29.10.2014 | 19:55
Dagur Bergþóruson
Það er lítið mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík ef hann vill það þá eru nokkur grundvallarmál sem hann getur barist gegn sem rauði meirihlutinn í Reykjavík undir forystu Dags Berguþórusonar stendur fyrir.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða að standa í lappirnar gagnvart einkabílahatrinu, flugvallarhatrinu, öfgar í skattamálum, aumingjastefna í húsnæðismálum og rétt að nefna bullið með að mála málverk á blokkir í Breiðholti sem kristallar vinstra - bullið hjá þessum vonda rauð meirihluta.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn á að fella þennan rauða meirihluta þá verður að hefjast handa strax og hætta þessu daðri við Dag Bergþóruson og hans fólk.
Gríðarlegur heiður fyrir borgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bergþóruson & Blöndal telja sig Ráða og fara fram eins og hestur með augnskjól!
Þeir vilja bara hafa litla sæta 101 sandkassann til að leika sér í eins og ábyrgðarlausir smákrakkar!
Stórtjón Íslensku þjóðarinnar og heildarhagsmunir skiptir þá félaga ásamt HofsvallagötuGM, akkúrat engu máli. Bara gaman að leika sér einir eins og Palli einn í heiminum.
Slæmar afleiðingar á landsvísu er of stórt dæmi fyrir þá að höndla, þeir sjá ekki og vilja ekki sjá heildarmyndina.
Litli sæti prívat sandkassinn þeirra er einungis sú vídd sem þeir félagar vilja sjá!
Kolbeinn Pálsson, 29.10.2014 kl. 20:56
Kolbeinn - það er enginn vafi að þetta er forræðishyggjumeirihuti og sá vinstri - sinnaðisti sem hefur farið með stjórn borgarinnar.
Þetta er samt mjög veikur meirihluti settur saman af flokkum sem komu allir fyrir utan Sf - mjög veikir út úr kosningunum þannig að Dagur er óumdeildur leiðtogi rauðliðanna.
Borgarstjórnarmeirihluti sem skilur ekki hlutverk Reykjavíkurflugvallar eða að halda við götum í reykjavík er ekki góður hvorki fyrir reykvíkinga né fyrir aðra landsmenn.
Því miður er þetta mjög þröngsýnn meirihuti hagsmuna 101 Reykjavík.
Óðinn Þórisson, 29.10.2014 kl. 21:21
Það er gott að búa í Reykjavík. Borginni hefur verið vel stjórnað eftir glundroða tímabilið fræga 2006-2010. Og núna var Reykjavíkurborg að taka við umhverfisverðlaunum norðurlandaráðs. Vondu vondu vinstri mennirnir standa sig vel.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 23:38
Sigurður - veruleikafyrringin hjá fyrrv. meirihuta var að hann hefði bjargað OR, það var ekki svo það voru skattpeningar reykvíkinga sem gerðu það, og rétt að benda á það augljósa að x-d bar ekki ábyrgð á slæmri stöðu OR - það var reykjavíkurlistinn.
Þessi meirihluti byggist á einhverri heift í garð Framsóknar&flugvallarvina og það var því miður þannig að borgarstjórnarflokkur x-d féll á fyrsta prófinu að taka þátt í þeim lágkúrulega gjörningi að halda x-b frá nefndum, en það mun x-d ekki gera aftur, það verður ekki liðið.
Rauði meirihlutinn er vondur fyrir hagsmuni reykvínnga, það liggur fyrir, og það segir meira en mörg orð um hatur Dags Bergþórusonar að mynda meirihluta með blöndal sem tapaði 4 sætum, vg sem er öfgafemínistaflokkur og pírötum sem enginn veit hvað stendur fyrir.
En þeir munu hanga saman - valdanna vegna en x-d verður að byrja að sýna þessu fólki fulla pólitíska hörku.
Óðinn Þórisson, 30.10.2014 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.