert þú sammála mér varðandi að setlja rúv og hætta fjárveitingum til landbúnarðins, ef ekki þá ertu bara að reyna að koma höggi á ríkisstjórn sem þú styður ekki.

Óðinn Þórisson, 23.10.2014 kl. 22:53

9 identicon

Ég mundi vilja sjá landbúnaðarstyrki lagða niður, tolla á landbúnaðar afurðir lækkaða all verulega, auka frelsi til innfluttnings landbúnaðarvara, selja eða leggja niður RÚV, þjóðleikhúsið, Sinfóníuna og Íslensku Óperuna. Ásamt mörgum öðrum hlutum sem þarf að gera við innan ríkisins.

.

En í þessu máli þarf Ríkisstjórnin bara að fatta að hún getur ekki unnið. Eftir nokkrar vikur af verkföllum þá mun ríkið gefa eftir og það mun vera eftir kvöld eftir kvöld af alvarlega veiku fólki í fréttum kennandi ríkinu um hvernig hlutirnir eru.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 00:00

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - flott þá erum við á sömu blaðsíðu varðandi allar þessar óþarfa stofnanir.

Ég er sammála því að ef ekki verður samið við lækna mjög fljótlega þá er ríkisstjórnin orðin óstarfhæf, persónulega fannst mér KÞJ ekki alveg skylja alvarleika málsins í Kastljósi í gær að þó svo að það sé búið að stórauka fjármuni til LSH þá verður einfaldlega að gera miklu miklu betur.

Staðreynd málsins er að fyrir nokkrum árum vorum við fremst á norðurlöndum í krabbameinslækningum, nú erum við komin á botininn.

Óðinn Þórisson, 24.10.2014 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband