Skoðanakannanir og ESB

Samfylkingin snýst annarsvegar um skoðanakannanir og hinsvegar ESB.

Niðurstaða alþingiskosninga 27.apríl 2013 var að flokkurinn fékk 12.8 % og hafði ekki klárað ESB aðildarumsóknina þrátt fyrir að hafa haft 4 ár til þess.

Stjórnarflokkarnir fengu skýrt umboð frá þjóðinni, 38 þingmenn og þessi ríkisstjórn mun sitja út kjörtímabilið enda stjórnast hún ekki af skoðanakönnunum eða afsali á auðlindum þjóðarinnar til ESB.

 
mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Núverandi ríkisstjórn er rúin trausti, Framsóknarflokkurinn á leið í pilsnerfylgi, Sjálfstæðisflokkur nálgast sitt sögulega lágmark. 

Átta mig ekki alveg á hvernig þér tekst að blanda Samfylkingunni í þá staðreynd og minni þig á að Capacent gerir þessar kannanir mánaðarlega og ég man ekki til að þú hafir efast um þær þegar ríkisstjórnin mældist með 49% fylgi.

Í svona stöðu er best að taka strútinn á þetta sýnist mér Óðinn.  Þegar andar köldum vindum og allt á niðurleið hjá stjórnarflokkunum er best að loka augunum... er það ekki ;-)

Jón Ingi Cæsarsson, 1.11.2014 kl. 20:07

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Tek undir hvert orð Óðinn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.11.2014 kl. 21:48

3 Smámynd: Óskar

Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig mældist með jafnvel mun meira fylgi en núverandi stjórn þá steig Bjarni Ben keikur í pontu og krafðist þess að Jóhanna skilaði lyklunum!  Honum er þó ekki tíðrætt um lykla þessa dagana.

Óskar, 2.11.2014 kl. 08:01

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - ég er einfaldlega að benda á þann mun sem stjórnarflokkarnir nálgast hlutina og horfa á þá í samanburði við þinn flokk.

Óðinn Þórisson, 2.11.2014 kl. 12:18

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg - takk fyrir innlitið :)

Óðinn Þórisson, 2.11.2014 kl. 12:18

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - það stenst enga skoðun að bera þessar ríkisstjórnarnir saman, hvað voru margir stjórnarþingmenn farir úr vinstri - stjórninni og m.a búnir að stofna nýjan flokk.

Jóni Bjarnasyni var sparkað út ríkisstjórnnni, það staðfesti hann m.a á fundi Heimssýnar á dögunumm.

98 % þjóðarinnar höfðu sagt NEI við Svavarsamningnum og stjórnlagaþingskosningarnar dæmdar ógildar.

Óðinn Þórisson, 2.11.2014 kl. 12:22

7 Smámynd: Óskar

Óðinn þegar Bjarni sagði að Jóhanna ætti að skila lyklunum þá var það vegna skoðanakannana.  Hann nefndi ekki aðra þætti.  Annars var það fullkomlega rökrétt að reka Jón Bjarnason úr stjórninni, það átti reyndar aldrei að taka hann þar inn enda var hann í stjórnarandstöðu frá upphaf þess kjörtímabils.  Nokkrir aðrir þingmenn VG höguðu sér líka eins og kjánar en samt hélt stjórnin velli út kjörtímabilið og gerði þjóðinni margfalt meira gagn en óskapnaðurinn sem nú fer með stjórn landsmála.

Enn eru sjallar á villigötum í Icesave málinu, það hófst ekki með Svavarssamningnunum, ónei.  Það hófst þegar sjallar einkavinavæddu Landsbankann og gáfu flokkshollum glæpamönnum hann.  Eftir hrunið reyndu sjallar sjálfir að leysa málið, buðu Bretum og Hollendingum að allt yrði borgað í topp með yfir 7% vöxtum!  Þessi kafli virðist úmáður úr Íslandssögunni hvernig sem stendur á því.   Nú til að kóróna allt var logið að þjóðinni að hún gæti kosið málið burt, en bingó,,,hvað poppar upp nákvæmlega núna, jú auðvitað gamla Icesave skuldabréfið sem þjóðin er bara ekkert laus við!

Óskar, 2.11.2014 kl. 12:34

8 identicon

Af hverju er þér svona illa við skoðanakannanir?

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 12:35

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - ef það var rangt hjá Jóni Bjarnasyni að framfylgja stefnu vg í evrópumálum þá var eðlilegt að víkja honum úr ríkisstjórn.
Ríkisstjórn Jóhönnu var orðin minnihlutastjórn þegar um eitt og hálft ár var til kosninga og kom engu í gegn.
Fyrrv. ríkisstjórn sló skjaldborg um það sem skipta hana máli, völdin.
Einkabankarnir voru á ábyrð stjórnenda og eigenda þeirra, hafði ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera.
Sjálfstæðisflokkurinn barðist alltaf gegn löglausum kröfum breta og hollendinga og vissulega voru það mistkök hjá BB að styðja Icesave 3 þar sem að þá lá alveg fyrir að Jóhönnustjórnin var kominn í harða baráttu gegn þjóðinn.
Vilji Samfylkingarinnar og Vg var alltaf skýr, að láta íslenska ríkisborgara borga skuld óreyðumanna. 

Óðinn Þórisson, 2.11.2014 kl. 15:58

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - það kemur hvergi fram í færslunni að ég sé á móti skoðanakönnunum.

Óðinn Þórisson, 2.11.2014 kl. 15:59

11 Smámynd: Óskar

"Einkabankarnir voru á ábyrð stjórnenda og eigenda þeirra, hafði ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera."

Neinei auðvitað hafði það ekkert með Icesave að gera að Davíð Oddsson nánast gaf Bjórgólfsfeðgum Landsbankann á sínum tíma.  Svo var hann rekinn nánast úr Valhöll eftir það, Kjartan varaformaður FLokksins var við stjórnvölinn ásamt fleiri sjöllum. Neinei, kanntu nokkuð annan?  SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HAFÐI EKKERT MEÐ ICESAVE AÐ GERA  Staðreyndi er einfaldlega sú að sjálfstæðisflokkurinn á ICESAVE  MEÐ HÚÐ OG HÁRI!

Óskar, 2.11.2014 kl. 17:33

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - við verðum bara að vera sammála um að vera ósmmála um ábyrgðina á Icesave en minni bara á bókina " Afleikur Aldarinnar " mynd af Jóhönnu og Steingrími.

En aftur að færslunni, þá er meginmunurinn á stjórnarflokkunum og Samfylkingunni að Samfylkingin snýst aðeins um þetta tvennt.

Rúmlega ári fyrir kosningar átti Samfylkinign að slíta stjórnarsamstarfinu við VG þar sem hún kom engu í gegn og stóra málið ESB klúðrarð og skoðanakannanir sem flokknum þykir svo vænt um sýndu fram á afhroð.

Það er aldrei gott að sitja bara valdanna vegna en kannsi snérist þetta um að leyfa Jóhönnu að klára en ef henni hefðii verið umhugað um flokkinn sinn hefði hún stigið til hliðar á landsfundi sem hefði átt að halda haustið 2012 og nýr formaður tekið við lyklunum af forstætisráðuneytinu stað þess að bjóða upp þennan gallaða tvíhöfða. 

Óðinn Þórisson, 2.11.2014 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband